Gengi Lehmans Brothers hrundi um 40 prósent 9. september 2008 20:33 Fyrir utan höfuðstöðvar Lehman Brothers í New York í Bandaríkjunum. Næstum því helmingurinn af markaðsverðmæti bankans gufaði upp í dag. Mynd/AP Gengi hlutabréfa í Lehman Brothers, fjórða umsvifamesta fjárfestingabanka Bandaríkjanna hrundi um 45 prósent á hlutabréfamarkaði í dag og dró markaðinn með sér í fallinu vestanhafs. Fjárfestar óttast nú að bankinn geti orðið gjaldþrota en hann leitar nú logandi ljósi að kaupanda að eignum sínum. Orðrómur fór á kreik um hugsanlegt andlát Lehman Brothers um það leyti sem fjárfestingabankinn J.P. Morgan og bandaríski seðlabankinn forðuðu fjárfestingabankanum Bear Stearns frá sömu örlögum á vordögum. Síðustu daga hafa átt sér stað viðræður á milli forráðamanna Lehmans og kóreska þróunarbankans um sölu á fjórðungshlut í bankanum. Þær viðræður hafa nú runnið út í sandinn og leitar bankinn nú leiða til að bæta eiginfjárstöðu sína með sölu eigna, samkvæmt erlendum fjölmiðlum. Associated Press-fréttastofan bætir því við að þrengingar bankans hafi vakið ugg í röðum fjárfesta og telji þeir fjármálageirann enn standa á brauðfótum þrátt fyrir að fasteignalánasjóðirnir Fannie Mae og Freddie Mac eigi nú bakland hjá bandaríska ríkinu. Gengi hlutabréfa í bankanum snerti methæðir 14. nóvember síðastliðinn þegar það fór í 67,73 dali á hlut. Miðað við þróun hlutabréfaverðs í bankanum í dag nemur fallið 87 prósentum frá hæsta gildi. Fallið smitaði út frá sér á alþjóðlega hlutabréfamarkaði og skýrir að nokkru leyti fall Úrvalsvísitölunnar hér. Hún féll um 2,47 prósent auk þess sem gengi krónunnar veiktist um 1,7 prósent. Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um 2,43 prósent og Nasdaq-vísitalan um 2,64 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Gengi hlutabréfa í Lehman Brothers, fjórða umsvifamesta fjárfestingabanka Bandaríkjanna hrundi um 45 prósent á hlutabréfamarkaði í dag og dró markaðinn með sér í fallinu vestanhafs. Fjárfestar óttast nú að bankinn geti orðið gjaldþrota en hann leitar nú logandi ljósi að kaupanda að eignum sínum. Orðrómur fór á kreik um hugsanlegt andlát Lehman Brothers um það leyti sem fjárfestingabankinn J.P. Morgan og bandaríski seðlabankinn forðuðu fjárfestingabankanum Bear Stearns frá sömu örlögum á vordögum. Síðustu daga hafa átt sér stað viðræður á milli forráðamanna Lehmans og kóreska þróunarbankans um sölu á fjórðungshlut í bankanum. Þær viðræður hafa nú runnið út í sandinn og leitar bankinn nú leiða til að bæta eiginfjárstöðu sína með sölu eigna, samkvæmt erlendum fjölmiðlum. Associated Press-fréttastofan bætir því við að þrengingar bankans hafi vakið ugg í röðum fjárfesta og telji þeir fjármálageirann enn standa á brauðfótum þrátt fyrir að fasteignalánasjóðirnir Fannie Mae og Freddie Mac eigi nú bakland hjá bandaríska ríkinu. Gengi hlutabréfa í bankanum snerti methæðir 14. nóvember síðastliðinn þegar það fór í 67,73 dali á hlut. Miðað við þróun hlutabréfaverðs í bankanum í dag nemur fallið 87 prósentum frá hæsta gildi. Fallið smitaði út frá sér á alþjóðlega hlutabréfamarkaði og skýrir að nokkru leyti fall Úrvalsvísitölunnar hér. Hún féll um 2,47 prósent auk þess sem gengi krónunnar veiktist um 1,7 prósent. Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um 2,43 prósent og Nasdaq-vísitalan um 2,64 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira