Ólafur Örn Bjarnason skoraði síðasta mark Brann sem vann 3-1 sigur á Valdres í norsku bikarkeppninni í kvöld. Brann komst í 2-0 í leiknum en gestirnir náðu að minnka muninn.
Ólafur Örn innsiglaði hinsvegar sigur Brann með marki úr vítaspyrnu undir lok leiksins. Tromsö komst einnig áfram í bikarnum með 3-0 útisigri á Ranheim.