Fersk blóm nauðsynleg Vala Georgsdóttir skrifar 16. júlí 2008 00:01 „Það fylgir því heilmikil undirbúningsvinna að velja réttu blómin fyrir rétta tilefnið,“ segir Ragnhildur Fjeldsted, eigandi blómabúðarinnar Dans á rósum. Markaðurinn/Arnþór Afskorin blóm og pottaplöntur lífga óneitanlega upp á umhverfið. „Hortensíu er bæði hægt að hafa úti á palli eða inni í stofu,“ bendir María Fjóla Pétursdóttir á og vísar til þess að árstíð þessarar pottaplöntu sé einmitt núna. Þegar farið er í verslunina Dans á rósum, á horni Baldursgötu og Lokastígs, gefur að líta blómstrandi hortensíur bæði utan sem innan dyra. Nafnið á blómaversluninni hefur vakið athygli. Um nafnavalið segir eigandinn, Ragnhildur Fjeldsted: „Ég hafði í huga að velja lifandi og leiftrandi nafn á fyrirtækið sem ég var viss um að fólk mundi muna.“ „Það er ekkert nýtt undir sólinni þegar blóm eru annars vegar,“ segir hún og nefnir að mikilvægt sé að fylgjast vel með allri framþróun í greininni. Hluti af því er að geta sett saman bæði nýstárleg og hefðbundin blóm á þann máta svo eftir sé tekið. Sem framkvæmdastjóri Flugleiðahótela ehf. bendir Magnea Þórey Hjálmarsdóttir á að ekkert alvöru hótel geti verið án ferskra blóma. En mikilvægt sé að skapa réttu stemninguna með árstíðabundnum blómum. En þannig fáist það andrúmsloft sem verið sé að sækjast eftir hverju sinni. Ragnhildur, sem m.a. hefur séð um blómin fyrir Hilton hótelið við Suðurlandsbraut, sem er eitt margra hótela sem Flugleiðahótel ehf. reka segir að ef vel eigi að vera og blómaskreytingar eigi að heppnast vel sé ekkert sem heitir en að leggja sig allan fram. „Það þarf sannarlega að vanda sig alveg fram í fingurgóma,“ eins og hún orðar það. „Það fylgir því heilmikil undirbúningsvinna að velja réttu blómin fyrir rétta tilefnið,“ segir Ragnhildur. Úrval framandi blóma er mikið og því getur það tekið tíma að pæla í og ákveða hvað hentar hverju tilefni fyrir sig. „Það þarf þó ekki alltaf að vera neitt sérstakt tilefni fyrir því að blóm séu keypt. Tilvalið sé að kaupa blóm til að gleðja sjálfan sig og fegra heimilið.“ Undir þetta viðhorf sem Ragnhildur minnist á taka þær Magnea Þórey og María Fjóla heilshugar. Um blómakaupin fyrir heimilið segir Magnea Þórey meðal annars: „Ég kaupi blóm vikulega til að hafa í eldhúsinu hjá mér. En það þarf ekki alltaf að vera dýr vöndur. Ein gerbera í vasa kostar kannski sama og tvö súkkulaðistykki.“ Héðan og þaðan Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
Afskorin blóm og pottaplöntur lífga óneitanlega upp á umhverfið. „Hortensíu er bæði hægt að hafa úti á palli eða inni í stofu,“ bendir María Fjóla Pétursdóttir á og vísar til þess að árstíð þessarar pottaplöntu sé einmitt núna. Þegar farið er í verslunina Dans á rósum, á horni Baldursgötu og Lokastígs, gefur að líta blómstrandi hortensíur bæði utan sem innan dyra. Nafnið á blómaversluninni hefur vakið athygli. Um nafnavalið segir eigandinn, Ragnhildur Fjeldsted: „Ég hafði í huga að velja lifandi og leiftrandi nafn á fyrirtækið sem ég var viss um að fólk mundi muna.“ „Það er ekkert nýtt undir sólinni þegar blóm eru annars vegar,“ segir hún og nefnir að mikilvægt sé að fylgjast vel með allri framþróun í greininni. Hluti af því er að geta sett saman bæði nýstárleg og hefðbundin blóm á þann máta svo eftir sé tekið. Sem framkvæmdastjóri Flugleiðahótela ehf. bendir Magnea Þórey Hjálmarsdóttir á að ekkert alvöru hótel geti verið án ferskra blóma. En mikilvægt sé að skapa réttu stemninguna með árstíðabundnum blómum. En þannig fáist það andrúmsloft sem verið sé að sækjast eftir hverju sinni. Ragnhildur, sem m.a. hefur séð um blómin fyrir Hilton hótelið við Suðurlandsbraut, sem er eitt margra hótela sem Flugleiðahótel ehf. reka segir að ef vel eigi að vera og blómaskreytingar eigi að heppnast vel sé ekkert sem heitir en að leggja sig allan fram. „Það þarf sannarlega að vanda sig alveg fram í fingurgóma,“ eins og hún orðar það. „Það fylgir því heilmikil undirbúningsvinna að velja réttu blómin fyrir rétta tilefnið,“ segir Ragnhildur. Úrval framandi blóma er mikið og því getur það tekið tíma að pæla í og ákveða hvað hentar hverju tilefni fyrir sig. „Það þarf þó ekki alltaf að vera neitt sérstakt tilefni fyrir því að blóm séu keypt. Tilvalið sé að kaupa blóm til að gleðja sjálfan sig og fegra heimilið.“ Undir þetta viðhorf sem Ragnhildur minnist á taka þær Magnea Þórey og María Fjóla heilshugar. Um blómakaupin fyrir heimilið segir Magnea Þórey meðal annars: „Ég kaupi blóm vikulega til að hafa í eldhúsinu hjá mér. En það þarf ekki alltaf að vera dýr vöndur. Ein gerbera í vasa kostar kannski sama og tvö súkkulaðistykki.“
Héðan og þaðan Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira