Webber missir af mótinu á Wembley 22. nóvember 2008 16:45 Hugað að Mark Webber á slysstað í Tasmaníu í dag. Mynd: Getty Images Ástralinn Mark Webber átti að vera meðal keppenda í meistaramóti ökumanna Wembley 14. desember. Hann átti að vera í úrvali Formúlu 1 ökumanna í mótinu, en hann fótbrotnaði í dag í Ástralíu í þríþrautarkeppni sem hann tók þátt í. Webber lenti framan á bíl á reiðhjóli. Meistaramótið á Wembley er endapunkturinn á tímabili akstursíþróttamanna og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Webber fór í uppskurð í dag og þurfti að negla saman brotið. Hann getur því ekki ekið á Wembley, en talsmenn Red Bull sögðu í dag að hann yrði klár í slaginn fyrir fyrsta Formúlu 1 mót næsta árs. Fyrsta mótið er í Ástralíu í lok mars. Í ljósi meiðslanna mun Webber lítið geta ekið á vetraræfingum keppnisliða og meira mun því mæða á nýja manninum í liðinu, Sebastian Vettel. Þá er líklegt að Sebastian Buemi aki meira en ella, en hann hefur verið þróunarökumaður liðsins. Reyndar er Torro Rosso að skoða hvort Buemi verður ráðinn til liðsins. Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ástralinn Mark Webber átti að vera meðal keppenda í meistaramóti ökumanna Wembley 14. desember. Hann átti að vera í úrvali Formúlu 1 ökumanna í mótinu, en hann fótbrotnaði í dag í Ástralíu í þríþrautarkeppni sem hann tók þátt í. Webber lenti framan á bíl á reiðhjóli. Meistaramótið á Wembley er endapunkturinn á tímabili akstursíþróttamanna og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Webber fór í uppskurð í dag og þurfti að negla saman brotið. Hann getur því ekki ekið á Wembley, en talsmenn Red Bull sögðu í dag að hann yrði klár í slaginn fyrir fyrsta Formúlu 1 mót næsta árs. Fyrsta mótið er í Ástralíu í lok mars. Í ljósi meiðslanna mun Webber lítið geta ekið á vetraræfingum keppnisliða og meira mun því mæða á nýja manninum í liðinu, Sebastian Vettel. Þá er líklegt að Sebastian Buemi aki meira en ella, en hann hefur verið þróunarökumaður liðsins. Reyndar er Torro Rosso að skoða hvort Buemi verður ráðinn til liðsins.
Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira