Honda vill Nick Heidfeld ef Alonso bregst 3. október 2008 00:37 Nick Heidfeld er ekki efstur á óskalista BMW fyrir 2009, en Honda hefur áhuga á honum. mynd: Getty Images Nick Fry framkvæmdarstjóri Honda segist vilja Þjóðverjann Nick Heidfeld í sínar raðir, ef það bregst að Fernando Alonso lítist á samning við lið sitt. Heidfeld er 31 árs gamall og hefur ekki alveg verið að fóta sig með BMW, allavega ekki eins vel og Robert Kubica. Trú manna er að Jenson Button verði áfram hjá Honda, enda er hann með margra ára samning við liðið eftir að hafa brugðist Williams á sínum tíma. Honda þurfti að kaupa upp samning Williams við Button til að fá hann í sínar raðir. Núna bíður Honda eftir því hvort Alonso vill koma til liðsins, en það heillar menn að Ross Brawn, fyrrum tæknistjóri Ferrari er nú stjóri Honda liðsins. Hann vann í áratug með Michael Schumacher. Honda hefur ekki sérstakan áhuga á að halda Rubens Barrichello, en margt mun leysast þegar Alonso hefur gert upp hug sinn. Þá hefur Anthony Davidson beðið lengi á á hliðarlínunni sem þróunarökumaður. Heidfeld virðist allavega eiga þokkalega möguleika á sæti í Formúlu 1 á næsta ári. Ef Alonso verður áfram hjá Renault, þá gæti Heidfeld farið til Honda. En hver tekur þá sæti hans hjá BMW er óljóst. Christan Klien er þróunarökumaður liðsins og hefur keppnisreynslu, en virðist elkkert í umræðunni. BMW hefur eins og Honda boðið Alonso starf, þannig að allt ræðst á ákvörðun Alonso eftir tímabilið.Sjá skipan keppnisliða 2009 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Nick Fry framkvæmdarstjóri Honda segist vilja Þjóðverjann Nick Heidfeld í sínar raðir, ef það bregst að Fernando Alonso lítist á samning við lið sitt. Heidfeld er 31 árs gamall og hefur ekki alveg verið að fóta sig með BMW, allavega ekki eins vel og Robert Kubica. Trú manna er að Jenson Button verði áfram hjá Honda, enda er hann með margra ára samning við liðið eftir að hafa brugðist Williams á sínum tíma. Honda þurfti að kaupa upp samning Williams við Button til að fá hann í sínar raðir. Núna bíður Honda eftir því hvort Alonso vill koma til liðsins, en það heillar menn að Ross Brawn, fyrrum tæknistjóri Ferrari er nú stjóri Honda liðsins. Hann vann í áratug með Michael Schumacher. Honda hefur ekki sérstakan áhuga á að halda Rubens Barrichello, en margt mun leysast þegar Alonso hefur gert upp hug sinn. Þá hefur Anthony Davidson beðið lengi á á hliðarlínunni sem þróunarökumaður. Heidfeld virðist allavega eiga þokkalega möguleika á sæti í Formúlu 1 á næsta ári. Ef Alonso verður áfram hjá Renault, þá gæti Heidfeld farið til Honda. En hver tekur þá sæti hans hjá BMW er óljóst. Christan Klien er þróunarökumaður liðsins og hefur keppnisreynslu, en virðist elkkert í umræðunni. BMW hefur eins og Honda boðið Alonso starf, þannig að allt ræðst á ákvörðun Alonso eftir tímabilið.Sjá skipan keppnisliða 2009
Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira