Fótbolti

Klæðskiptingar kúguðu Ronaldo

Ronaldo er að jafna sig eftir hnéuppskurð
Ronaldo er að jafna sig eftir hnéuppskurð NordcPhotos/GettyImages

Framherjinn Ronaldo hjá AC Milan komst í fréttirnar á röngum forsendum í dag. Hann sat yfirheyrslu hjá lögreglu eftir slæm viðskipti við þrjá klæðskiptinga á hóteli í Rio í heimalandi sínu.

Ronaldo hefur verið í Rio að jafna sig eftir hnéuppskurð upp á síðkastið og að sögn lögreglu var aðgerðin farin að taka sinn toll á geðheilsu kappans.

Hann vildi fá púður í einkalífið og réði til sín þremenningana sem hann taldi vera konur, en þegar í ljós kom að þetta voru drengir í pilsum, brá markaskoraranum í brún og vildi losna við þá eftir að einn þeirra fór að leita sér að eiturlyfjum.

Klæðskiptingarnir heimtuðu greiðslu af honum fyrir að þegja yfir atvikinu og gengu kröfur eins þeirra fram úr hófi að mati Ronaldo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×