Rallmeistarinn snöggur í Formúlu 1 18. nóvember 2008 09:22 Sebastian Loeb setur á sig hjálminn á Barcelona brautinni þar sem hann er við æfingar með Formúlu 1 liði Red Bull. Mynd: Getty Images Frakkinn Sebastian Loeb, sem er fimmfaldur heimsmeistari í rallakstri æfir á Formúlu 1 bíl í Barcelona í dag og hann ók einnig í gær. Hann náði mjög frambærilegum tíma á Red Bill í samkeppni við reynda kappaksturskappa. Loeb tryggði sér nýverið meistaratitilinn í fimmta sinn, en hann ekur með Citroen. Lið hans er styrkt af Red Bull og sem verðlaun fyrir titilinn fékk hann prufu með Red Bull. Hann ók líka á Silverstone í síðustu, en var þá einn síns liðs. Núna fær hann samanburð við reynslubolta í kappakstri. "Það sem er erfiðast að venjast er að það er bara drif að aftan, ekki fjórhjóladrif eins og í rallbílnum mínum. Svo er stórt mál að skilja hvað bremsurnar eru öflugar í Formúlu 1 bíl, að meta hraðann og hvenær á að stoppa", sagði Loeb um akstur Formúlu 1 bíls. Loeb náði áttunda besta tíma í gær, en sautján ökumenn æfðu af kappi á Barcleona brautinni. "Ég held ég sé of gamall til að fá sæti í Formúlu 1 og keppi í rallakstri á næsta ári. En ég gæti vel hugsað mér brautar kappakstur þegar rall ferli mínum líkur", sagði Loeb. Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Dagskráin: Evrópukvöld á Anfield og fjögur fara áfram í Meistaradeildinni Sport Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Frakkinn Sebastian Loeb, sem er fimmfaldur heimsmeistari í rallakstri æfir á Formúlu 1 bíl í Barcelona í dag og hann ók einnig í gær. Hann náði mjög frambærilegum tíma á Red Bill í samkeppni við reynda kappaksturskappa. Loeb tryggði sér nýverið meistaratitilinn í fimmta sinn, en hann ekur með Citroen. Lið hans er styrkt af Red Bull og sem verðlaun fyrir titilinn fékk hann prufu með Red Bull. Hann ók líka á Silverstone í síðustu, en var þá einn síns liðs. Núna fær hann samanburð við reynslubolta í kappakstri. "Það sem er erfiðast að venjast er að það er bara drif að aftan, ekki fjórhjóladrif eins og í rallbílnum mínum. Svo er stórt mál að skilja hvað bremsurnar eru öflugar í Formúlu 1 bíl, að meta hraðann og hvenær á að stoppa", sagði Loeb um akstur Formúlu 1 bíls. Loeb náði áttunda besta tíma í gær, en sautján ökumenn æfðu af kappi á Barcleona brautinni. "Ég held ég sé of gamall til að fá sæti í Formúlu 1 og keppi í rallakstri á næsta ári. En ég gæti vel hugsað mér brautar kappakstur þegar rall ferli mínum líkur", sagði Loeb.
Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Dagskráin: Evrópukvöld á Anfield og fjögur fara áfram í Meistaradeildinni Sport Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira