Gömul tjöruangan Þorsteinn Pálsson skrifar 4. júní 2008 05:00 Sjóminjasafnið í Reykjavík er ungt að árum. En því hefur vaxið fiskur um hrygg á stuttum tíma. Það er að þakka víðtækum áhuga og skilningi margra bæði í pólitík, atvinnurekstri og hollvinasamtökum. En hvað sem líður góðum skilningi býr annað og meira að baki þeirri myndarlegu menningarstofnun sem safnið er orðið. Það er einstaklingsfrumkvæði af svipuðu tagi og lengi hefur einkennt vöxt og viðgang í íslenskum sjávarútvegi. Óneitanlega er það hluti af skyldum Íslendinga sem sjálfstæðrar þjóðar í stóru veraldarsamfélagi að leggja rækt við sögu sína og menningu. Ekki af því að við lifum af fornri frægð. Miklu fremur fyrir þá sök að sagan er það sem þjóðin stendur á við ný og krefjandi viðfangsefni. Útræði við Faxaflóann var lengi vel spurning um lífsbjörg í samfélagi þar sem sjálfsþurftarbúskapurinn réði ríkjum. Seinna varð sjávarútvegurinn að lyftistöng nútíma atvinnustarfsemi þar sem tækni, verkaskipting og viðskipti voru lykill að framförum. Það var þá sem skáldin önduðu að sér tjöruangan hafnarinnar og skynjuðu andrúm nýrra tíma. Um höfn rísandi borgar var þá ort: „Hér streymir örast í æðum þér blóðið." Reykjavíkurhöfn var á þeirri tíð mesta framkvæmd sem þjóðin hafði nokkru sinni tekist á við. Hún varð miðstöð athafna og nýsköpunar. Dómkirkjan varð sjómannakirkja. Reisulegustu húsin í bæ sem vildi verða borg voru hús skipstjóranna. Höfnin var eins konar hnattvæðing síns tíma. Allt heyrir þetta nú sögunni til. Gamla höfnin er varla meira en svipur hjá sjón sem einu sinni var. Hennar bíður það hlutverk að verða umgjörð eða rammi um nýtt musteri tónlistarinnar í landinu. Það musteri er vissulega tákn nýs tíma og stendur í eiginlegri merkingu á þeirri undirstöðu sem gerði nýja samfélagsgerð að veruleika. Mikils er um vert að halda til haga og varðveita á aðgengilegan hátt sýnishorn um þessa liðnu tíð. Það hefur verið að gerast í Sjóminjasafninu við Grandagarð af einstökum myndarskap og dugnaði. Á dögunum bættust safninu nýir gripir: Varðskip þriggja þorskastríða og fyrsta stálskipið smíðað á Íslandi. Enginn þarf að velkjast í hafvillum með mat á því að hér hefur verið vel að verki staðið. Hitt vill oft gleymast að góðir hlutir og sjálfsagðir gerast ekki af sjálfu sér. Til þess þarf hreyfiafl. Ærin ástæða er til að nefna nafn Sigrúnar Magnúsdóttur, forstöðumanns safnsins og fyrrum borgarfulltrúa, í þessu samhengi. Svo augljóst er að eljusemi hennar og frumkvæði hefur ráðið úrslitum um öran vöxt og myndarlega sköpun safnsins. Trúlega er það hugsjón sem gerir einn mann að hreyfiafli um slíka hluti. En án þess væri þessi saga bara hálf sögð. Hinu er einnig ástæða til að gefa gaum að hér hafa fleiri komið að en sjóðir ríkisins og borgarinnar. Fyrirtæki tengd sjávarútvegi og siglingum hafa sýnt viðfangsefninu skilning með afgerandi hætti og víst er að hollvinasamtök áhugamanna eru til þess fallin að viðhalda áhuga og ræktun viðfangsefnisins. Gott er til þess að vita að sú gamla tjöruangan sem varð Tómasi andagift á ekki að hverfa með öllu frá vitunum þó að hún sé ekki lengur lifandi veruleiki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun
Sjóminjasafnið í Reykjavík er ungt að árum. En því hefur vaxið fiskur um hrygg á stuttum tíma. Það er að þakka víðtækum áhuga og skilningi margra bæði í pólitík, atvinnurekstri og hollvinasamtökum. En hvað sem líður góðum skilningi býr annað og meira að baki þeirri myndarlegu menningarstofnun sem safnið er orðið. Það er einstaklingsfrumkvæði af svipuðu tagi og lengi hefur einkennt vöxt og viðgang í íslenskum sjávarútvegi. Óneitanlega er það hluti af skyldum Íslendinga sem sjálfstæðrar þjóðar í stóru veraldarsamfélagi að leggja rækt við sögu sína og menningu. Ekki af því að við lifum af fornri frægð. Miklu fremur fyrir þá sök að sagan er það sem þjóðin stendur á við ný og krefjandi viðfangsefni. Útræði við Faxaflóann var lengi vel spurning um lífsbjörg í samfélagi þar sem sjálfsþurftarbúskapurinn réði ríkjum. Seinna varð sjávarútvegurinn að lyftistöng nútíma atvinnustarfsemi þar sem tækni, verkaskipting og viðskipti voru lykill að framförum. Það var þá sem skáldin önduðu að sér tjöruangan hafnarinnar og skynjuðu andrúm nýrra tíma. Um höfn rísandi borgar var þá ort: „Hér streymir örast í æðum þér blóðið." Reykjavíkurhöfn var á þeirri tíð mesta framkvæmd sem þjóðin hafði nokkru sinni tekist á við. Hún varð miðstöð athafna og nýsköpunar. Dómkirkjan varð sjómannakirkja. Reisulegustu húsin í bæ sem vildi verða borg voru hús skipstjóranna. Höfnin var eins konar hnattvæðing síns tíma. Allt heyrir þetta nú sögunni til. Gamla höfnin er varla meira en svipur hjá sjón sem einu sinni var. Hennar bíður það hlutverk að verða umgjörð eða rammi um nýtt musteri tónlistarinnar í landinu. Það musteri er vissulega tákn nýs tíma og stendur í eiginlegri merkingu á þeirri undirstöðu sem gerði nýja samfélagsgerð að veruleika. Mikils er um vert að halda til haga og varðveita á aðgengilegan hátt sýnishorn um þessa liðnu tíð. Það hefur verið að gerast í Sjóminjasafninu við Grandagarð af einstökum myndarskap og dugnaði. Á dögunum bættust safninu nýir gripir: Varðskip þriggja þorskastríða og fyrsta stálskipið smíðað á Íslandi. Enginn þarf að velkjast í hafvillum með mat á því að hér hefur verið vel að verki staðið. Hitt vill oft gleymast að góðir hlutir og sjálfsagðir gerast ekki af sjálfu sér. Til þess þarf hreyfiafl. Ærin ástæða er til að nefna nafn Sigrúnar Magnúsdóttur, forstöðumanns safnsins og fyrrum borgarfulltrúa, í þessu samhengi. Svo augljóst er að eljusemi hennar og frumkvæði hefur ráðið úrslitum um öran vöxt og myndarlega sköpun safnsins. Trúlega er það hugsjón sem gerir einn mann að hreyfiafli um slíka hluti. En án þess væri þessi saga bara hálf sögð. Hinu er einnig ástæða til að gefa gaum að hér hafa fleiri komið að en sjóðir ríkisins og borgarinnar. Fyrirtæki tengd sjávarútvegi og siglingum hafa sýnt viðfangsefninu skilning með afgerandi hætti og víst er að hollvinasamtök áhugamanna eru til þess fallin að viðhalda áhuga og ræktun viðfangsefnisins. Gott er til þess að vita að sú gamla tjöruangan sem varð Tómasi andagift á ekki að hverfa með öllu frá vitunum þó að hún sé ekki lengur lifandi veruleiki.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun