Nakajima vill endurgjalda Williams traustið 2. október 2008 16:48 Kazuki Nakajima frá Japan þykir einstaklega hógvær af Formúlu 1 ökumanni að vera og verður ökumaður Williams 2009. mynd: kappakstur.is Kazuki Nakajima hjá Williams var staðfestur ökumaður Williams árið 2009 í gærlvöldi. Hann er þakklátur fyrir það traust sem Frank Williams sýnir honum, en Nakajima er eini Japaninn í Formúlu 1. Hann verður á heimavelli um aðra helgi, þegar keppt verður á Fuji brautinni en hann er sonur Saturo Nakajima sem gerði garðinn frægan á árum áður í Formúlu 1. Toyota hefur stutt við bakið á Nakajima og sér Williams fyrir vélum, en þó gegn greiðslu. Liðið fær sömu vélar og Toytoa liðið notar. Toyota á Fuji brautina og því kemur tilkynning Williams á þessum tímapunkti ekki á óvart. "Tímabilið hefur verið misjafnt hjá mér. Stundum hef ég staðið jafnfætis Nico Rosberg í mótum á árinu. Svo lenti ég í vanda á Spa og Monza. Það var því mikilvægt fyrir mig að ná árangri í Singapúr um síðustu helgi", sagði Nakajima. Nakajima komst í fyrsta skipti í 10 manna úrslit í tímatökunni, en lauk síðan kappakstrinum í áttunda sæti eftir góða spretti. Félagi hans Rosberg varð í öðru sæti eftir vel útfærða keppnisáætlun. Formúlu 1 er geysilega vinsæl í Japan og Takum Sato er að reyna komast aftur í Formúlu 1 með Torro Rosso liðinu. Á meðan heldur hin hógværi Nakajima uppi heiðri Japana og ljóst að heimamenn muni styðja vel bið bakið á honum á Fjuji brautinni. Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Kazuki Nakajima hjá Williams var staðfestur ökumaður Williams árið 2009 í gærlvöldi. Hann er þakklátur fyrir það traust sem Frank Williams sýnir honum, en Nakajima er eini Japaninn í Formúlu 1. Hann verður á heimavelli um aðra helgi, þegar keppt verður á Fuji brautinni en hann er sonur Saturo Nakajima sem gerði garðinn frægan á árum áður í Formúlu 1. Toyota hefur stutt við bakið á Nakajima og sér Williams fyrir vélum, en þó gegn greiðslu. Liðið fær sömu vélar og Toytoa liðið notar. Toyota á Fuji brautina og því kemur tilkynning Williams á þessum tímapunkti ekki á óvart. "Tímabilið hefur verið misjafnt hjá mér. Stundum hef ég staðið jafnfætis Nico Rosberg í mótum á árinu. Svo lenti ég í vanda á Spa og Monza. Það var því mikilvægt fyrir mig að ná árangri í Singapúr um síðustu helgi", sagði Nakajima. Nakajima komst í fyrsta skipti í 10 manna úrslit í tímatökunni, en lauk síðan kappakstrinum í áttunda sæti eftir góða spretti. Félagi hans Rosberg varð í öðru sæti eftir vel útfærða keppnisáætlun. Formúlu 1 er geysilega vinsæl í Japan og Takum Sato er að reyna komast aftur í Formúlu 1 með Torro Rosso liðinu. Á meðan heldur hin hógværi Nakajima uppi heiðri Japana og ljóst að heimamenn muni styðja vel bið bakið á honum á Fjuji brautinni.
Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira