Hamar hefur aldrei unnið Hauka Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. nóvember 2008 16:30 Kristrún Sigurjónsdóttir, leikmaður Hauka. Það verður barist um toppsætið í Iceland Express deild kvenna þegar spútniklið Hamars sækir heitasta lið deildarinnar heim á Ásvelli klukkan 19.15 í kvöld. Bæði lið hafa unnið 5 af 6 leikjum sínum en á sama tíma og Hamar tapaði sínum fyrsta leik í síðasta leik þá vann Haukaliðið sinn fjórða leik í röð. Hamar þarf að endurskrifa sögu félagsins ætli liðið að vera áfram í toppsætinu eftir leikinn í kvöld því kvennalið Hamars hefur aldrei unnið Hauka í meistaraflokki kvenna. Liðin eru hafa mæst átta sinnum í efstu deild síðustu tvö tímabil og hafa Haukarnir unnið alla leikina. Liðin mættust auk þess sex sinnum í 2. deild kvenna frá 2000 til 2003 og Haukarnir unnu alla þá leiki líka. Hamar hefur því tapað 14 deildarleikjum í röð á móti Haukum. Það hafa fimm leikmenn komið við sögu í öllum átta leikjunum milli Hauka og Hamars í efstu deild kvenna. Það eru annarsvegar Haukakonurnar Kristrún Sigurjónsdóttir og Bára Fanney Hálfdanardóttir og hinsvegar Hamarskonurnar Hafrún Hálfdánardóttir, Jóhanna Björk Sveinsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir. Hafrún hefur alls leikið mest allra í þessum átta leikjum eða í samtal 241 mínútu (30,1 í leik) en Kristrún hefur skorað flest stig eða 135 sem gera 16,9 stig að meðaltali í leik. Haukar unnu leikina fjóra tímabilið 2006-07 með 55,3 stigum að meðaltali en munurinn var kominn niður í 8,0 stig að meðaltali síðasta vetur. Hamarsliðið hefur aldrei byrjað betur en á þessu tímabili og það verður því fróðlegt að sjá hvar liðið stendur á móti Haukum sem eru eina félagið sem kvennalið Hamars hefur ekki náð að vinna í efstu deild. Hamar gæti reyndar fallið alla leið niður í 3. sætið í kvöld tapi liðið á Ásvöllum og Keflavíkur vinnur sinn leik á heimavelli gegn Val. Haukarnir verða hinsvegar alltaf í hópi tveggja efstu liðanna eftir kvöldið þar sem liðið er með betri innbyrðisstöðu á móti Keflavík.Leikir Hauka og Hamars í efstu deild kvenna: 29. október 2006 Haukar-Hamar 106-53 (Haukar +53) 10. desember 2006 Hamar-Haukar 22-105 (Haukar +83) 21. janúar 2007 Haukar-Hamar 107-54 (Haukar +53) 28. febrúar 2007 Hamar-Haukar 64-96 (Haukar +32) 17. október 2007 Hamar-Haukar 76-85 (Haukar +9) 21. nóvember 2007 Haukar-Hamar 77-66 (Haukar +11) 9. janúar 2008 Hamar-Haukar 69-73 (Haukar +4) 13. febrúar 2008 Haukar-Hamar 82-74 (Haukar +8) 19. nóvember 2008 Haukar-Hamar ??-?? Dominos-deild kvenna Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira
Það verður barist um toppsætið í Iceland Express deild kvenna þegar spútniklið Hamars sækir heitasta lið deildarinnar heim á Ásvelli klukkan 19.15 í kvöld. Bæði lið hafa unnið 5 af 6 leikjum sínum en á sama tíma og Hamar tapaði sínum fyrsta leik í síðasta leik þá vann Haukaliðið sinn fjórða leik í röð. Hamar þarf að endurskrifa sögu félagsins ætli liðið að vera áfram í toppsætinu eftir leikinn í kvöld því kvennalið Hamars hefur aldrei unnið Hauka í meistaraflokki kvenna. Liðin eru hafa mæst átta sinnum í efstu deild síðustu tvö tímabil og hafa Haukarnir unnið alla leikina. Liðin mættust auk þess sex sinnum í 2. deild kvenna frá 2000 til 2003 og Haukarnir unnu alla þá leiki líka. Hamar hefur því tapað 14 deildarleikjum í röð á móti Haukum. Það hafa fimm leikmenn komið við sögu í öllum átta leikjunum milli Hauka og Hamars í efstu deild kvenna. Það eru annarsvegar Haukakonurnar Kristrún Sigurjónsdóttir og Bára Fanney Hálfdanardóttir og hinsvegar Hamarskonurnar Hafrún Hálfdánardóttir, Jóhanna Björk Sveinsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir. Hafrún hefur alls leikið mest allra í þessum átta leikjum eða í samtal 241 mínútu (30,1 í leik) en Kristrún hefur skorað flest stig eða 135 sem gera 16,9 stig að meðaltali í leik. Haukar unnu leikina fjóra tímabilið 2006-07 með 55,3 stigum að meðaltali en munurinn var kominn niður í 8,0 stig að meðaltali síðasta vetur. Hamarsliðið hefur aldrei byrjað betur en á þessu tímabili og það verður því fróðlegt að sjá hvar liðið stendur á móti Haukum sem eru eina félagið sem kvennalið Hamars hefur ekki náð að vinna í efstu deild. Hamar gæti reyndar fallið alla leið niður í 3. sætið í kvöld tapi liðið á Ásvöllum og Keflavíkur vinnur sinn leik á heimavelli gegn Val. Haukarnir verða hinsvegar alltaf í hópi tveggja efstu liðanna eftir kvöldið þar sem liðið er með betri innbyrðisstöðu á móti Keflavík.Leikir Hauka og Hamars í efstu deild kvenna: 29. október 2006 Haukar-Hamar 106-53 (Haukar +53) 10. desember 2006 Hamar-Haukar 22-105 (Haukar +83) 21. janúar 2007 Haukar-Hamar 107-54 (Haukar +53) 28. febrúar 2007 Hamar-Haukar 64-96 (Haukar +32) 17. október 2007 Hamar-Haukar 76-85 (Haukar +9) 21. nóvember 2007 Haukar-Hamar 77-66 (Haukar +11) 9. janúar 2008 Hamar-Haukar 69-73 (Haukar +4) 13. febrúar 2008 Haukar-Hamar 82-74 (Haukar +8) 19. nóvember 2008 Haukar-Hamar ??-??
Dominos-deild kvenna Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira