Kubica ekki ánægður með framþróun BMW 26. september 2008 08:04 Robert Kubica spjallar við fréttamenn í Singapúr. Nordic Photos / AFP Robert Kubica er meðal þeirra sem eiga enn möguleika á meistaratitilinum í Formúlu 1, þegar fjórum mótum er ólokið. Kubica var efstur að stigum eftir sigur í Kanada í sumar, en missti síðan flugið og honum fannst BMW ekki færa sér nægilegan stuðning í ljósi stöðunnar í sumar. „Ökumenn vilja allltaf betri bíl en þeir hafa undir höndum og það er ekkert leyndarmál að við höfum ekki staðið okkur sem skyldi að undanförnu. Trúlega hefði ég þó getað verið á verðlaunapalli í þremur mótum í röð, en lenti í vanda í þjónustuhléi á Spa í Belgíu. En ýmis vandamál hafa háð okkur upp á síðkastið,“ segir Kubica. Hann varð þriðji á Monza brautinni á eftir Sebastian Vettel og Heikki Kovalainen á dögunum. Komst upp fyrir heimsmeistarann Kimi Raikkönen að stigum. „Við erum búnir að gera mistök varðandi framþróun bílsins í sumar, þrátt fyrir langar og strangar prófanir í vindgöngum. Ég vil keppa til sigurs og bilið milli mín og Ferrari og McLaren hefur verið of mikið. BMW bíllinn er ekki nögu snöggur og Torro Rosso og Renault liðin hafa færst nær okkur.“ Kubica þykir líklegur til afreka á Singapúr brautinni um helgina, en götukappakstur virðist henta honum vel. Bein útsending er frá fyrstu æfingum Formúlu 1 liða á Stöð 2 Sport kl. 11.55 í dag og aftur kl. 13.25.Sjá stigagjöf í mótum ársins Formúla Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Robert Kubica er meðal þeirra sem eiga enn möguleika á meistaratitilinum í Formúlu 1, þegar fjórum mótum er ólokið. Kubica var efstur að stigum eftir sigur í Kanada í sumar, en missti síðan flugið og honum fannst BMW ekki færa sér nægilegan stuðning í ljósi stöðunnar í sumar. „Ökumenn vilja allltaf betri bíl en þeir hafa undir höndum og það er ekkert leyndarmál að við höfum ekki staðið okkur sem skyldi að undanförnu. Trúlega hefði ég þó getað verið á verðlaunapalli í þremur mótum í röð, en lenti í vanda í þjónustuhléi á Spa í Belgíu. En ýmis vandamál hafa háð okkur upp á síðkastið,“ segir Kubica. Hann varð þriðji á Monza brautinni á eftir Sebastian Vettel og Heikki Kovalainen á dögunum. Komst upp fyrir heimsmeistarann Kimi Raikkönen að stigum. „Við erum búnir að gera mistök varðandi framþróun bílsins í sumar, þrátt fyrir langar og strangar prófanir í vindgöngum. Ég vil keppa til sigurs og bilið milli mín og Ferrari og McLaren hefur verið of mikið. BMW bíllinn er ekki nögu snöggur og Torro Rosso og Renault liðin hafa færst nær okkur.“ Kubica þykir líklegur til afreka á Singapúr brautinni um helgina, en götukappakstur virðist henta honum vel. Bein útsending er frá fyrstu æfingum Formúlu 1 liða á Stöð 2 Sport kl. 11.55 í dag og aftur kl. 13.25.Sjá stigagjöf í mótum ársins
Formúla Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti