Carlo Ancelotti segist ekki vera að taka við Chelsea, hann vilji halda áfram sem þjálfari AC Milan um ókomin ár. Stjórnarmenn AC Milan segja að Ancelotti sé alls ekki á förum frá félaginu.
Í gær var talið að viðræður milli Chelsea og Ancelotti væru á lokastigi. Hann var efstur á óskalista enska liðsins en nú er ljóst að það þarf að leita annað að arftaka Avram Grant.