KR og Tindastóll tryggðu sér í gærkvöld sæti í 8-liða úrslitum Powerade-bikarsins í körfubolta. KR burstaði FSu 97-57 og Stólarnir unnu öruggan sigur á Skallagrími 86-61.
Í kvennaflokki vann KR sigur á Fjölni 68-67 og Haukar lögðu Val 73-67. Keflavík mætir Snæfelli í kvöld og Hamar sækir Grindavík heim.
Í kvöld fara svo fram tveir leikir í karlaflokki þar sem Þór tekur á móti Stjörnunni fyrir norðan og Breiðablik sækir Njarðvíkinga heim suður með sjó. Leikir kvöldsins hefjast klukkan 19:15.