Honda staðfestir að liðið sé hætt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. desember 2008 10:01 Framtíð Jensen Button er í óvissu. Nordic Photos / Getty Images Honda hefur staðfest að liðið sé hætt þátttöku í Formúlu 1 og segir að það sé vegna efnahagskreppunnar sem ríkir í heiminum. Þetta þýðir að þeir Jensen Button og Rubens Barrichello eru án keppnisliða fyrir næsta tímabil. Þar að auki var tilkynnt að Honda myndi ekki heldur sjá Formúlu 1-bifreiðum fyrir vélum. Þó er ekki útilokað að liðið finni sér kaupanda í tæka tíð fyrir næsta keppnistímabil en Honda hefur gefið sér frest fram í janúar til þess. Ef það tekst ekki verða aðeins níu keppnislið í Formúlunni á næsta ári. Kostnaður Honda vegna Formúlu 1 hefur verið um 300 milljónir punda á ári eða 56 milljarðar króna. Starfsmönnum keppnisliðs Honda hefur verið tilkynnt að þeir megi búast við uppsagnarbréfum fyrir jól. Honda sagði enn fremur að keppt yrði á Suzuka-brautinni í Japan á næsta ári eins og áætlað var. Formúla Tengdar fréttir Honda að hætta á morgun? Á morgun mun keppnislið Honda tilkynna að það sé hætt keppni í Formúlu 1. Þetta hefur BBC eftir heimildamönnum sínum í kvöld. 4. desember 2008 21:47 Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Honda hefur staðfest að liðið sé hætt þátttöku í Formúlu 1 og segir að það sé vegna efnahagskreppunnar sem ríkir í heiminum. Þetta þýðir að þeir Jensen Button og Rubens Barrichello eru án keppnisliða fyrir næsta tímabil. Þar að auki var tilkynnt að Honda myndi ekki heldur sjá Formúlu 1-bifreiðum fyrir vélum. Þó er ekki útilokað að liðið finni sér kaupanda í tæka tíð fyrir næsta keppnistímabil en Honda hefur gefið sér frest fram í janúar til þess. Ef það tekst ekki verða aðeins níu keppnislið í Formúlunni á næsta ári. Kostnaður Honda vegna Formúlu 1 hefur verið um 300 milljónir punda á ári eða 56 milljarðar króna. Starfsmönnum keppnisliðs Honda hefur verið tilkynnt að þeir megi búast við uppsagnarbréfum fyrir jól. Honda sagði enn fremur að keppt yrði á Suzuka-brautinni í Japan á næsta ári eins og áætlað var.
Formúla Tengdar fréttir Honda að hætta á morgun? Á morgun mun keppnislið Honda tilkynna að það sé hætt keppni í Formúlu 1. Þetta hefur BBC eftir heimildamönnum sínum í kvöld. 4. desember 2008 21:47 Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Honda að hætta á morgun? Á morgun mun keppnislið Honda tilkynna að það sé hætt keppni í Formúlu 1. Þetta hefur BBC eftir heimildamönnum sínum í kvöld. 4. desember 2008 21:47
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti