Afþreying á vinnustað 21. maí 2008 00:01 Fjör hjá CCP Starfsmenn koma saman í vinnutíma og skemmta sér í leikherberginu. fréttablaðið/GVA Það er alltaf skemmtilegt að sigra í leik, hver svo sem leikurinn er. Að leysa þrautir í leik getur verið krefjandi, en ef vel tekst til veitir það þeim sem það gerir mikla ánægju. Þetta eru algild sannindi sem fyrirtæki sem sérhæfa sig sérstaklega í afþreyingarefni eru sífellt að gera sér betur grein fyrir. „Ef hægt er að auka starfsánægju með skipulagðri afþreyingu er það örugglega ein af þeim leiðum sem gott er að fara,“ segir Sigurjón Þórðarson, ráðgjafi hjá Capacent, þegar hann er spurður út í gildi þess fyrir fyrirtæki að leggja áherslu á að bjóða starfsmönnum sínum upp á aðstöðu sem ýtir undir skapandi hugsun. Jón Hörðdal, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP, bendir á að skilningur á gildi afþreyingar í vinnutímanum hafi í raun alltaf verið til staðar. „Við sem vinnum við að búa til tölvuleiki sem eiga að vera skemmtilegir gerum okkur nú enn betur grein fyrir mikilvægi þess að starfsfólki þyki gaman í vinnunni,“ bendir hann á. Í leikjaherberginu hjá þeim í CCP við Grandagarð er til að mynda að finna fótboltaspil og rafmagnstrommusett. Þar koma samstarfsmenn saman og taka þátt í hinum ýmsu leikjum. Hver og einn fær að láta ljós sitt skína í leik. Stemmningin sem skapast við þær aðstæður er því með öðrum hætti en í þeim samskiptum sem eiga sér stað í skipulagðri vinnu. Kunna að leika sér „Við sem erum að framleiða afþreyingarefni verðum að kunna að leika okkur,“ segir Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri hjá Latabæ. fréttablaðið/GVA „Við sem erum að framleiða afþreyingarefni verðum að kunna að leika okkur,“ segir Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri hjá Latabæ. Í 5.000 fermetra húsnæði Latabæjar við hraunjaðarinn í Garðabæ hafa allir starfsmenn bæði aðgang að góðri líkamsræktarstöð og sérstöku afþreyingarherbergi. Leikjaherbergið er hugsað til að styðja við skapandi hugsun, en þar er til að mynda að finna bókasafn, taflborð og knattborð svo fátt eitt sé nefnt. Sigurjón Þórðarson Sigurjón hjá Capacent bendir á að með tíðari samskiptum á vinnustaðnum aukist líkurnar á að traust byggist upp, sem aftur leiði til þess að árangur af störfum fólks verði meiri. Fyrirtæki sem ætla að ná árangri verða að búa starfsmönnum sínum framúrskarandi starfsumhverfi, þjálfun og þróun. Starfsmenn hafa því tækifæri til að eiga frekar samskipti og að tengjast betur. Hluti af því markmiði er að skapa andrúmsloft þar sem leikgleðin er í fyrirrúmi. Einn þáttur af mörgum til að byggja upp sterka liðsheild á vinnustað er að fá fólk til að eiga samskipti á óformlegu nótunum. Því betri samskipti sem starfsmenn eiga sín á milli á vinnustaðnum, því líklegri eru þeir til að deila með sér þekkingu. Héðan og þaðan Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Sjá meira
Það er alltaf skemmtilegt að sigra í leik, hver svo sem leikurinn er. Að leysa þrautir í leik getur verið krefjandi, en ef vel tekst til veitir það þeim sem það gerir mikla ánægju. Þetta eru algild sannindi sem fyrirtæki sem sérhæfa sig sérstaklega í afþreyingarefni eru sífellt að gera sér betur grein fyrir. „Ef hægt er að auka starfsánægju með skipulagðri afþreyingu er það örugglega ein af þeim leiðum sem gott er að fara,“ segir Sigurjón Þórðarson, ráðgjafi hjá Capacent, þegar hann er spurður út í gildi þess fyrir fyrirtæki að leggja áherslu á að bjóða starfsmönnum sínum upp á aðstöðu sem ýtir undir skapandi hugsun. Jón Hörðdal, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP, bendir á að skilningur á gildi afþreyingar í vinnutímanum hafi í raun alltaf verið til staðar. „Við sem vinnum við að búa til tölvuleiki sem eiga að vera skemmtilegir gerum okkur nú enn betur grein fyrir mikilvægi þess að starfsfólki þyki gaman í vinnunni,“ bendir hann á. Í leikjaherberginu hjá þeim í CCP við Grandagarð er til að mynda að finna fótboltaspil og rafmagnstrommusett. Þar koma samstarfsmenn saman og taka þátt í hinum ýmsu leikjum. Hver og einn fær að láta ljós sitt skína í leik. Stemmningin sem skapast við þær aðstæður er því með öðrum hætti en í þeim samskiptum sem eiga sér stað í skipulagðri vinnu. Kunna að leika sér „Við sem erum að framleiða afþreyingarefni verðum að kunna að leika okkur,“ segir Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri hjá Latabæ. fréttablaðið/GVA „Við sem erum að framleiða afþreyingarefni verðum að kunna að leika okkur,“ segir Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri hjá Latabæ. Í 5.000 fermetra húsnæði Latabæjar við hraunjaðarinn í Garðabæ hafa allir starfsmenn bæði aðgang að góðri líkamsræktarstöð og sérstöku afþreyingarherbergi. Leikjaherbergið er hugsað til að styðja við skapandi hugsun, en þar er til að mynda að finna bókasafn, taflborð og knattborð svo fátt eitt sé nefnt. Sigurjón Þórðarson Sigurjón hjá Capacent bendir á að með tíðari samskiptum á vinnustaðnum aukist líkurnar á að traust byggist upp, sem aftur leiði til þess að árangur af störfum fólks verði meiri. Fyrirtæki sem ætla að ná árangri verða að búa starfsmönnum sínum framúrskarandi starfsumhverfi, þjálfun og þróun. Starfsmenn hafa því tækifæri til að eiga frekar samskipti og að tengjast betur. Hluti af því markmiði er að skapa andrúmsloft þar sem leikgleðin er í fyrirrúmi. Einn þáttur af mörgum til að byggja upp sterka liðsheild á vinnustað er að fá fólk til að eiga samskipti á óformlegu nótunum. Því betri samskipti sem starfsmenn eiga sín á milli á vinnustaðnum, því líklegri eru þeir til að deila með sér þekkingu.
Héðan og þaðan Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Sjá meira