Hamilton fremstur á ráslínu í Japan 11. október 2008 06:11 Lewis Hamilton náði besta tíma í tímatökum í nótt, en Kimi Raikkönen og Heikki Kovalainen koma honum næstir. Mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton á McLaren náði besta í tímatökum á Fuji brautinni í Japan. Heimsmeistarinn Kimi Raikkönen á Ferrari varð annar og Heikki Kovalainen þriðji. Rigning var á Fuji brautinni á lokaæfingunni fyrir tímatökuna og þá náði Robert Kubica besta tíma á BMW. En brautin þornaði fyrir tímatökuna og þá tóku McLaren og Ferrari menn öll völd á brautinni. Hamilton ók á 1.18.404, en Raikkönen var á 1.18.644, þannig að það munaði liðlega 0.2 sekúndum á þeim. Felipe Massa sem er næstur Hamilton i stigamótinu varð fimmti, en Fernando Alonso á Renault stakk sér á milli hans og Heikki Kovalainen sem varð fjórði. Alonso gæti því haft áhrif á gang mála í titilslagnum. Nick Heidfeld sem á enn möguleika á meistaratitli varð aðeins sextándi í tímatökunni. Hamilton er í kjörstöðu fyrir kappaksturinn og segir að mest um vert sé að safna stigum, þó sigur væri að sjálfsögðu kærkominn. Bein útsending frá kappakstrinum í Japan er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 04:00 í nótt. Rásröðin á morgun 1. Lewis Hamilton 2. Kimi Raikkönen, 3 Heikki Kovalainen, 4. Fernando Alonso, 5. Felipe Massa, 6. Robert Kubica, 7. Jarno Trulli, 8. Timo Glock, 9.l Sebastian Vettel, 10. Sebastian Bourdais. Sjá brautarlýsingu frá Japan Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton á McLaren náði besta í tímatökum á Fuji brautinni í Japan. Heimsmeistarinn Kimi Raikkönen á Ferrari varð annar og Heikki Kovalainen þriðji. Rigning var á Fuji brautinni á lokaæfingunni fyrir tímatökuna og þá náði Robert Kubica besta tíma á BMW. En brautin þornaði fyrir tímatökuna og þá tóku McLaren og Ferrari menn öll völd á brautinni. Hamilton ók á 1.18.404, en Raikkönen var á 1.18.644, þannig að það munaði liðlega 0.2 sekúndum á þeim. Felipe Massa sem er næstur Hamilton i stigamótinu varð fimmti, en Fernando Alonso á Renault stakk sér á milli hans og Heikki Kovalainen sem varð fjórði. Alonso gæti því haft áhrif á gang mála í titilslagnum. Nick Heidfeld sem á enn möguleika á meistaratitli varð aðeins sextándi í tímatökunni. Hamilton er í kjörstöðu fyrir kappaksturinn og segir að mest um vert sé að safna stigum, þó sigur væri að sjálfsögðu kærkominn. Bein útsending frá kappakstrinum í Japan er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 04:00 í nótt. Rásröðin á morgun 1. Lewis Hamilton 2. Kimi Raikkönen, 3 Heikki Kovalainen, 4. Fernando Alonso, 5. Felipe Massa, 6. Robert Kubica, 7. Jarno Trulli, 8. Timo Glock, 9.l Sebastian Vettel, 10. Sebastian Bourdais. Sjá brautarlýsingu frá Japan
Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira