Með ólæknandi flugdellu Annas Sigmundsson skrifar 28. maí 2008 00:01 Þorvaldur Lúðvík MYND/Ragnheiður Nú síðustu ár hefur þeim fjölgað í viðskiptalífinu hér á landi sem nýta sér einkaþotur til að sinna viðskiptaerindum erlendis. Þær sjást nú daglega taka flugið frá Reykjavíkurflugvelli. Hitt er þó sjaldgæfara að forstjórar sjái sjálfir um að fljúga þeim. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital, hefur lengi verið heillaður af fluginu. „Ég byrjaði að fljúga svifflugum þegar ég var þrettán ára, með undanþágu og foreldrasamþykki. Ég hef haft alveg ólæknandi flugdellu frá því að ég man eftir mér. Tók einkaflugmanninn í menntaskóla, en hef svo bætt við mig réttindum á stærri vélar, fjölhreyflaréttindum og síðan blindflugsréttindum,“ segir Þorvaldur. Hann hefur ekki tölu á þeim tegundum flugvéla sem hann hefur flogið en flýgur nú mest skrúfuþotu af gerðinni Beechcraft B200 King Air. „Síðan á ég rússneska jálkinn YAK-11, sem var upphaflega framleidd sem orrustuvél fyrir tékkneska flugherinn árið 1956 en var síðan seld til Egyptalands þar sem hún laskaðist og týndist í eyðimörkinni í tuttugu ár. Hún fannst síðan árið 1984 og var flutt til Evrópu, þar sem hún var gerð upp frá grunni og varð flughæf árið 1994.“ Að sögn Þorvaldar er mikil gróska í fluginu á Akureyri og segir hann að þar sé nú unnið að endursmíði nokkurra gersema íslenskrar flugsögu. „Til dæmis er Magnús Þorsteinsson athafnamaður mjög iðinn við smíðarnar og eins er Arngrímur Jóhannsson með flotann sinn á sama stað.“ Þorvaldur segist mikið nota Beechcraft-skrúfuþotuna því að slíkt borgi sig þegar margir samstarfsmenn séu með í för. Þá sé flogið beint til Bretlands, Skandinavíu eða meginlandsins frá Akureyri með starfsmenn bankans, oftast nær til að sinna viðskiptaerindum. Héðan og þaðan Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Nú síðustu ár hefur þeim fjölgað í viðskiptalífinu hér á landi sem nýta sér einkaþotur til að sinna viðskiptaerindum erlendis. Þær sjást nú daglega taka flugið frá Reykjavíkurflugvelli. Hitt er þó sjaldgæfara að forstjórar sjái sjálfir um að fljúga þeim. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital, hefur lengi verið heillaður af fluginu. „Ég byrjaði að fljúga svifflugum þegar ég var þrettán ára, með undanþágu og foreldrasamþykki. Ég hef haft alveg ólæknandi flugdellu frá því að ég man eftir mér. Tók einkaflugmanninn í menntaskóla, en hef svo bætt við mig réttindum á stærri vélar, fjölhreyflaréttindum og síðan blindflugsréttindum,“ segir Þorvaldur. Hann hefur ekki tölu á þeim tegundum flugvéla sem hann hefur flogið en flýgur nú mest skrúfuþotu af gerðinni Beechcraft B200 King Air. „Síðan á ég rússneska jálkinn YAK-11, sem var upphaflega framleidd sem orrustuvél fyrir tékkneska flugherinn árið 1956 en var síðan seld til Egyptalands þar sem hún laskaðist og týndist í eyðimörkinni í tuttugu ár. Hún fannst síðan árið 1984 og var flutt til Evrópu, þar sem hún var gerð upp frá grunni og varð flughæf árið 1994.“ Að sögn Þorvaldar er mikil gróska í fluginu á Akureyri og segir hann að þar sé nú unnið að endursmíði nokkurra gersema íslenskrar flugsögu. „Til dæmis er Magnús Þorsteinsson athafnamaður mjög iðinn við smíðarnar og eins er Arngrímur Jóhannsson með flotann sinn á sama stað.“ Þorvaldur segist mikið nota Beechcraft-skrúfuþotuna því að slíkt borgi sig þegar margir samstarfsmenn séu með í för. Þá sé flogið beint til Bretlands, Skandinavíu eða meginlandsins frá Akureyri með starfsmenn bankans, oftast nær til að sinna viðskiptaerindum.
Héðan og þaðan Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur