Hverflyndi gæfunnar 21. nóvember 2008 06:00 Þóra Einarsdóttir sópransöngkona er einn söngvara sem flytur Carmina Burana í Grafarvogskirkju á morgun. Á morgun munu fornir, þýskir, blautlegir og andríkir söngvar hljóma yfir Grafarvoginn úr kirkjunni þegar Vox academica flytur Carmina Burana eftir Carl Orff ásamt liðsstyrk. Carmina Burana á sér marga aðdáendur hér á landi enda hefur það margoft verið flutt hér: Þetta áleitna, fjöruga og dramatíska kórverk sækir efni sitt og tónmyndir til evrópskrar miðaldahefðar og í þessum bæversku ljóðum er sungið um hverflyndi gæfunnar og hömlulaust gjálífi, um hörmuleg örlög þeirra sem hreykja sér of hátt og smæð mannsins frammi fyrir almættinu. En kvæðin fjalla líka um þau gildi sem í raun skipta okkur öll mestu máli: himneska ásýnd náttúrunnar, unað ástarinnar og margbreytilegt eðli mannsins. Tónlist Orffs er í senn létt og leikandi, fjörug og gáskafull, magnþrungin og dramatísk, margbrotin og krefjandi. Vox academica fær sem fyrr til liðs við sig einvalalið úr hljómsveitinni Jón Leifs Camerata, alls fimmtíu og fimm hljóðfæraleikara. Þóra Einarsdóttir sópran er nú flutt heim og kemur fram hér í stóru hlutverki sem hún hefur flutt áður víða. Með henni munu Alex Answorth baritón og Þorgeir Andrésson tenór túlka einsöngshlutverk verksins og félagar úr unglingakór Grafarvogskirkju taka einnig þátt í flutningnum. Kórinn Vox academica er löngu orðinn íslenskum tónlistarunnendum að góðu kunnur fyrir vandaðan flutning á stórum kórverkum og er skemmst að minnast flutnings kórsins á Sálumessu Verdis í Hallgrímskirkju í apríl sem leið. Stjórnandi Vox academica er Hákon Leifsson, sem einnig er organisti og tónlistarstjóri Grafarvogskirkju og kennari í kórstjórn við Tónskóla þjóðkirkjunnar. Tónleikarnir verða í Grafarvogskirkju annað kvöld, laugardaginn 22. nóvember kl. 20:00. Miðasala er við innganginn, en einnig er hægt að kaupa miða í forsölu í 12 tónum, Skólavörðustíg 15. - pbb Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Á morgun munu fornir, þýskir, blautlegir og andríkir söngvar hljóma yfir Grafarvoginn úr kirkjunni þegar Vox academica flytur Carmina Burana eftir Carl Orff ásamt liðsstyrk. Carmina Burana á sér marga aðdáendur hér á landi enda hefur það margoft verið flutt hér: Þetta áleitna, fjöruga og dramatíska kórverk sækir efni sitt og tónmyndir til evrópskrar miðaldahefðar og í þessum bæversku ljóðum er sungið um hverflyndi gæfunnar og hömlulaust gjálífi, um hörmuleg örlög þeirra sem hreykja sér of hátt og smæð mannsins frammi fyrir almættinu. En kvæðin fjalla líka um þau gildi sem í raun skipta okkur öll mestu máli: himneska ásýnd náttúrunnar, unað ástarinnar og margbreytilegt eðli mannsins. Tónlist Orffs er í senn létt og leikandi, fjörug og gáskafull, magnþrungin og dramatísk, margbrotin og krefjandi. Vox academica fær sem fyrr til liðs við sig einvalalið úr hljómsveitinni Jón Leifs Camerata, alls fimmtíu og fimm hljóðfæraleikara. Þóra Einarsdóttir sópran er nú flutt heim og kemur fram hér í stóru hlutverki sem hún hefur flutt áður víða. Með henni munu Alex Answorth baritón og Þorgeir Andrésson tenór túlka einsöngshlutverk verksins og félagar úr unglingakór Grafarvogskirkju taka einnig þátt í flutningnum. Kórinn Vox academica er löngu orðinn íslenskum tónlistarunnendum að góðu kunnur fyrir vandaðan flutning á stórum kórverkum og er skemmst að minnast flutnings kórsins á Sálumessu Verdis í Hallgrímskirkju í apríl sem leið. Stjórnandi Vox academica er Hákon Leifsson, sem einnig er organisti og tónlistarstjóri Grafarvogskirkju og kennari í kórstjórn við Tónskóla þjóðkirkjunnar. Tónleikarnir verða í Grafarvogskirkju annað kvöld, laugardaginn 22. nóvember kl. 20:00. Miðasala er við innganginn, en einnig er hægt að kaupa miða í forsölu í 12 tónum, Skólavörðustíg 15. - pbb
Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira