Hverflyndi gæfunnar 21. nóvember 2008 06:00 Þóra Einarsdóttir sópransöngkona er einn söngvara sem flytur Carmina Burana í Grafarvogskirkju á morgun. Á morgun munu fornir, þýskir, blautlegir og andríkir söngvar hljóma yfir Grafarvoginn úr kirkjunni þegar Vox academica flytur Carmina Burana eftir Carl Orff ásamt liðsstyrk. Carmina Burana á sér marga aðdáendur hér á landi enda hefur það margoft verið flutt hér: Þetta áleitna, fjöruga og dramatíska kórverk sækir efni sitt og tónmyndir til evrópskrar miðaldahefðar og í þessum bæversku ljóðum er sungið um hverflyndi gæfunnar og hömlulaust gjálífi, um hörmuleg örlög þeirra sem hreykja sér of hátt og smæð mannsins frammi fyrir almættinu. En kvæðin fjalla líka um þau gildi sem í raun skipta okkur öll mestu máli: himneska ásýnd náttúrunnar, unað ástarinnar og margbreytilegt eðli mannsins. Tónlist Orffs er í senn létt og leikandi, fjörug og gáskafull, magnþrungin og dramatísk, margbrotin og krefjandi. Vox academica fær sem fyrr til liðs við sig einvalalið úr hljómsveitinni Jón Leifs Camerata, alls fimmtíu og fimm hljóðfæraleikara. Þóra Einarsdóttir sópran er nú flutt heim og kemur fram hér í stóru hlutverki sem hún hefur flutt áður víða. Með henni munu Alex Answorth baritón og Þorgeir Andrésson tenór túlka einsöngshlutverk verksins og félagar úr unglingakór Grafarvogskirkju taka einnig þátt í flutningnum. Kórinn Vox academica er löngu orðinn íslenskum tónlistarunnendum að góðu kunnur fyrir vandaðan flutning á stórum kórverkum og er skemmst að minnast flutnings kórsins á Sálumessu Verdis í Hallgrímskirkju í apríl sem leið. Stjórnandi Vox academica er Hákon Leifsson, sem einnig er organisti og tónlistarstjóri Grafarvogskirkju og kennari í kórstjórn við Tónskóla þjóðkirkjunnar. Tónleikarnir verða í Grafarvogskirkju annað kvöld, laugardaginn 22. nóvember kl. 20:00. Miðasala er við innganginn, en einnig er hægt að kaupa miða í forsölu í 12 tónum, Skólavörðustíg 15. - pbb Mest lesið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Rappar um vímu Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Á morgun munu fornir, þýskir, blautlegir og andríkir söngvar hljóma yfir Grafarvoginn úr kirkjunni þegar Vox academica flytur Carmina Burana eftir Carl Orff ásamt liðsstyrk. Carmina Burana á sér marga aðdáendur hér á landi enda hefur það margoft verið flutt hér: Þetta áleitna, fjöruga og dramatíska kórverk sækir efni sitt og tónmyndir til evrópskrar miðaldahefðar og í þessum bæversku ljóðum er sungið um hverflyndi gæfunnar og hömlulaust gjálífi, um hörmuleg örlög þeirra sem hreykja sér of hátt og smæð mannsins frammi fyrir almættinu. En kvæðin fjalla líka um þau gildi sem í raun skipta okkur öll mestu máli: himneska ásýnd náttúrunnar, unað ástarinnar og margbreytilegt eðli mannsins. Tónlist Orffs er í senn létt og leikandi, fjörug og gáskafull, magnþrungin og dramatísk, margbrotin og krefjandi. Vox academica fær sem fyrr til liðs við sig einvalalið úr hljómsveitinni Jón Leifs Camerata, alls fimmtíu og fimm hljóðfæraleikara. Þóra Einarsdóttir sópran er nú flutt heim og kemur fram hér í stóru hlutverki sem hún hefur flutt áður víða. Með henni munu Alex Answorth baritón og Þorgeir Andrésson tenór túlka einsöngshlutverk verksins og félagar úr unglingakór Grafarvogskirkju taka einnig þátt í flutningnum. Kórinn Vox academica er löngu orðinn íslenskum tónlistarunnendum að góðu kunnur fyrir vandaðan flutning á stórum kórverkum og er skemmst að minnast flutnings kórsins á Sálumessu Verdis í Hallgrímskirkju í apríl sem leið. Stjórnandi Vox academica er Hákon Leifsson, sem einnig er organisti og tónlistarstjóri Grafarvogskirkju og kennari í kórstjórn við Tónskóla þjóðkirkjunnar. Tónleikarnir verða í Grafarvogskirkju annað kvöld, laugardaginn 22. nóvember kl. 20:00. Miðasala er við innganginn, en einnig er hægt að kaupa miða í forsölu í 12 tónum, Skólavörðustíg 15. - pbb
Mest lesið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Rappar um vímu Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira