Skötuveisla Eimskips til styrktar Mæðrastyrksnefnd 19. desember 2008 15:21 Að þessu sinni var skötuveisla Eimskips haldin til styrktar Mæðrastyrksnefnd. Eimskipafélagið gaf eina milljón króna til starfseminar og söfnuðust að auki fimmhudruðþúsund krónur með sölu á happadrættismiðum til veislugesta. Ofan á þetta bættust svo rausnarlegar gjafir frá heildverslun Ásbjarnar Ólafssonar sem gaf Mæðrastyrksnefnd 10.000 Prins Polo stykki og Bananar færðu þeim 1 tonn af vínberjum. Í tilkynningu um málið segir að sunnlenskur bragur var á vestfirskri skötuveislu sem Eimskip hélt síðastliðinn fimmtudag. Heiðursgestir í veislunni voru vinirnir Guðni Ágústsson og Árni Johnsen sem sungu og sögðu sögur eins og þeim einum er lagið. Gylfi Sigfússon forstjóri, sem sjálfur er ættaður úr Vestmannaeyjum, greip í gítarinn og söng Kartöflurokkið, eitt af frægari lögum Árna. "Sú hefð hefur skapast hjá félaginu að bjóða viðskiptavinum sínum til skötu rétt fyrir jól" segir Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskips. "Að þessu sinni var ákveðið að tóna þetta aðeins niður í samræmi við það ástand sem ríkir í þjóðfðélaginu og ákváðum við færa veisluna í mötuneyti okkar í Korngörðum og spara þannig mikla peninga sem við gátum gefið til þess þarfa stafs sem Mæðrastyrksnefnd vinnur." Segir Gylfi að lokum. Fulltúrar frá Mæðrastyrksnefnd þær Ragnhildur Guðmundsdóttir og Margrét Sigurðardóttir tóku við styrkjum sem söfnuðust frá Gylfa Sigfússyni forstjóra í veislunni. Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Að þessu sinni var skötuveisla Eimskips haldin til styrktar Mæðrastyrksnefnd. Eimskipafélagið gaf eina milljón króna til starfseminar og söfnuðust að auki fimmhudruðþúsund krónur með sölu á happadrættismiðum til veislugesta. Ofan á þetta bættust svo rausnarlegar gjafir frá heildverslun Ásbjarnar Ólafssonar sem gaf Mæðrastyrksnefnd 10.000 Prins Polo stykki og Bananar færðu þeim 1 tonn af vínberjum. Í tilkynningu um málið segir að sunnlenskur bragur var á vestfirskri skötuveislu sem Eimskip hélt síðastliðinn fimmtudag. Heiðursgestir í veislunni voru vinirnir Guðni Ágústsson og Árni Johnsen sem sungu og sögðu sögur eins og þeim einum er lagið. Gylfi Sigfússon forstjóri, sem sjálfur er ættaður úr Vestmannaeyjum, greip í gítarinn og söng Kartöflurokkið, eitt af frægari lögum Árna. "Sú hefð hefur skapast hjá félaginu að bjóða viðskiptavinum sínum til skötu rétt fyrir jól" segir Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskips. "Að þessu sinni var ákveðið að tóna þetta aðeins niður í samræmi við það ástand sem ríkir í þjóðfðélaginu og ákváðum við færa veisluna í mötuneyti okkar í Korngörðum og spara þannig mikla peninga sem við gátum gefið til þess þarfa stafs sem Mæðrastyrksnefnd vinnur." Segir Gylfi að lokum. Fulltúrar frá Mæðrastyrksnefnd þær Ragnhildur Guðmundsdóttir og Margrét Sigurðardóttir tóku við styrkjum sem söfnuðust frá Gylfa Sigfússyni forstjóra í veislunni.
Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira