Erfitt að vera 8-0 eftir sex leiki 10. nóvember 2008 15:35 Benedikt Guðmundsson Mynd/Stefán KR-liðið hefur verið á mikilli siglingu í Iceland Express deild karla í körfubolta í vetur og hefur unnið fyrstu sex leiki sína í deildinni. KR-ingum hefur verið ætlað að gera stóra hluti í vetur eftir að það fékk landsliðsmennina Jón Arnór Stefánsson og Jakob Sigurðarson í sínar raðir og ekki er óalgengt að heyra menn kasta því fram að það yrði stórslys ef KR yrði ekki Íslandsmeistari - ekki síst í ljósi þess að efnahagskreppan hefur enn ekki haft jafn mikil áhrif á liðið og önnur í deildinni. Vísir hafði samband við Benedikt Guðmundsson þjálfara KR og spurði hann út í væntingar hans sjálfs og fólksins á götunni í vetur. "Ég ætlaði liðinu auðvitað að vera 6-0 eftir sex umferðir, svo ég er auðvitað ánægður með það - en ég held að sé ekki hægt að vera 8-0 eftir sex leiki," sagði Benedikt í gamansömum tón og vísaði í þær væntingar sem gerðar eru til KR í vetur. "Ég hef gengið út eftir tvo leiki vetur þar sem maður upplifði að maður hefði verið að tapa þar sem sigrarnir voru bara með ellefu og fimmtán stigum, svo það er kannski dæmi um þessar væntingar sem til okkar eru gerðar. Það er eins og við höfum öllu að tapa ekkert að vinna," sagði Benedikt. En er þá ekki bara leiðinlegt að spila undir þeim formerkjum? "Það var mjög skrítin tilfinning að upplifa að það væri ekki nóg að vinna. Ég skal alveg viðurkenna að við höfum ekkert endilega verið frábærir í öllum leikjunum en það er líka ekki hægt að ætlast til þess að menn sýni alltaf sinn besta leik. Það getur líka verið að sé erfiðara að koma mönnum á tærnar fyrir suma leiki," sagði Benedikt. Næsti leikur KR-inga verður á fimmtudagskvöldið klukkan 19:15 en þá sækja þeir Stjörnuna heim í Ásgarðinn í Garðabæ. Þá tekur FSu á móti Breiðablik og grannarnir Grindavík og Keflavík mætast í Grindavík. KR er í efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga eftir sex umferðir, Grindavík kemur næst með 10 stig og Keflavík og Tindastóll hafa 8 stig í þriðja og fjórða sætinu. Dominos-deild karla Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fleiri fréttir Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Sjá meira
KR-liðið hefur verið á mikilli siglingu í Iceland Express deild karla í körfubolta í vetur og hefur unnið fyrstu sex leiki sína í deildinni. KR-ingum hefur verið ætlað að gera stóra hluti í vetur eftir að það fékk landsliðsmennina Jón Arnór Stefánsson og Jakob Sigurðarson í sínar raðir og ekki er óalgengt að heyra menn kasta því fram að það yrði stórslys ef KR yrði ekki Íslandsmeistari - ekki síst í ljósi þess að efnahagskreppan hefur enn ekki haft jafn mikil áhrif á liðið og önnur í deildinni. Vísir hafði samband við Benedikt Guðmundsson þjálfara KR og spurði hann út í væntingar hans sjálfs og fólksins á götunni í vetur. "Ég ætlaði liðinu auðvitað að vera 6-0 eftir sex umferðir, svo ég er auðvitað ánægður með það - en ég held að sé ekki hægt að vera 8-0 eftir sex leiki," sagði Benedikt í gamansömum tón og vísaði í þær væntingar sem gerðar eru til KR í vetur. "Ég hef gengið út eftir tvo leiki vetur þar sem maður upplifði að maður hefði verið að tapa þar sem sigrarnir voru bara með ellefu og fimmtán stigum, svo það er kannski dæmi um þessar væntingar sem til okkar eru gerðar. Það er eins og við höfum öllu að tapa ekkert að vinna," sagði Benedikt. En er þá ekki bara leiðinlegt að spila undir þeim formerkjum? "Það var mjög skrítin tilfinning að upplifa að það væri ekki nóg að vinna. Ég skal alveg viðurkenna að við höfum ekkert endilega verið frábærir í öllum leikjunum en það er líka ekki hægt að ætlast til þess að menn sýni alltaf sinn besta leik. Það getur líka verið að sé erfiðara að koma mönnum á tærnar fyrir suma leiki," sagði Benedikt. Næsti leikur KR-inga verður á fimmtudagskvöldið klukkan 19:15 en þá sækja þeir Stjörnuna heim í Ásgarðinn í Garðabæ. Þá tekur FSu á móti Breiðablik og grannarnir Grindavík og Keflavík mætast í Grindavík. KR er í efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga eftir sex umferðir, Grindavík kemur næst með 10 stig og Keflavík og Tindastóll hafa 8 stig í þriðja og fjórða sætinu.
Dominos-deild karla Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fleiri fréttir Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Sjá meira