Körfubolti

Skelfilegur annar leikhluti varð Íslandi að falli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Helena Sverrisdóttir var stigahæst í íslenska liðinu í kvöld.
Helena Sverrisdóttir var stigahæst í íslenska liðinu í kvöld.

Ísland tapaði í kvöld fyrir Slóveníu, 69-94, á Ásvöllum. Ísland skoraði aðeins fimm stig í öðrum leikhluta. Liðin leika í B-deild Evrópumótsins í körfubolta.

Ísland náði sér vel á strik í fyrsta leikhluta og breytti stöðunni úr 9-15 í 21-17. Staðan var jöfn þegar annar leikhluti hófst, 25-25.

Slóvenía náði svo sextán stiga forskoti í hálfleik, 46-30, sem dugði liðinu til að viðhalda öryggri forystu og var sigurinn aldrei í hættu.

Bæði lið skoruðu 21 stig í þriðja leikhluta og lokastaðan var 69-94.

Helena Sverrisdóttir var stigahæst í íslenska liðinu með átján stig. Hún tók tólf fráköst og gaf níu stoðsendingar.

Signý Hermannsdóttir kom næst með ellefu stig og níu fráköst. og þær Pálína Gunnlaugsdóttir og María Ben Erlingsdóttir skoruðu sjö stig hvor.

Ísland hefur unnið einn leik af fyrstu þremur leikjunum í riðlinum, rétt eins og Slóvenía.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×