Orðinn leiður á að vera alltaf einn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2008 17:54 Jón Arnór í leik með Lottomatica Roma. Jón Arnór Stefánsson hefur verið viðloðandi flestar stærstu fréttirnar úr íslenskum körfubolta síðustu ár og það varð engin breyting á því í dag þegar hann samdi við KR. Jón Arnór ætlar að hvíla sig á atvinnumennskunni, fara í skóla og leiki með KR í Iceland Express deild karla í vetur. Jón Arnór spilaði síðast með KR veturinn 2001-02 en hefur síðan spilað í Þýskalandi, með Dallas Mavericks í NBA, í Rússlandi, á Spáni og nú síðast með Lottomatica Roma á Ítalíu. „Þetta var of stór samningur til að hafna honum," segir Jón Arnór í gríni og skellihlær í kjölfarið. „Nei, þetta hefur haft smá aðdraganda. Þetta hefur kannski blundað í mér nokkuð lengi og tengist þá ekkert körfuboltanum heldur er þetta eitthvað sem snýr að sjálfum mér," segir Jón Arnór og nefnir til þetta sígaunalíf þar sem hann hefur verið á stanslausu flakki í mörg ár. „Það kom upp sú staða að ég sá að ég væri ekki að fara aftur til Rómar. Það kom smá kvíði í mig að fara að skipta um borg aftur því ég er búinn að vera á flakki síðan að ég var fimmtán ára gutti. Maður hefur tapað einhverjum tengslum við fjölskyldu og vini," segir Jón Arnór. „Ég finn að um leið að ég tók þessa ákvörðun að vera heima og um leið og ég fór að tala um að vera heima þá leið mér miklu betur," segir Jón Arnór sem gat þó valið úr nokkrum tilboðum. „Ég er búinn að spila lengi í sterkum deildum í Evrópu og það voru því tilboð í gangi. Það kom bara ekkert upp sem ég var virkilega spenntur fyrir. Ég var búinn að ákveða að vera áfram í Róm og það voru smá vonbrigði að vera ekki áfram þar," segir Jón Arnór og nefnir Rússland og Grikkland sem mögulega staði þar sem hann gat spilað í vetur. Jón Arnór ætlar í skóla og undirbúa framtíðina eftir körfuboltann. „Mér langar að kafa aðeins dýpra, finna mig aðeins. Ég er tilbúinn að fara út aftur en mér langaði bara að kanna það hvort að það sér eitthvað annað í þessu lífi. Ég hef verið ánægður á köflum og það er náttúrulega gaman í körfu en ég er kannski ekki eins hamingjusamur og maður á að vera. Um leið og ég klára stúdentinn þá opnast dyr fyrir mig að fara í háskólanám. Ég þarf þá ekki að fara í eitthvað stórlið því mér langar bara að spila körfubolta. Ég vil fara á einhvern stað þar sem ég get verið í nokkur ár," segir Jón Arnór. Jón Arnór er því ekki að setja punktinn aftan við atvinnumannaferilinn. „Ég sé fram á þetta sé bara eitthvað frí frá þessu lífi en það tekur vissulega eitthvað annað við. Þetta er bara millilending. Ég klára skólann og klára tímabilið með KR. Aðrir bíða bara á meðan," segir Jón Arnór og það verður spennandi að fylgjast með þróun mála hjá KR-liðinu í vetur með Jón Arnór og Jakob Sigurðarson í bakvarðarstöðum liðsins. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Var hissa eins og allir aðrir KR-ingar fengu ekki bara besta körfuboltamann landsins í dag heldur ákvað besti leikstjórnandi landsins, Jakob Örn Sigurðarson, að stjórna umferðinni hjá KR-liðinu í vetur. 19. ágúst 2008 18:01 „Ætlaði ekki að trúa því að Jón Arnór vildi koma í KR“ Benedikt Guðmundsson þjálfari körfuknattleiksliðs KR segir að bæði Jón Arnór Stefánsson og Jakob Sigurðarson hafi viljað koma heim og spila eitt tímabil með sínu gamla félagi. Þeir hafa lengi verið atvinnumenn erlendis en semja nú við sitt gamla félag til eins árs. Benedikt býst við fleiri kvenmönnum á leiki KR í vetur. 19. ágúst 2008 14:51 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson hefur verið viðloðandi flestar stærstu fréttirnar úr íslenskum körfubolta síðustu ár og það varð engin breyting á því í dag þegar hann samdi við KR. Jón Arnór ætlar að hvíla sig á atvinnumennskunni, fara í skóla og leiki með KR í Iceland Express deild karla í vetur. Jón Arnór spilaði síðast með KR veturinn 2001-02 en hefur síðan spilað í Þýskalandi, með Dallas Mavericks í NBA, í Rússlandi, á Spáni og nú síðast með Lottomatica Roma á Ítalíu. „Þetta var of stór samningur til að hafna honum," segir Jón Arnór í gríni og skellihlær í kjölfarið. „Nei, þetta hefur haft smá aðdraganda. Þetta hefur kannski blundað í mér nokkuð lengi og tengist þá ekkert körfuboltanum heldur er þetta eitthvað sem snýr að sjálfum mér," segir Jón Arnór og nefnir til þetta sígaunalíf þar sem hann hefur verið á stanslausu flakki í mörg ár. „Það kom upp sú staða að ég sá að ég væri ekki að fara aftur til Rómar. Það kom smá kvíði í mig að fara að skipta um borg aftur því ég er búinn að vera á flakki síðan að ég var fimmtán ára gutti. Maður hefur tapað einhverjum tengslum við fjölskyldu og vini," segir Jón Arnór. „Ég finn að um leið að ég tók þessa ákvörðun að vera heima og um leið og ég fór að tala um að vera heima þá leið mér miklu betur," segir Jón Arnór sem gat þó valið úr nokkrum tilboðum. „Ég er búinn að spila lengi í sterkum deildum í Evrópu og það voru því tilboð í gangi. Það kom bara ekkert upp sem ég var virkilega spenntur fyrir. Ég var búinn að ákveða að vera áfram í Róm og það voru smá vonbrigði að vera ekki áfram þar," segir Jón Arnór og nefnir Rússland og Grikkland sem mögulega staði þar sem hann gat spilað í vetur. Jón Arnór ætlar í skóla og undirbúa framtíðina eftir körfuboltann. „Mér langar að kafa aðeins dýpra, finna mig aðeins. Ég er tilbúinn að fara út aftur en mér langaði bara að kanna það hvort að það sér eitthvað annað í þessu lífi. Ég hef verið ánægður á köflum og það er náttúrulega gaman í körfu en ég er kannski ekki eins hamingjusamur og maður á að vera. Um leið og ég klára stúdentinn þá opnast dyr fyrir mig að fara í háskólanám. Ég þarf þá ekki að fara í eitthvað stórlið því mér langar bara að spila körfubolta. Ég vil fara á einhvern stað þar sem ég get verið í nokkur ár," segir Jón Arnór. Jón Arnór er því ekki að setja punktinn aftan við atvinnumannaferilinn. „Ég sé fram á þetta sé bara eitthvað frí frá þessu lífi en það tekur vissulega eitthvað annað við. Þetta er bara millilending. Ég klára skólann og klára tímabilið með KR. Aðrir bíða bara á meðan," segir Jón Arnór og það verður spennandi að fylgjast með þróun mála hjá KR-liðinu í vetur með Jón Arnór og Jakob Sigurðarson í bakvarðarstöðum liðsins.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Var hissa eins og allir aðrir KR-ingar fengu ekki bara besta körfuboltamann landsins í dag heldur ákvað besti leikstjórnandi landsins, Jakob Örn Sigurðarson, að stjórna umferðinni hjá KR-liðinu í vetur. 19. ágúst 2008 18:01 „Ætlaði ekki að trúa því að Jón Arnór vildi koma í KR“ Benedikt Guðmundsson þjálfari körfuknattleiksliðs KR segir að bæði Jón Arnór Stefánsson og Jakob Sigurðarson hafi viljað koma heim og spila eitt tímabil með sínu gamla félagi. Þeir hafa lengi verið atvinnumenn erlendis en semja nú við sitt gamla félag til eins árs. Benedikt býst við fleiri kvenmönnum á leiki KR í vetur. 19. ágúst 2008 14:51 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Sjá meira
Var hissa eins og allir aðrir KR-ingar fengu ekki bara besta körfuboltamann landsins í dag heldur ákvað besti leikstjórnandi landsins, Jakob Örn Sigurðarson, að stjórna umferðinni hjá KR-liðinu í vetur. 19. ágúst 2008 18:01
„Ætlaði ekki að trúa því að Jón Arnór vildi koma í KR“ Benedikt Guðmundsson þjálfari körfuknattleiksliðs KR segir að bæði Jón Arnór Stefánsson og Jakob Sigurðarson hafi viljað koma heim og spila eitt tímabil með sínu gamla félagi. Þeir hafa lengi verið atvinnumenn erlendis en semja nú við sitt gamla félag til eins árs. Benedikt býst við fleiri kvenmönnum á leiki KR í vetur. 19. ágúst 2008 14:51
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn