Orðinn leiður á að vera alltaf einn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2008 17:54 Jón Arnór í leik með Lottomatica Roma. Jón Arnór Stefánsson hefur verið viðloðandi flestar stærstu fréttirnar úr íslenskum körfubolta síðustu ár og það varð engin breyting á því í dag þegar hann samdi við KR. Jón Arnór ætlar að hvíla sig á atvinnumennskunni, fara í skóla og leiki með KR í Iceland Express deild karla í vetur. Jón Arnór spilaði síðast með KR veturinn 2001-02 en hefur síðan spilað í Þýskalandi, með Dallas Mavericks í NBA, í Rússlandi, á Spáni og nú síðast með Lottomatica Roma á Ítalíu. „Þetta var of stór samningur til að hafna honum," segir Jón Arnór í gríni og skellihlær í kjölfarið. „Nei, þetta hefur haft smá aðdraganda. Þetta hefur kannski blundað í mér nokkuð lengi og tengist þá ekkert körfuboltanum heldur er þetta eitthvað sem snýr að sjálfum mér," segir Jón Arnór og nefnir til þetta sígaunalíf þar sem hann hefur verið á stanslausu flakki í mörg ár. „Það kom upp sú staða að ég sá að ég væri ekki að fara aftur til Rómar. Það kom smá kvíði í mig að fara að skipta um borg aftur því ég er búinn að vera á flakki síðan að ég var fimmtán ára gutti. Maður hefur tapað einhverjum tengslum við fjölskyldu og vini," segir Jón Arnór. „Ég finn að um leið að ég tók þessa ákvörðun að vera heima og um leið og ég fór að tala um að vera heima þá leið mér miklu betur," segir Jón Arnór sem gat þó valið úr nokkrum tilboðum. „Ég er búinn að spila lengi í sterkum deildum í Evrópu og það voru því tilboð í gangi. Það kom bara ekkert upp sem ég var virkilega spenntur fyrir. Ég var búinn að ákveða að vera áfram í Róm og það voru smá vonbrigði að vera ekki áfram þar," segir Jón Arnór og nefnir Rússland og Grikkland sem mögulega staði þar sem hann gat spilað í vetur. Jón Arnór ætlar í skóla og undirbúa framtíðina eftir körfuboltann. „Mér langar að kafa aðeins dýpra, finna mig aðeins. Ég er tilbúinn að fara út aftur en mér langaði bara að kanna það hvort að það sér eitthvað annað í þessu lífi. Ég hef verið ánægður á köflum og það er náttúrulega gaman í körfu en ég er kannski ekki eins hamingjusamur og maður á að vera. Um leið og ég klára stúdentinn þá opnast dyr fyrir mig að fara í háskólanám. Ég þarf þá ekki að fara í eitthvað stórlið því mér langar bara að spila körfubolta. Ég vil fara á einhvern stað þar sem ég get verið í nokkur ár," segir Jón Arnór. Jón Arnór er því ekki að setja punktinn aftan við atvinnumannaferilinn. „Ég sé fram á þetta sé bara eitthvað frí frá þessu lífi en það tekur vissulega eitthvað annað við. Þetta er bara millilending. Ég klára skólann og klára tímabilið með KR. Aðrir bíða bara á meðan," segir Jón Arnór og það verður spennandi að fylgjast með þróun mála hjá KR-liðinu í vetur með Jón Arnór og Jakob Sigurðarson í bakvarðarstöðum liðsins. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Var hissa eins og allir aðrir KR-ingar fengu ekki bara besta körfuboltamann landsins í dag heldur ákvað besti leikstjórnandi landsins, Jakob Örn Sigurðarson, að stjórna umferðinni hjá KR-liðinu í vetur. 19. ágúst 2008 18:01 „Ætlaði ekki að trúa því að Jón Arnór vildi koma í KR“ Benedikt Guðmundsson þjálfari körfuknattleiksliðs KR segir að bæði Jón Arnór Stefánsson og Jakob Sigurðarson hafi viljað koma heim og spila eitt tímabil með sínu gamla félagi. Þeir hafa lengi verið atvinnumenn erlendis en semja nú við sitt gamla félag til eins árs. Benedikt býst við fleiri kvenmönnum á leiki KR í vetur. 19. ágúst 2008 14:51 Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson hefur verið viðloðandi flestar stærstu fréttirnar úr íslenskum körfubolta síðustu ár og það varð engin breyting á því í dag þegar hann samdi við KR. Jón Arnór ætlar að hvíla sig á atvinnumennskunni, fara í skóla og leiki með KR í Iceland Express deild karla í vetur. Jón Arnór spilaði síðast með KR veturinn 2001-02 en hefur síðan spilað í Þýskalandi, með Dallas Mavericks í NBA, í Rússlandi, á Spáni og nú síðast með Lottomatica Roma á Ítalíu. „Þetta var of stór samningur til að hafna honum," segir Jón Arnór í gríni og skellihlær í kjölfarið. „Nei, þetta hefur haft smá aðdraganda. Þetta hefur kannski blundað í mér nokkuð lengi og tengist þá ekkert körfuboltanum heldur er þetta eitthvað sem snýr að sjálfum mér," segir Jón Arnór og nefnir til þetta sígaunalíf þar sem hann hefur verið á stanslausu flakki í mörg ár. „Það kom upp sú staða að ég sá að ég væri ekki að fara aftur til Rómar. Það kom smá kvíði í mig að fara að skipta um borg aftur því ég er búinn að vera á flakki síðan að ég var fimmtán ára gutti. Maður hefur tapað einhverjum tengslum við fjölskyldu og vini," segir Jón Arnór. „Ég finn að um leið að ég tók þessa ákvörðun að vera heima og um leið og ég fór að tala um að vera heima þá leið mér miklu betur," segir Jón Arnór sem gat þó valið úr nokkrum tilboðum. „Ég er búinn að spila lengi í sterkum deildum í Evrópu og það voru því tilboð í gangi. Það kom bara ekkert upp sem ég var virkilega spenntur fyrir. Ég var búinn að ákveða að vera áfram í Róm og það voru smá vonbrigði að vera ekki áfram þar," segir Jón Arnór og nefnir Rússland og Grikkland sem mögulega staði þar sem hann gat spilað í vetur. Jón Arnór ætlar í skóla og undirbúa framtíðina eftir körfuboltann. „Mér langar að kafa aðeins dýpra, finna mig aðeins. Ég er tilbúinn að fara út aftur en mér langaði bara að kanna það hvort að það sér eitthvað annað í þessu lífi. Ég hef verið ánægður á köflum og það er náttúrulega gaman í körfu en ég er kannski ekki eins hamingjusamur og maður á að vera. Um leið og ég klára stúdentinn þá opnast dyr fyrir mig að fara í háskólanám. Ég þarf þá ekki að fara í eitthvað stórlið því mér langar bara að spila körfubolta. Ég vil fara á einhvern stað þar sem ég get verið í nokkur ár," segir Jón Arnór. Jón Arnór er því ekki að setja punktinn aftan við atvinnumannaferilinn. „Ég sé fram á þetta sé bara eitthvað frí frá þessu lífi en það tekur vissulega eitthvað annað við. Þetta er bara millilending. Ég klára skólann og klára tímabilið með KR. Aðrir bíða bara á meðan," segir Jón Arnór og það verður spennandi að fylgjast með þróun mála hjá KR-liðinu í vetur með Jón Arnór og Jakob Sigurðarson í bakvarðarstöðum liðsins.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Var hissa eins og allir aðrir KR-ingar fengu ekki bara besta körfuboltamann landsins í dag heldur ákvað besti leikstjórnandi landsins, Jakob Örn Sigurðarson, að stjórna umferðinni hjá KR-liðinu í vetur. 19. ágúst 2008 18:01 „Ætlaði ekki að trúa því að Jón Arnór vildi koma í KR“ Benedikt Guðmundsson þjálfari körfuknattleiksliðs KR segir að bæði Jón Arnór Stefánsson og Jakob Sigurðarson hafi viljað koma heim og spila eitt tímabil með sínu gamla félagi. Þeir hafa lengi verið atvinnumenn erlendis en semja nú við sitt gamla félag til eins árs. Benedikt býst við fleiri kvenmönnum á leiki KR í vetur. 19. ágúst 2008 14:51 Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Sjá meira
Var hissa eins og allir aðrir KR-ingar fengu ekki bara besta körfuboltamann landsins í dag heldur ákvað besti leikstjórnandi landsins, Jakob Örn Sigurðarson, að stjórna umferðinni hjá KR-liðinu í vetur. 19. ágúst 2008 18:01
„Ætlaði ekki að trúa því að Jón Arnór vildi koma í KR“ Benedikt Guðmundsson þjálfari körfuknattleiksliðs KR segir að bæði Jón Arnór Stefánsson og Jakob Sigurðarson hafi viljað koma heim og spila eitt tímabil með sínu gamla félagi. Þeir hafa lengi verið atvinnumenn erlendis en semja nú við sitt gamla félag til eins árs. Benedikt býst við fleiri kvenmönnum á leiki KR í vetur. 19. ágúst 2008 14:51