Sigmundur kominn áfram á næsta stig Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. september 2008 20:20 Sigmundur Einar Másson, kylfingur. Sigmundur Einar Másson er kominn áfram á næsta stig úrtökumótaraðarinnar fyrir PGA-mótaröðina í golfi er hann hafnaði í 30. sæti á móti í Georgíu-fylki í dag. Efstu 39 kylfingarnir komust áfram en Sigmundur lék á 75 höggum í dag eða þremur höggum yfir pari. Alls lék hann á tólf höggum yfir pari en alls eru þrjú stig eftir í mótaröðinni og því langur vegur enn eftir. Mótið sem Sigmundur keppti á er eitt af sex mótum sem er forkeppni fyrir sjálf úrtökumótin. Það eru svo fyrsta, annað og þriðja stig úrtökumótaraðarinnar en keppni á fyrsta stigi fer fram í næsta mánuði. Á fyrsta stigi verða tólf mót víðsvegar um Bandaríkin og um 25 keppendur sem komast áfram af hverju móti. Sex mót eru á öðru stiginu en í öllum þessum mótum eru spilaðir fjórir hringir. Sjálft lokamótið fer svo fram annað hvort seint í nóvember eða snemma í desember en efstu 25 kylfingarnir fá keppnisrétt (kort) á PGA-mótaröðinni á komandi keppnistímabili. Þá eru spilaðir sex hringir. Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Sigmundur Einar Másson er kominn áfram á næsta stig úrtökumótaraðarinnar fyrir PGA-mótaröðina í golfi er hann hafnaði í 30. sæti á móti í Georgíu-fylki í dag. Efstu 39 kylfingarnir komust áfram en Sigmundur lék á 75 höggum í dag eða þremur höggum yfir pari. Alls lék hann á tólf höggum yfir pari en alls eru þrjú stig eftir í mótaröðinni og því langur vegur enn eftir. Mótið sem Sigmundur keppti á er eitt af sex mótum sem er forkeppni fyrir sjálf úrtökumótin. Það eru svo fyrsta, annað og þriðja stig úrtökumótaraðarinnar en keppni á fyrsta stigi fer fram í næsta mánuði. Á fyrsta stigi verða tólf mót víðsvegar um Bandaríkin og um 25 keppendur sem komast áfram af hverju móti. Sex mót eru á öðru stiginu en í öllum þessum mótum eru spilaðir fjórir hringir. Sjálft lokamótið fer svo fram annað hvort seint í nóvember eða snemma í desember en efstu 25 kylfingarnir fá keppnisrétt (kort) á PGA-mótaröðinni á komandi keppnistímabili. Þá eru spilaðir sex hringir.
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira