Vill fá hvolp með lifrarbólgu bættan 21. júlí 2008 00:01 Kamela með hvolpinn sem eftir lifir Kamela keypti tvo hunda í Dalsmynni. Annar var af tegundinni Miniature Pinscher en hinn Chihuahua. Sá síðarnefndi drapst fimm dögum eftir að hún fékk hann í hendur. Hinn 5. júlí keypti Kamela Rún Sigurðardóttir tvo hvolpa á raðgreiðslum. Fimm dögum síðar var annar þeirra dauður. Hún segir krufningu dýralæknis hafa sýnt fram á að hvolpurinn hafi drepist af völdum lifrarbólgu sem hún telur hundinn hafa verið sýktan af þegar hún fékk hann í hendur. Hún furðar sig á því að þurfa að halda áfram að greiða afborganir af hundinum. Í grein sem Rúna Finnsdóttir dýralæknir ritaði um sjúkdóminn kemur fram að meðgöngutími smits sé um það bil fjórir til níu dagar en að þeim tíma liðnum taki einkenni sjúkdómsins að koma fram. Smitleiðir séu aðallega frá hundi til hunds með þvagi, saur og slefi, einnig sé þekkt að hundar smitist af óhreinum matarílátum, fatnaði, óhreinum skóm og höndum. Kamela segir dauða hvolpsins, sem var af tegundinni Chihuahua, hafa tekið mjög á sig. Sem betur fer sé hinn hundurinn, sem hún keypti á sama tíma og sama stað og er af tegundinni Miniature Pinscher, heill heilsu. „Seljandinn bauðst til að láta mig fá annan hvolp í stað þess sem dó en ég treysti mér ekki til þess að fá hund þarna aftur og hefur verið ráðið eindregið frá því," segir Kamela, sem vill frekar greiða upp hund sem hún fékk aldrei að kynnast heldur en að ganga aftur í gegnum önnur eins veikindi. Kamela segist enn sem komið er aðeins hafa heyrt að hundurinn hafi drepist vegna lifrarbólgu frá dýralækni í gegnum síma en hún geti fengið skjöl um krufninguna fljótlega. Ásta Sigurðardóttir, eigandi hundaræktunarinnar Dalsmynni þaðan sem hundurinn kom, segir dýralækni nýlega hafa tekið sýni úr fimm hvolpum frá búinu. Ekkert þeirra hafi sýnt fram á að lifrarbólga væri þar til staðar. Hún taki orð Kamelu ekki trúanleg fyrr en hún sjái gögn um málið. Auk þess sem hún bendir á að hún hafi selt Kamelu hundana með um það bil 80 þúsund króna afslætti samanlagt. „Ef hundurinn var haldinn þessum sjúkdómi þegar viðkomandi viðskipti fóru fram á seljandi vitanlega að leysa kaupandann undan greiðslunum," segir Jóhannes Gunnarsson, hjá Neytendasamtökunum og hvetur Kamelu til hafa samband við samtökin vegna málsins. Dýr Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Hinn 5. júlí keypti Kamela Rún Sigurðardóttir tvo hvolpa á raðgreiðslum. Fimm dögum síðar var annar þeirra dauður. Hún segir krufningu dýralæknis hafa sýnt fram á að hvolpurinn hafi drepist af völdum lifrarbólgu sem hún telur hundinn hafa verið sýktan af þegar hún fékk hann í hendur. Hún furðar sig á því að þurfa að halda áfram að greiða afborganir af hundinum. Í grein sem Rúna Finnsdóttir dýralæknir ritaði um sjúkdóminn kemur fram að meðgöngutími smits sé um það bil fjórir til níu dagar en að þeim tíma liðnum taki einkenni sjúkdómsins að koma fram. Smitleiðir séu aðallega frá hundi til hunds með þvagi, saur og slefi, einnig sé þekkt að hundar smitist af óhreinum matarílátum, fatnaði, óhreinum skóm og höndum. Kamela segir dauða hvolpsins, sem var af tegundinni Chihuahua, hafa tekið mjög á sig. Sem betur fer sé hinn hundurinn, sem hún keypti á sama tíma og sama stað og er af tegundinni Miniature Pinscher, heill heilsu. „Seljandinn bauðst til að láta mig fá annan hvolp í stað þess sem dó en ég treysti mér ekki til þess að fá hund þarna aftur og hefur verið ráðið eindregið frá því," segir Kamela, sem vill frekar greiða upp hund sem hún fékk aldrei að kynnast heldur en að ganga aftur í gegnum önnur eins veikindi. Kamela segist enn sem komið er aðeins hafa heyrt að hundurinn hafi drepist vegna lifrarbólgu frá dýralækni í gegnum síma en hún geti fengið skjöl um krufninguna fljótlega. Ásta Sigurðardóttir, eigandi hundaræktunarinnar Dalsmynni þaðan sem hundurinn kom, segir dýralækni nýlega hafa tekið sýni úr fimm hvolpum frá búinu. Ekkert þeirra hafi sýnt fram á að lifrarbólga væri þar til staðar. Hún taki orð Kamelu ekki trúanleg fyrr en hún sjái gögn um málið. Auk þess sem hún bendir á að hún hafi selt Kamelu hundana með um það bil 80 þúsund króna afslætti samanlagt. „Ef hundurinn var haldinn þessum sjúkdómi þegar viðkomandi viðskipti fóru fram á seljandi vitanlega að leysa kaupandann undan greiðslunum," segir Jóhannes Gunnarsson, hjá Neytendasamtökunum og hvetur Kamelu til hafa samband við samtökin vegna málsins.
Dýr Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira