Körfubolti

Bandaríkin misstu toppsætið á styrkleikalista FIBA

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
LeBron James á fullu á Ólympíuleikunum.
LeBron James á fullu á Ólympíuleikunum. Nordic Photos / AFP

Þótt ótrúlega megi virðast þá duttu Bandaríkjamenn úr fyrsta sæti í annað á nýjum styrkleikalista FIBA, Alþjóða körfuknattleikssambandsins, sem gefinn var út í gær.

Argentína trónir nú á toppi listans en Bandaríkin vann Argentínu í undanúrslitum Ólympíuleikanna og vann til gullverðlauna á leikunum. Argentína vann brons.

FIBA tekur til greina árangur liða á undanförnum átta árum við útreikning á styrkleikalistanum. Fyrir átta árum varð Bandaríkin Ólympíumeistari í Sydney en þeir leikar duttu úr úr jöfnunni eftir að Ólympíuleikunum í Peking lauk.

Samkvæmt því misstu Bandaríkjamenn gull úr jöfnunni en fengu annað strax aftur. Það er því engin breyting á stigum liðsins á listanum.

Argentína tók hins vegar ekki þátt í Ólympíuleikunum í Sydney og bættu því við bronsi við jöfnuna. Það dugði til að komast upp fyrir Bandaríkjamenn á listanum.

Ísland er í hópi þeirra liða sem er með núll stig á listanum og kemst því ekki ofar en Líbería sem er með 0,6 stig í 74. sæti listans.

Topp tíu:

1. Argentína

2. Bandaríkin

3. Spánn

4. Grikkland

5. Serbía

6. Litháen

7. Þýskaland

8. Ítalía

9. Ástralía

10. Kína






Fleiri fréttir

Sjá meira


×