101 Kalkútta Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 9. apríl 2008 06:00 Ein af klisjunum sem við þorpsbúar yljuðum okkur lengi við var að þrátt fyrir allt ættum við besta vatn í heimi og hreinustu höfuðborgina. Vorum roggin gagnvart útlendingum sem hingað slæddust enda vóg hreinleikinn upp á móti því hversu allt var - líka þá - rosalega dýrt. Dálitlum kima þjóðarsálarinnar fannst kannski hrós gestanna eins konar uppreisn æru frá því í gamla daga þegar hingað komu leiðangrar evrópskra menntamanna til að skjalfesta lifnaðarhætti við ítrasta sóðaskap. Trúlega hefur samt snyrtimennska almannafæris Reykjavíkur á seinni hluta síðustu aldar annað hvort verið ofmetin eða tilkomin vegna fólksfæðar. Við vorum einfaldlega ekki nógu mörg til að vera jafn ógeðsleg á malbikinu og áður í torfkofunum. Síðan þá hefur ýmislegt breyst. Í fyrsta lagi erum við orðin fleiri þótt samtals myndum við vel rúmast í úthverfi í Kalkútta. Sem er raunar annað skemmtilegt dæmi um borg þar sem andstæðunum ægir saman þó að í ofurlítið ýktari mynd sé. Þar í borg má til dæmis sjá glæsileg íbúðarhús við hlið hrófatildurs úr spýtnabraki en geitur og kýr á beit á ruslahaugnum á hlaðinu. Skepnurnar eru þannig nokkurs konar náttúruleg endurvinnsla í umhverfi sem ekki hefur burði til skipulagðrar hreinsunarstarfsemi. Svona frjálslegt húsdýrahald væri kannski eitthvað fyrir okkur. Að minnsta kosti er umburðarlyndi gagnvart skítandi hundum umtalsvert í Reykjavík svo nokkrar ruslétandi geitur og kýr yrðu fín viðbót. Velsældin hefur ekki aukið umgengnisþroskann að ráði. Við sýnum yfirborðslega óþolinmæði gagnvart almannasóðum og megum ekki heyra minnst á viðurlög. Sá sem dirfðist að orða hömlur við sölu á úðabrúsum var umsvifalaust keflaður með fussi og sveii um viðbjóðslega forræðishyggju. Nú þegar við höfum öðlast auð og afl til að ráða umhverfi okkar sjálf kemur misþroskinn enn betur í ljós með draugalegum niðurrifskofum sem eru í hrópandi ósamræmi við sjálfsmyndina. Það sem hefur nefnilega ekki breyst er að ennþá er hreinlæti afgangsstærð vegna þess að ekki er hægt að hirða af því tafarlausan hagnað. Enn kennum við börnum virðingarleysi fyrir umhverfinu. Á meðan mamma og pabbi losa úr öskubökkunum út um bílgluggann hlýtur það að vera í fínu lagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun
Ein af klisjunum sem við þorpsbúar yljuðum okkur lengi við var að þrátt fyrir allt ættum við besta vatn í heimi og hreinustu höfuðborgina. Vorum roggin gagnvart útlendingum sem hingað slæddust enda vóg hreinleikinn upp á móti því hversu allt var - líka þá - rosalega dýrt. Dálitlum kima þjóðarsálarinnar fannst kannski hrós gestanna eins konar uppreisn æru frá því í gamla daga þegar hingað komu leiðangrar evrópskra menntamanna til að skjalfesta lifnaðarhætti við ítrasta sóðaskap. Trúlega hefur samt snyrtimennska almannafæris Reykjavíkur á seinni hluta síðustu aldar annað hvort verið ofmetin eða tilkomin vegna fólksfæðar. Við vorum einfaldlega ekki nógu mörg til að vera jafn ógeðsleg á malbikinu og áður í torfkofunum. Síðan þá hefur ýmislegt breyst. Í fyrsta lagi erum við orðin fleiri þótt samtals myndum við vel rúmast í úthverfi í Kalkútta. Sem er raunar annað skemmtilegt dæmi um borg þar sem andstæðunum ægir saman þó að í ofurlítið ýktari mynd sé. Þar í borg má til dæmis sjá glæsileg íbúðarhús við hlið hrófatildurs úr spýtnabraki en geitur og kýr á beit á ruslahaugnum á hlaðinu. Skepnurnar eru þannig nokkurs konar náttúruleg endurvinnsla í umhverfi sem ekki hefur burði til skipulagðrar hreinsunarstarfsemi. Svona frjálslegt húsdýrahald væri kannski eitthvað fyrir okkur. Að minnsta kosti er umburðarlyndi gagnvart skítandi hundum umtalsvert í Reykjavík svo nokkrar ruslétandi geitur og kýr yrðu fín viðbót. Velsældin hefur ekki aukið umgengnisþroskann að ráði. Við sýnum yfirborðslega óþolinmæði gagnvart almannasóðum og megum ekki heyra minnst á viðurlög. Sá sem dirfðist að orða hömlur við sölu á úðabrúsum var umsvifalaust keflaður með fussi og sveii um viðbjóðslega forræðishyggju. Nú þegar við höfum öðlast auð og afl til að ráða umhverfi okkar sjálf kemur misþroskinn enn betur í ljós með draugalegum niðurrifskofum sem eru í hrópandi ósamræmi við sjálfsmyndina. Það sem hefur nefnilega ekki breyst er að ennþá er hreinlæti afgangsstærð vegna þess að ekki er hægt að hirða af því tafarlausan hagnað. Enn kennum við börnum virðingarleysi fyrir umhverfinu. Á meðan mamma og pabbi losa úr öskubökkunum út um bílgluggann hlýtur það að vera í fínu lagi.
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun