101 Kalkútta Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 9. apríl 2008 06:00 Ein af klisjunum sem við þorpsbúar yljuðum okkur lengi við var að þrátt fyrir allt ættum við besta vatn í heimi og hreinustu höfuðborgina. Vorum roggin gagnvart útlendingum sem hingað slæddust enda vóg hreinleikinn upp á móti því hversu allt var - líka þá - rosalega dýrt. Dálitlum kima þjóðarsálarinnar fannst kannski hrós gestanna eins konar uppreisn æru frá því í gamla daga þegar hingað komu leiðangrar evrópskra menntamanna til að skjalfesta lifnaðarhætti við ítrasta sóðaskap. Trúlega hefur samt snyrtimennska almannafæris Reykjavíkur á seinni hluta síðustu aldar annað hvort verið ofmetin eða tilkomin vegna fólksfæðar. Við vorum einfaldlega ekki nógu mörg til að vera jafn ógeðsleg á malbikinu og áður í torfkofunum. Síðan þá hefur ýmislegt breyst. Í fyrsta lagi erum við orðin fleiri þótt samtals myndum við vel rúmast í úthverfi í Kalkútta. Sem er raunar annað skemmtilegt dæmi um borg þar sem andstæðunum ægir saman þó að í ofurlítið ýktari mynd sé. Þar í borg má til dæmis sjá glæsileg íbúðarhús við hlið hrófatildurs úr spýtnabraki en geitur og kýr á beit á ruslahaugnum á hlaðinu. Skepnurnar eru þannig nokkurs konar náttúruleg endurvinnsla í umhverfi sem ekki hefur burði til skipulagðrar hreinsunarstarfsemi. Svona frjálslegt húsdýrahald væri kannski eitthvað fyrir okkur. Að minnsta kosti er umburðarlyndi gagnvart skítandi hundum umtalsvert í Reykjavík svo nokkrar ruslétandi geitur og kýr yrðu fín viðbót. Velsældin hefur ekki aukið umgengnisþroskann að ráði. Við sýnum yfirborðslega óþolinmæði gagnvart almannasóðum og megum ekki heyra minnst á viðurlög. Sá sem dirfðist að orða hömlur við sölu á úðabrúsum var umsvifalaust keflaður með fussi og sveii um viðbjóðslega forræðishyggju. Nú þegar við höfum öðlast auð og afl til að ráða umhverfi okkar sjálf kemur misþroskinn enn betur í ljós með draugalegum niðurrifskofum sem eru í hrópandi ósamræmi við sjálfsmyndina. Það sem hefur nefnilega ekki breyst er að ennþá er hreinlæti afgangsstærð vegna þess að ekki er hægt að hirða af því tafarlausan hagnað. Enn kennum við börnum virðingarleysi fyrir umhverfinu. Á meðan mamma og pabbi losa úr öskubökkunum út um bílgluggann hlýtur það að vera í fínu lagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun
Ein af klisjunum sem við þorpsbúar yljuðum okkur lengi við var að þrátt fyrir allt ættum við besta vatn í heimi og hreinustu höfuðborgina. Vorum roggin gagnvart útlendingum sem hingað slæddust enda vóg hreinleikinn upp á móti því hversu allt var - líka þá - rosalega dýrt. Dálitlum kima þjóðarsálarinnar fannst kannski hrós gestanna eins konar uppreisn æru frá því í gamla daga þegar hingað komu leiðangrar evrópskra menntamanna til að skjalfesta lifnaðarhætti við ítrasta sóðaskap. Trúlega hefur samt snyrtimennska almannafæris Reykjavíkur á seinni hluta síðustu aldar annað hvort verið ofmetin eða tilkomin vegna fólksfæðar. Við vorum einfaldlega ekki nógu mörg til að vera jafn ógeðsleg á malbikinu og áður í torfkofunum. Síðan þá hefur ýmislegt breyst. Í fyrsta lagi erum við orðin fleiri þótt samtals myndum við vel rúmast í úthverfi í Kalkútta. Sem er raunar annað skemmtilegt dæmi um borg þar sem andstæðunum ægir saman þó að í ofurlítið ýktari mynd sé. Þar í borg má til dæmis sjá glæsileg íbúðarhús við hlið hrófatildurs úr spýtnabraki en geitur og kýr á beit á ruslahaugnum á hlaðinu. Skepnurnar eru þannig nokkurs konar náttúruleg endurvinnsla í umhverfi sem ekki hefur burði til skipulagðrar hreinsunarstarfsemi. Svona frjálslegt húsdýrahald væri kannski eitthvað fyrir okkur. Að minnsta kosti er umburðarlyndi gagnvart skítandi hundum umtalsvert í Reykjavík svo nokkrar ruslétandi geitur og kýr yrðu fín viðbót. Velsældin hefur ekki aukið umgengnisþroskann að ráði. Við sýnum yfirborðslega óþolinmæði gagnvart almannasóðum og megum ekki heyra minnst á viðurlög. Sá sem dirfðist að orða hömlur við sölu á úðabrúsum var umsvifalaust keflaður með fussi og sveii um viðbjóðslega forræðishyggju. Nú þegar við höfum öðlast auð og afl til að ráða umhverfi okkar sjálf kemur misþroskinn enn betur í ljós með draugalegum niðurrifskofum sem eru í hrópandi ósamræmi við sjálfsmyndina. Það sem hefur nefnilega ekki breyst er að ennþá er hreinlæti afgangsstærð vegna þess að ekki er hægt að hirða af því tafarlausan hagnað. Enn kennum við börnum virðingarleysi fyrir umhverfinu. Á meðan mamma og pabbi losa úr öskubökkunum út um bílgluggann hlýtur það að vera í fínu lagi.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun