Sérfræðistörfin dýrust 9. apríl 2008 00:01 Snorri jónsson reiknað er með að dragi úr starfsmannaveltu á þessu ári miðað við mikinn vöxt í fyrra. Markaðurinn/Arnþór „Starfsmannavelta á síðasta ári var örugglega sú mesta til þessa, við erum að afla gagna núna,“ segir Snorri Jónsson, mannauðsráðgjafi hjá ParX. Hann reiknar með að þegar hægi á í íslensku efnahagslífi á þessu ári muni svipuðu máli gegna um starfsmannaveltuna. ParX hefur síðastliðin fimm ár haldið utan um hagtölur mannauðs hjá íslenskum fyrirtækjum í mismunandi geirum. Starfsmannavelta er mismikil eftir atvinnugreinum og árið 2006 var hún minnst í orkugeiranum á meðan hún var ríflega tuttugu prósent í verslun og þjónustu, sem jafngildir því að atvinnurekendur í þeim geira hafi þurft að endurráða í fimmta hvert stöðugildi það ár, samkvæmt rannsókn ParX. Snorri segir þetta eiga sér eðlilegar skýringar að hluta. Störfin þar sem starfsmannavelta sé mikil séu flest einfaldari í samanburði við sérfræðistörfin. Þá spili launin inn í að einhverju leyti. „Sveiflur eru alltaf á milli ára. En með samanburði getum við séð hvort staða einstakra fyrirtækja séu eðlileg,“ bendir Snorri á. Hann segir kostnað vegna starfsmannaveltu geta verið háan, allt frá fimmtíu prósentum til 150 prósenta af árslaunum starfsmanns. Hæst sé kostnaðarhlutfallið þar sem krafist sé meiri sérfræðiþekkingar. En þar er starfsmannaveltan að jafnaði lág, samkvæmt niðurstöðum ParX. Snorri segir gagnaöflun fyrir hagtölur ársins 2007 standa yfir. Upplýsingar um veltu- og kostnaðartölur á íslenskum vinnumarkaði hafi ekki legið víða en ParX hafi unnið við að staðla og skrá þessar upplýsingar. Héðan og þaðan Mest lesið Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
„Starfsmannavelta á síðasta ári var örugglega sú mesta til þessa, við erum að afla gagna núna,“ segir Snorri Jónsson, mannauðsráðgjafi hjá ParX. Hann reiknar með að þegar hægi á í íslensku efnahagslífi á þessu ári muni svipuðu máli gegna um starfsmannaveltuna. ParX hefur síðastliðin fimm ár haldið utan um hagtölur mannauðs hjá íslenskum fyrirtækjum í mismunandi geirum. Starfsmannavelta er mismikil eftir atvinnugreinum og árið 2006 var hún minnst í orkugeiranum á meðan hún var ríflega tuttugu prósent í verslun og þjónustu, sem jafngildir því að atvinnurekendur í þeim geira hafi þurft að endurráða í fimmta hvert stöðugildi það ár, samkvæmt rannsókn ParX. Snorri segir þetta eiga sér eðlilegar skýringar að hluta. Störfin þar sem starfsmannavelta sé mikil séu flest einfaldari í samanburði við sérfræðistörfin. Þá spili launin inn í að einhverju leyti. „Sveiflur eru alltaf á milli ára. En með samanburði getum við séð hvort staða einstakra fyrirtækja séu eðlileg,“ bendir Snorri á. Hann segir kostnað vegna starfsmannaveltu geta verið háan, allt frá fimmtíu prósentum til 150 prósenta af árslaunum starfsmanns. Hæst sé kostnaðarhlutfallið þar sem krafist sé meiri sérfræðiþekkingar. En þar er starfsmannaveltan að jafnaði lág, samkvæmt niðurstöðum ParX. Snorri segir gagnaöflun fyrir hagtölur ársins 2007 standa yfir. Upplýsingar um veltu- og kostnaðartölur á íslenskum vinnumarkaði hafi ekki legið víða en ParX hafi unnið við að staðla og skrá þessar upplýsingar.
Héðan og þaðan Mest lesið Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent