Lestur, veiði og skíði 9. apríl 2008 00:01 Sigurjón Þ. Árnason, sem er bankastjóri Landsbanka Íslands, segir ekki mikinn tíma aflögu til frístundaiðkunar. Hann reynir þó að komast í lestur góðra bóka og á sumrin laumast hann í veiði. Markaðurinn/Anton „Þegar maður upplifir líf sitt í gegnum mikla vinnu og lítið er um frístundir er eins og sá litli frítími sem ég hef til að slappa af og njóta lífsins verði að frístund. Hvernig sem nú best er að útskýra það,“ segir Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans. „Þegar ég var lítill var ég mikill bókaormur og las allt milli himins og jarðar. Undanfarið, þar sem ég er yfirleitt önnum kafinn við að komast yfir allt það lesefni sem ég viða að mér um efnahagsmál, bæði tímarit og greinar, verður lítill tími til annars en að komast yfir þá bókastafla sem eru á borðinu hjá mér hverju sinni,“ nefnir Sigurjón. „Ég las bókina hans Arnalds Indriðasonar, Harðskafa, líkt og margir Íslendingar gerðu um jólin, og hafði gaman af. Vel skrifuð spennusaga sem jafnast á við góða bíómynd. Ég les einstöku sinnum ævisögur stjórnmálamanna. Síðast var það ævisaga Guðna Ágústssonar, Guðni – af lífi og sál, sem Sigmundur Ernir Rúnarsson skráði. Áhugavert var að lesa um uppruna og bakgrunn Guðna og fá sýn á hans sjónarhorn af atburðum sem eru nálægt manni í tíma. Lýsingar Guðna á uppvaxtarárum föður hans eru ótrúlegar,“ segir hann. Sigurjón og fjölskylda reyna við og við að fara í skíðaferðir og þá er aðallega farið til Frakklands og Ítalíu þegar tækifæri gefast. Síðustu ár hefur lítið verið hægt að skíða hér á landi enda lítill snjór í fjöllum. Yfir sumartímann segir hann að veiðin sé helst það áhugamál sem hann reyni að sinna. Uppáhaldsstaðurinn á landinu er Selá í Vopnafirði. Þangað fari hann yfirleitt á hverju sumri. „Selá er einstök einkum fyrir þrennt,“ nefnir Sigurjón. „Í fyrsta lagi er áin afskekkt og langt frá Reykjavík, í öðru lagi er ekki mikið símasamband á þessum slóðum og í þriðja og síðasta lagi fiskar vel í ánni,“ segir Sigurjón sem þekkir vel sína uppáhaldsá og bætir við að það orð fari af ám á Norð-Austurlandi að afli þar sé sérlega vænn. - vg Héðan og þaðan Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Fleiri fréttir Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Sjá meira
„Þegar maður upplifir líf sitt í gegnum mikla vinnu og lítið er um frístundir er eins og sá litli frítími sem ég hef til að slappa af og njóta lífsins verði að frístund. Hvernig sem nú best er að útskýra það,“ segir Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans. „Þegar ég var lítill var ég mikill bókaormur og las allt milli himins og jarðar. Undanfarið, þar sem ég er yfirleitt önnum kafinn við að komast yfir allt það lesefni sem ég viða að mér um efnahagsmál, bæði tímarit og greinar, verður lítill tími til annars en að komast yfir þá bókastafla sem eru á borðinu hjá mér hverju sinni,“ nefnir Sigurjón. „Ég las bókina hans Arnalds Indriðasonar, Harðskafa, líkt og margir Íslendingar gerðu um jólin, og hafði gaman af. Vel skrifuð spennusaga sem jafnast á við góða bíómynd. Ég les einstöku sinnum ævisögur stjórnmálamanna. Síðast var það ævisaga Guðna Ágústssonar, Guðni – af lífi og sál, sem Sigmundur Ernir Rúnarsson skráði. Áhugavert var að lesa um uppruna og bakgrunn Guðna og fá sýn á hans sjónarhorn af atburðum sem eru nálægt manni í tíma. Lýsingar Guðna á uppvaxtarárum föður hans eru ótrúlegar,“ segir hann. Sigurjón og fjölskylda reyna við og við að fara í skíðaferðir og þá er aðallega farið til Frakklands og Ítalíu þegar tækifæri gefast. Síðustu ár hefur lítið verið hægt að skíða hér á landi enda lítill snjór í fjöllum. Yfir sumartímann segir hann að veiðin sé helst það áhugamál sem hann reyni að sinna. Uppáhaldsstaðurinn á landinu er Selá í Vopnafirði. Þangað fari hann yfirleitt á hverju sumri. „Selá er einstök einkum fyrir þrennt,“ nefnir Sigurjón. „Í fyrsta lagi er áin afskekkt og langt frá Reykjavík, í öðru lagi er ekki mikið símasamband á þessum slóðum og í þriðja og síðasta lagi fiskar vel í ánni,“ segir Sigurjón sem þekkir vel sína uppáhaldsá og bætir við að það orð fari af ám á Norð-Austurlandi að afli þar sé sérlega vænn. - vg
Héðan og þaðan Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Fleiri fréttir Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Sjá meira