Þriðjungur búa með lán í erlendri mynt Björgvin Guðmundsson skrifar 26. mars 2008 00:01 Nýjustu fjósin kosta sitt. Bændur hafa, eins og aðrir atvinnurekendur, fært sig undanfarin ár í auknum mæli yfir í erlend lán, að sögn Jónasar Bjarnasonar, forstöðumanns Hagþjónustu landbúnaðarins. Á sama tíma hefur það færst í vöxt að bændur fái vélar og tæki á svokallaðri kaupleigu og greiði fyrir afnotin mánaðarlega. Það færist þá ekki sem fjárfesting í bókhaldi búanna heldur flokkast sem rekstur. Lán fyrir tækinu er þá að hluta til fjármagnað í erlendri mynt. Jónas segir að eins og með aðrar atvinnugreinar og almenning sem fjármagnar fjárfestingar með láni í erlendri mynt komi gengisfelling krónunnar sér illa fyrir bændur. Hann bendir á að til langs tíma, eins og þegar húsnæði er keypt, jafnist gengissveiflur út á móti hagstæðum vöxtum erlendis. Hins vegar geti þróunin orðið mörgum óhagstæð þegar verið sé að fjármagna kaup, eins og á vélum og tækjum, til styttri tíma. Erlend lántaka hafi aukist mikið á árinu 2006. Samkvæmt ársskýrslu Hagþjónustu landbúnaðarins voru fjárfestingar mestar á kúabúum árið 2006; fyrir tæpar 8 milljónir króna að meðaltali. Fjárfestingar á sauðfjárbúum voru 1,4 milljónir að meðaltali. Á kúabúum var hlutfallslega mest fjárfest í vélum og tækjum, eða sem nemur 44 prósentum. Fjárfestingar í vélum og tækjum voru þó hlutfallslega mun hærri á sauðfjárbúum; tæp 73 prósent. Þegar lagðar eru saman fjárfestingar í vélum og tækjum og greiðslumarki er vægi þeirra í heildarfjárfestingum nær áttatíu prósent bæði á kúabúum og sauðfjárbúum. Samkvæmt árskýrslunni nema eignir kúabúa að meðaltali 33,5 milljónum króna. Skuldir nema að meðaltali 39,3 milljónum króna. Hlutfall langtímaskulda er 85,5 prósent. Fylgni er greinileg á milli aukinnar bústærðar og aukinna skulda. Eignir sauðfjárbúa eru að meðaltali 9,1 milljón króna. Skuldir nema alls 7,5 milljónum króna að meðaltali og hlutfall langtímaskulda er 71,1%. Eins og hjá þeim sem eru með kúabú er fylgni í aðalatriðum á milli aukinnar bústærðar og skulda. Héðan og þaðan Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Bændur hafa, eins og aðrir atvinnurekendur, fært sig undanfarin ár í auknum mæli yfir í erlend lán, að sögn Jónasar Bjarnasonar, forstöðumanns Hagþjónustu landbúnaðarins. Á sama tíma hefur það færst í vöxt að bændur fái vélar og tæki á svokallaðri kaupleigu og greiði fyrir afnotin mánaðarlega. Það færist þá ekki sem fjárfesting í bókhaldi búanna heldur flokkast sem rekstur. Lán fyrir tækinu er þá að hluta til fjármagnað í erlendri mynt. Jónas segir að eins og með aðrar atvinnugreinar og almenning sem fjármagnar fjárfestingar með láni í erlendri mynt komi gengisfelling krónunnar sér illa fyrir bændur. Hann bendir á að til langs tíma, eins og þegar húsnæði er keypt, jafnist gengissveiflur út á móti hagstæðum vöxtum erlendis. Hins vegar geti þróunin orðið mörgum óhagstæð þegar verið sé að fjármagna kaup, eins og á vélum og tækjum, til styttri tíma. Erlend lántaka hafi aukist mikið á árinu 2006. Samkvæmt ársskýrslu Hagþjónustu landbúnaðarins voru fjárfestingar mestar á kúabúum árið 2006; fyrir tæpar 8 milljónir króna að meðaltali. Fjárfestingar á sauðfjárbúum voru 1,4 milljónir að meðaltali. Á kúabúum var hlutfallslega mest fjárfest í vélum og tækjum, eða sem nemur 44 prósentum. Fjárfestingar í vélum og tækjum voru þó hlutfallslega mun hærri á sauðfjárbúum; tæp 73 prósent. Þegar lagðar eru saman fjárfestingar í vélum og tækjum og greiðslumarki er vægi þeirra í heildarfjárfestingum nær áttatíu prósent bæði á kúabúum og sauðfjárbúum. Samkvæmt árskýrslunni nema eignir kúabúa að meðaltali 33,5 milljónum króna. Skuldir nema að meðaltali 39,3 milljónum króna. Hlutfall langtímaskulda er 85,5 prósent. Fylgni er greinileg á milli aukinnar bústærðar og aukinna skulda. Eignir sauðfjárbúa eru að meðaltali 9,1 milljón króna. Skuldir nema alls 7,5 milljónum króna að meðaltali og hlutfall langtímaskulda er 71,1%. Eins og hjá þeim sem eru með kúabú er fylgni í aðalatriðum á milli aukinnar bústærðar og skulda.
Héðan og þaðan Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira