Megum eyða milljarði á ári 26. mars 2008 00:01 Hjálmar Gíslason Búa mætti til mikil verðmæti með því að auka aðgengi að opinberum gagnasöfnum sem nota má til ýmiss konar nýsköpunar. „Þjóðhagslegur ávinningur af því að tryggja opið aðgengi að opinberum gögnum er margfaldur á við mögulegar leyfistekjur og kostnað," segir Hjálmar Gíslason, tæknistjóri hjá Já - Upplýsingaveitum. Hjálmar flutti á dögunum erindi um nýsköpun og mikilvægi aðgengis að opinberum gagnasöfnum. Hann bendir á að í höndum opinberra aðila sé gríðarlega mikið af gögnum sem megi nýta til ýmiss konar nýsköpunar. Þar megi telja gögn frá Stofnun Árna Magnússonar í Íslenskum fræðum, einkum Orðabók Háskólans, Ríkisútvarpinu, Hagstofunni, Landmælingum, Seðlabankanum, Veðurstofunni, Alþingi, Þjóðskjalasafninu og mörgum fleirum. Aðgengi að þessum gögnum sé hins vegar oft á tíðum háð ýmiss konar hindrunum. Þau séu ekki til á stafrænu formi, erfitt sé að nálgast gögnin og finna, leyfismál séu óljós, gjöld séu tekin fyrir þau eða stofnanir einfaldlega liggi á þeim, „eins og ormar á gulli". „Verst af öllu er þegar gjaldtaka er jafnvel aðeins til málamynda, þá er bara verið að hindra notkun gagnanna, og þar með nýsköpun, án þess að nokkur von sé til þess að hafist upp í kostnaðinn við söfnun þeirra," segir Hjálmar. Hann nefnir dæmi af Emblu, íslensku leitarvélinni, og leitarvélum já.is. Þar er til að mynda gert ráð fyrir mismunandi myndum orða, leitarvélin þekkir nöfn þjóðþekktra einstaklinga, bókartitla, íslensk örnefni og jafnvel gert ráð fyrir skammstöfunum. „Þetta hefði ekki verið mögulegt án góðra gagna," segir Hjálmar. Sum þessarra gagna hafi fengist að kostnaðarlausu, önnur með samvinnu við hlutaðeigandi um endurgerð eða aðra nýtingu þessarra gagnasafna. Sem opnast aðgengi skiptir mjög miklu máli þar sem verkefni af þessu tagi séu oftar en ekki unnin af litlum fyrirtækjum, einstaklingum eða nemendum „með lítil fjárráð en mikinn áhuga". Í þessum tilvikum hafi hins vegar tekist að leysa úr læðingi mikil verðmæti í umræddum gagnasöfnum. „Þá verður að hafa í huga að þegar um opinber gögn er að ræða, þá hefur almenningur þegar greitt fyrir að láta búa þau til," segir Hjálmar. Tölur frá Bretlandi sýni að þjóðahagslegt tap af takmörkuðum aðgangi að opinberum gagnasöfnum, nemi einum milljarði punda á ári í glötuðum þjóðartekjum. „Þetta samsvarar 700 milljónum króna hér á landi ef höfðatölureglunni er beitt. Mér liggur við að segja milljarði. Hluta af þessum fjármunum mætti verja í aukna gagnasöfnun og umfram allt í að bæta aðgengi að gögnum sem þegar eru til, og samt komið út í þjóðhagslegum plús," segir Hjálmar Gíslason.- ikh Héðan og þaðan Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
„Þjóðhagslegur ávinningur af því að tryggja opið aðgengi að opinberum gögnum er margfaldur á við mögulegar leyfistekjur og kostnað," segir Hjálmar Gíslason, tæknistjóri hjá Já - Upplýsingaveitum. Hjálmar flutti á dögunum erindi um nýsköpun og mikilvægi aðgengis að opinberum gagnasöfnum. Hann bendir á að í höndum opinberra aðila sé gríðarlega mikið af gögnum sem megi nýta til ýmiss konar nýsköpunar. Þar megi telja gögn frá Stofnun Árna Magnússonar í Íslenskum fræðum, einkum Orðabók Háskólans, Ríkisútvarpinu, Hagstofunni, Landmælingum, Seðlabankanum, Veðurstofunni, Alþingi, Þjóðskjalasafninu og mörgum fleirum. Aðgengi að þessum gögnum sé hins vegar oft á tíðum háð ýmiss konar hindrunum. Þau séu ekki til á stafrænu formi, erfitt sé að nálgast gögnin og finna, leyfismál séu óljós, gjöld séu tekin fyrir þau eða stofnanir einfaldlega liggi á þeim, „eins og ormar á gulli". „Verst af öllu er þegar gjaldtaka er jafnvel aðeins til málamynda, þá er bara verið að hindra notkun gagnanna, og þar með nýsköpun, án þess að nokkur von sé til þess að hafist upp í kostnaðinn við söfnun þeirra," segir Hjálmar. Hann nefnir dæmi af Emblu, íslensku leitarvélinni, og leitarvélum já.is. Þar er til að mynda gert ráð fyrir mismunandi myndum orða, leitarvélin þekkir nöfn þjóðþekktra einstaklinga, bókartitla, íslensk örnefni og jafnvel gert ráð fyrir skammstöfunum. „Þetta hefði ekki verið mögulegt án góðra gagna," segir Hjálmar. Sum þessarra gagna hafi fengist að kostnaðarlausu, önnur með samvinnu við hlutaðeigandi um endurgerð eða aðra nýtingu þessarra gagnasafna. Sem opnast aðgengi skiptir mjög miklu máli þar sem verkefni af þessu tagi séu oftar en ekki unnin af litlum fyrirtækjum, einstaklingum eða nemendum „með lítil fjárráð en mikinn áhuga". Í þessum tilvikum hafi hins vegar tekist að leysa úr læðingi mikil verðmæti í umræddum gagnasöfnum. „Þá verður að hafa í huga að þegar um opinber gögn er að ræða, þá hefur almenningur þegar greitt fyrir að láta búa þau til," segir Hjálmar. Tölur frá Bretlandi sýni að þjóðahagslegt tap af takmörkuðum aðgangi að opinberum gagnasöfnum, nemi einum milljarði punda á ári í glötuðum þjóðartekjum. „Þetta samsvarar 700 milljónum króna hér á landi ef höfðatölureglunni er beitt. Mér liggur við að segja milljarði. Hluta af þessum fjármunum mætti verja í aukna gagnasöfnun og umfram allt í að bæta aðgengi að gögnum sem þegar eru til, og samt komið út í þjóðhagslegum plús," segir Hjálmar Gíslason.- ikh
Héðan og þaðan Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira