Traust og hreinskilni mikilvægt í umrótinu 26. mars 2008 00:01 Eric Weber. Markaðurinn/Vilhelm „Hræringar á fjármálamörkuðum reyna á stjórnendur og undirstrikar mikilvægi þess að sýna hreinskilni og fela ekkert fyrir hluthöfum," segir dr. Eric Weber, aðstoðarskólastjóri IESE-viðskiptaháskólans í Barcelona á Spáni. Skólinn hefur verið í efsta sæti á lista Financial Times yfir bestu viðskiptaháskóla Evrópu undanfarin fimm ár. Háskólinn í Reykjavík og IESE hefja í apríl samstarf um nám fyrir æðstu stjórnendur íslenskra fyrirtækja, sem kallast AMP (Advanced Management Program), og fer það fram bæði í Reykjavík og í Barcelona. Weber kennir í náminu auk annarra erlendra kennara. Námið tekur hálft ár en síðasta fjórðungi þess lýkur í Miðjarðarhafsloftslagi við IESE-viðskiptaháskólann í Barcelona. Weber segir að vandlega verði valið úr röðum umsækjenda. „Hópurinn þarf að vera þannig samsettur að einstaklingar innan hans geti lært hver af öðrum. Því þurfa þeir að hafa reynslu til að miðla af," segir hann. Þó sé ekki loku fyrir það skotið að yngri einstaklingar geti sest á skólabekkinn. Í náminu fær sérhver nemandi yfirhalningu í formi sértækrar þjálfunar, sem styrkir hans sálrænu og persónulegu stoðir og horft til þess að skerpa á leiðtogahæfileikum hans. Spurður um gildi námsins fyrir núverandi aðstæður segir Weber mikilvægt að stjórnendur komi hreint fram: „Frá árinu 1994 hefur ekki verið nein niðursveifla að ráði - ef netbólan er undanskilin - og stór hluti stjórnenda hefur aldrei komist í tæri við viðlíka lægð og þá sem nú hefur riðið yfir. Gildi hreinskilni og trausts eykst enn við þessar aðstæður. Stjórnendur fyrirtækja verða að hafa styrk til að koma fram af heiðarleika," segir hann.- jab Héðan og þaðan Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
„Hræringar á fjármálamörkuðum reyna á stjórnendur og undirstrikar mikilvægi þess að sýna hreinskilni og fela ekkert fyrir hluthöfum," segir dr. Eric Weber, aðstoðarskólastjóri IESE-viðskiptaháskólans í Barcelona á Spáni. Skólinn hefur verið í efsta sæti á lista Financial Times yfir bestu viðskiptaháskóla Evrópu undanfarin fimm ár. Háskólinn í Reykjavík og IESE hefja í apríl samstarf um nám fyrir æðstu stjórnendur íslenskra fyrirtækja, sem kallast AMP (Advanced Management Program), og fer það fram bæði í Reykjavík og í Barcelona. Weber kennir í náminu auk annarra erlendra kennara. Námið tekur hálft ár en síðasta fjórðungi þess lýkur í Miðjarðarhafsloftslagi við IESE-viðskiptaháskólann í Barcelona. Weber segir að vandlega verði valið úr röðum umsækjenda. „Hópurinn þarf að vera þannig samsettur að einstaklingar innan hans geti lært hver af öðrum. Því þurfa þeir að hafa reynslu til að miðla af," segir hann. Þó sé ekki loku fyrir það skotið að yngri einstaklingar geti sest á skólabekkinn. Í náminu fær sérhver nemandi yfirhalningu í formi sértækrar þjálfunar, sem styrkir hans sálrænu og persónulegu stoðir og horft til þess að skerpa á leiðtogahæfileikum hans. Spurður um gildi námsins fyrir núverandi aðstæður segir Weber mikilvægt að stjórnendur komi hreint fram: „Frá árinu 1994 hefur ekki verið nein niðursveifla að ráði - ef netbólan er undanskilin - og stór hluti stjórnenda hefur aldrei komist í tæri við viðlíka lægð og þá sem nú hefur riðið yfir. Gildi hreinskilni og trausts eykst enn við þessar aðstæður. Stjórnendur fyrirtækja verða að hafa styrk til að koma fram af heiðarleika," segir hann.- jab
Héðan og þaðan Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira