Óvirk samkeppni Ingimar Karl Helgason skrifar 19. mars 2008 00:01 Samkeppnismarkaður með raforku er lítt virkur. Íslenskir raforkukaupendur sjá ekki ástæður til að skipta um raforkusala, enda munar ekki miklu á verðinu. Markaðurinn/Pjetur „Sjálfum fannst mér að ein meginniðurstaða hennar væri að samkeppni á raforkumarkaði væri fjarri því farin að virka sem skyldi,“ segir Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra um skýrslu ráðuneytisins um raforkumál. Í skýrslunni kemur fram að í hitteðfyrra hafi um 600 heimili skipt um raforkusala, eða sem nemur 0,35 prósentum almennra raforkunotenda. „Munurinn á verði er samt svo lítill að það skipta nánast engir um orkusala,“ segir Össur. Ný raforkulög tóku gildi um mitt ár 2003. Samfara gildistökunni átti að hefjast hér samkeppnismarkaður. Frá 1. janúar 2006 áttu allir raforkunotendur að geta valið sér raforkusala. Fram kemur í skýrslu iðnaðarráðuneytisins að fjöldi þeirra sem skipta um raforkuseljanda sé nánast eini mælikvarðinn á samkeppni á raforkumarkaði. Staðan sé töluvert önnur annars staðar á Norðurlöndum. Frá ársbyrjun 2003 hafi Danir getað valið sér raforkusala. Þar hafi 1,5 prósent notenda skipt um raforkusala í hitteðfyrra. Tæp fjögur prósent Finna skiptu um raforkusala á sama ári. Frá árinu 1997 hafa allir norskir raforkunotendur getað valið sér orkusala. Í hitteðfyrra skiptu 11,5 prósent raforkunotenda um sölufyrirtæki og 7,8 prósent Svía. Fram kemur í skýrslunni að hátt hlutfall Finna og Svía semji beint við seljanda sinn um lækkun á taxtaverði. Sambærilegar upplýsingar um slíka samninga hérlendis liggi ekki fyrir hjá Orkustofnun. „Hlutfallið er mun hærra í nágrannalöndunum, þar sem markaðurinn er þroskaðri. Í Noregi er hlutfallið til dæmis ríflega þrítugfalt meira. Þar telja neytendur greinilega að eftir einhverju sé að slægjast með því að velja nýjan orkusala. Það speglar væntanlega miklu þróaðri samkeppni, og meira hlaup í orkuverði milli fyrirtækja,“ segir Össur. Sjá má á töflunni að verðmunur milli orkusala er lítill. Sé miðað við ársnotkun í fjölbýli í Breiðholtinu munar innan við tvö þúsund krónum á hæsta og lægsta verði á raforku, sem hleypur rétt undir 50 þúsund krónum, sé kostnaður við dreifinguna tekinn með. Fólk greiðir sérstaklega fyrir hverja kílóvattstund. Síðan þarf fólk að greiða svonefnt fastagjald, sem hjá Orkuveitu Reykjavíkur nemur 6.746 krónum, án virðisaukaskatts, auk gjalds fyrir hverja kílóvattstund, sem kostar meira en kílóvattstundin kostar að jafnaði frá seljandanum. Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar, segist ekki skilja hvernig þeir sem kaupi raforkuna frá Landsvirkjun fari að því að bjóða svipað verð og Orkuveitan. „Við framleiðum sjálf um helminginn af því rafmagni sem við seljum almennum notendum. Það kostar mun minna en það sem við kaupum af Landsvirkjun og gerir okkur kleift að bjóða jafn lágt verð og raun ber vitni,“ segir Hjörleifur. Héðan og þaðan Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
„Sjálfum fannst mér að ein meginniðurstaða hennar væri að samkeppni á raforkumarkaði væri fjarri því farin að virka sem skyldi,“ segir Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra um skýrslu ráðuneytisins um raforkumál. Í skýrslunni kemur fram að í hitteðfyrra hafi um 600 heimili skipt um raforkusala, eða sem nemur 0,35 prósentum almennra raforkunotenda. „Munurinn á verði er samt svo lítill að það skipta nánast engir um orkusala,“ segir Össur. Ný raforkulög tóku gildi um mitt ár 2003. Samfara gildistökunni átti að hefjast hér samkeppnismarkaður. Frá 1. janúar 2006 áttu allir raforkunotendur að geta valið sér raforkusala. Fram kemur í skýrslu iðnaðarráðuneytisins að fjöldi þeirra sem skipta um raforkuseljanda sé nánast eini mælikvarðinn á samkeppni á raforkumarkaði. Staðan sé töluvert önnur annars staðar á Norðurlöndum. Frá ársbyrjun 2003 hafi Danir getað valið sér raforkusala. Þar hafi 1,5 prósent notenda skipt um raforkusala í hitteðfyrra. Tæp fjögur prósent Finna skiptu um raforkusala á sama ári. Frá árinu 1997 hafa allir norskir raforkunotendur getað valið sér orkusala. Í hitteðfyrra skiptu 11,5 prósent raforkunotenda um sölufyrirtæki og 7,8 prósent Svía. Fram kemur í skýrslunni að hátt hlutfall Finna og Svía semji beint við seljanda sinn um lækkun á taxtaverði. Sambærilegar upplýsingar um slíka samninga hérlendis liggi ekki fyrir hjá Orkustofnun. „Hlutfallið er mun hærra í nágrannalöndunum, þar sem markaðurinn er þroskaðri. Í Noregi er hlutfallið til dæmis ríflega þrítugfalt meira. Þar telja neytendur greinilega að eftir einhverju sé að slægjast með því að velja nýjan orkusala. Það speglar væntanlega miklu þróaðri samkeppni, og meira hlaup í orkuverði milli fyrirtækja,“ segir Össur. Sjá má á töflunni að verðmunur milli orkusala er lítill. Sé miðað við ársnotkun í fjölbýli í Breiðholtinu munar innan við tvö þúsund krónum á hæsta og lægsta verði á raforku, sem hleypur rétt undir 50 þúsund krónum, sé kostnaður við dreifinguna tekinn með. Fólk greiðir sérstaklega fyrir hverja kílóvattstund. Síðan þarf fólk að greiða svonefnt fastagjald, sem hjá Orkuveitu Reykjavíkur nemur 6.746 krónum, án virðisaukaskatts, auk gjalds fyrir hverja kílóvattstund, sem kostar meira en kílóvattstundin kostar að jafnaði frá seljandanum. Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar, segist ekki skilja hvernig þeir sem kaupi raforkuna frá Landsvirkjun fari að því að bjóða svipað verð og Orkuveitan. „Við framleiðum sjálf um helminginn af því rafmagni sem við seljum almennum notendum. Það kostar mun minna en það sem við kaupum af Landsvirkjun og gerir okkur kleift að bjóða jafn lágt verð og raun ber vitni,“ segir Hjörleifur.
Héðan og þaðan Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira