Engin bylting á Íslandi Hallgrímur Helgason skrifar 8. mars 2008 06:00 Eins og sönnum Íslendingi sæmir er ég ekki mikið fyrir smáatriði. Maður borgar bara brúsann - án þess að líta á upphæðina. Á dögunum varð mér þó rýnt í smáa letrið á einum af mínum ágætu reikningum og sá að höfuðstóll íbúðalánsins okkar í hafði hækkað frá því ég leit síðast á það fyrir um það bil ári síðan. Eitthvað fannst mér þetta skrýtið en eins og sönnum Íslendingi sæmir gleymdi ég því fljótt og kveikti bara á Kastljósinu. Það var svo á sunnudegi nokkru síðar að Andrés Magnússon læknir mætti í Silfur Egils og hélt stutta en áhrifaríka tölu um vaxtaokur íslenskra banka. Íslendingar borga að meðaltali 10% hærri vexti en aðrar þjóðir. Og þegar við bætist verðtrygging er nánast ógerlegt fyrir fólk að eignast hús sín, jafnvel þótt það nái 200 ára aldri. Á bloggsíðu nafna míns Thorsteinssonar fann ég eftirfarandi tilvitnun í Morgunblaðið, upplýsingar komnar beint frá Seðlabankanum: „Höfuðstóll verðtryggðs láns sem stóð í 10 milljónum króna í janúar hafði hækkað um 138 þúsund krónur í febrúar. Sé 10 milljóna króna verðtryggt íbúðarlán tekið í dag til fjörutíu ára þarf alls að greiða fyrir það um 136 milljónir króna, miðað við 6,8% verðbólgu allan tímann og 6,4% vexti - sem bankarnir bjóða um þessar mundir."10 verða 13610 milljón króna lán verður 136 milljónir á 40 árum? Erum við ekki að grínast? Nú skildi ég allt í einu hvers vegna höfuðstóllinn á íbúðaláninu mínu var milljón krónum hærri nú en í fyrra. Ég borga tæpar hundrað þúsund krónur í afborganir á mánuði. Höfuðstóllinn hafði hækkað sem því nemur!Ekki furða að Íslendingar tali um að borga UPP lán en ekki niður. Reyndar er full langt seilst að kalla þetta fyrirbæri lán. Ólán væri nærri lagi. Lengi höfum við vitað að Ísland er dýrasta land í heimi, hvað nauðsynjar varðar, en nú höfum við fengið nýjar og verri upplýsingar. Ég endurtek:„Höfuðstóll verðtryggðs láns sem stóð í 10 milljónum króna í janúar hafði hækkað um 138 þúsund krónur í febrúar." Ef heldur fram sem horfir mun þessi höfuðstóll hafa hækkað um rúma milljón fyrir árslok. Því má í raun segja að Íslendingurinn þurfi að borga milljón á ári fyrir það eitt að vera til, fyrir að vera á landinu. Dvalarleyfi á Íslandi kostar EINA MILLJÓN íslenskra króna á ári. Og þá erum við að tala um mig og þig, íslenska ríkisborgara.Stuttu eftir þátt Andrésar í Silfrinu fór ég til útlanda en reyndi þó að fylgjast með bloggræðunni heima eftir föngum, í fang- og hóteltölvum. Og einhvernveginn fékk ég á tilfinninguna að eitthvað momentum væri að myndast norður í höfum. Fólki væri nóg boðið, nú væri mælirinn fullur. Menn væru ekki alveg til í að halda áfram að hækka skuldir sínar um milljón á ári fyrir það eitt að hafa sýnilegan Seðlabankastjóra, þó skemmtilegur sé.Ísland eða Absúrdistan?"Andrés hefur kannski ekki hundrað prósent rétt fyrir sér, en hann segir á mannamáli hluti sem vaxtapíndur almenningur er að hugsa. Með réttu ætti að vera uppreisn í aðsigi," ritaði Egill Helgason á sína góðu bloggsíðu.Um líkt leyti var haft eftir Hreiðari Má hjá Kaupþingi að ef hann væri Seðlabankastjóri yrði hans fyrsta verk að afnema verðtrygginguna, sem sett var til bráðabirgða á óðaverðbólgutíð, í allt öðruvísi þjóðfélagi, en vinnur nú ásamt okurvöxtunum að því að hækka sérhvern höfuðstól á hverjum mánuði og það jafnvel umfram afborganir. Búum við í Absúrdistan? Getur verið að Gamla Ísland sé að þvælast fyrir því nýja?Síðan kom ég heim og sá mér til vonbrigða að umræðan hafði lognast út af fremur en að magnast. Það var ekki von á neinni byltingu á Íslandi. Við ætlum bara að kyngja þessu líkt og öðru. Okkur finnst svo merkilegt að vera Íslendingar að við erum alveg til í að borga tæpar hundrað þúsund krónur á mánuði fyrir það.Ég keyrði úr Keflavík beint á bensínstöð og fyllti tankinn. Það kostaði rúmar 8.000 krónur. Erum við ekki að grínast? Flugmiðinn minn frá Brussel til Riga kostaði það sama. Bölvað okurland er þetta, hugsaði ég um leið og skrúfaði tappann á tankinn en settist svo auðvitað bara inn í bíl og kveikti á EFFEMM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Helgason Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun
Eins og sönnum Íslendingi sæmir er ég ekki mikið fyrir smáatriði. Maður borgar bara brúsann - án þess að líta á upphæðina. Á dögunum varð mér þó rýnt í smáa letrið á einum af mínum ágætu reikningum og sá að höfuðstóll íbúðalánsins okkar í hafði hækkað frá því ég leit síðast á það fyrir um það bil ári síðan. Eitthvað fannst mér þetta skrýtið en eins og sönnum Íslendingi sæmir gleymdi ég því fljótt og kveikti bara á Kastljósinu. Það var svo á sunnudegi nokkru síðar að Andrés Magnússon læknir mætti í Silfur Egils og hélt stutta en áhrifaríka tölu um vaxtaokur íslenskra banka. Íslendingar borga að meðaltali 10% hærri vexti en aðrar þjóðir. Og þegar við bætist verðtrygging er nánast ógerlegt fyrir fólk að eignast hús sín, jafnvel þótt það nái 200 ára aldri. Á bloggsíðu nafna míns Thorsteinssonar fann ég eftirfarandi tilvitnun í Morgunblaðið, upplýsingar komnar beint frá Seðlabankanum: „Höfuðstóll verðtryggðs láns sem stóð í 10 milljónum króna í janúar hafði hækkað um 138 þúsund krónur í febrúar. Sé 10 milljóna króna verðtryggt íbúðarlán tekið í dag til fjörutíu ára þarf alls að greiða fyrir það um 136 milljónir króna, miðað við 6,8% verðbólgu allan tímann og 6,4% vexti - sem bankarnir bjóða um þessar mundir."10 verða 13610 milljón króna lán verður 136 milljónir á 40 árum? Erum við ekki að grínast? Nú skildi ég allt í einu hvers vegna höfuðstóllinn á íbúðaláninu mínu var milljón krónum hærri nú en í fyrra. Ég borga tæpar hundrað þúsund krónur í afborganir á mánuði. Höfuðstóllinn hafði hækkað sem því nemur!Ekki furða að Íslendingar tali um að borga UPP lán en ekki niður. Reyndar er full langt seilst að kalla þetta fyrirbæri lán. Ólán væri nærri lagi. Lengi höfum við vitað að Ísland er dýrasta land í heimi, hvað nauðsynjar varðar, en nú höfum við fengið nýjar og verri upplýsingar. Ég endurtek:„Höfuðstóll verðtryggðs láns sem stóð í 10 milljónum króna í janúar hafði hækkað um 138 þúsund krónur í febrúar." Ef heldur fram sem horfir mun þessi höfuðstóll hafa hækkað um rúma milljón fyrir árslok. Því má í raun segja að Íslendingurinn þurfi að borga milljón á ári fyrir það eitt að vera til, fyrir að vera á landinu. Dvalarleyfi á Íslandi kostar EINA MILLJÓN íslenskra króna á ári. Og þá erum við að tala um mig og þig, íslenska ríkisborgara.Stuttu eftir þátt Andrésar í Silfrinu fór ég til útlanda en reyndi þó að fylgjast með bloggræðunni heima eftir föngum, í fang- og hóteltölvum. Og einhvernveginn fékk ég á tilfinninguna að eitthvað momentum væri að myndast norður í höfum. Fólki væri nóg boðið, nú væri mælirinn fullur. Menn væru ekki alveg til í að halda áfram að hækka skuldir sínar um milljón á ári fyrir það eitt að hafa sýnilegan Seðlabankastjóra, þó skemmtilegur sé.Ísland eða Absúrdistan?"Andrés hefur kannski ekki hundrað prósent rétt fyrir sér, en hann segir á mannamáli hluti sem vaxtapíndur almenningur er að hugsa. Með réttu ætti að vera uppreisn í aðsigi," ritaði Egill Helgason á sína góðu bloggsíðu.Um líkt leyti var haft eftir Hreiðari Má hjá Kaupþingi að ef hann væri Seðlabankastjóri yrði hans fyrsta verk að afnema verðtrygginguna, sem sett var til bráðabirgða á óðaverðbólgutíð, í allt öðruvísi þjóðfélagi, en vinnur nú ásamt okurvöxtunum að því að hækka sérhvern höfuðstól á hverjum mánuði og það jafnvel umfram afborganir. Búum við í Absúrdistan? Getur verið að Gamla Ísland sé að þvælast fyrir því nýja?Síðan kom ég heim og sá mér til vonbrigða að umræðan hafði lognast út af fremur en að magnast. Það var ekki von á neinni byltingu á Íslandi. Við ætlum bara að kyngja þessu líkt og öðru. Okkur finnst svo merkilegt að vera Íslendingar að við erum alveg til í að borga tæpar hundrað þúsund krónur á mánuði fyrir það.Ég keyrði úr Keflavík beint á bensínstöð og fyllti tankinn. Það kostaði rúmar 8.000 krónur. Erum við ekki að grínast? Flugmiðinn minn frá Brussel til Riga kostaði það sama. Bölvað okurland er þetta, hugsaði ég um leið og skrúfaði tappann á tankinn en settist svo auðvitað bara inn í bíl og kveikti á EFFEMM.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun