Guðmundur betri kostur en Viggó Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. febrúar 2008 08:30 Ólafur Stefánsson segir að það hefði verið best ef Alfreð hefði getað haldið áfram með landsliðið. Hann vill fá íslenskan þjálfara og honum líst ekki á að fá Bogdan aftur. Mynd/Pjetur Ólafur Stefánsson landsliðsfyrirliði hefur ákveðnar skoðanir á landsliðsþjálfaramálum íslenska landsliðsins. Hann mælir með Óskari Bjarna Óskarssyni í starfið en segir fleiri kosti koma til greina. Honum hugnast ágætlega að fá Guðmund Guðmundsson aftur en setur spurningarmerki við Viggó Sigurðsson. Aðspurður segir hann ekki koma til greina að þjálfa liðið sjálfur þó svo að það væri tímabundið. „Dagur og Geir hefðu verið góðir í starfið að mínu mati og ég persónulega vildi fá Dag. Ég held að Patrekur eigi eftir að verða flottur þjálfari eftir nokkur ár en kannski ekki tilbúinn núna. Óskar Bjarni gæti komið inn að mínu mati og ekki væri verra ef hann hefði góðan mann með sér. Hann er vel að sér og frábær persónuleiki,“ sagði Ólafur við Fréttablaðið en hann segist hafa verið misskilinn þegar fólk taldi að hann vildi útlending í starfið er hann óskaði eftir manni með nýjar hugmyndir og ferska strauma. Liðið má ekki við of miklum breytingum„Ég vil þjálfara með heildarsýn og helst íslenskan. Ekki útlending sem ætlar að breyta öllu því það er of seint. Liðið má ekki við of miklum breytingum á þessum tímapunkti. Það gæti orðið hættulegt enda finnst mér ekki vanta mikið upp á hjá liðinu. Þjálfarinn þarf að vera virkur, í góðu sambandi við leikmennina og sífellt að halda mönnum við efnið og peppa þá upp fyrir ólympíuverkefnið. Nú er undirbúningstímabilið hjá okkur í landsliðinu fyrir ólympíuleikana hafið að mínu mati. Menn eiga að vera byrjaðir að undirbúa sig í hausnum og vera með fókus á verkefninu. Ég vil að menn byrji að undirbúa sig hjá sínum félagsliðum og geri örlítið betur hverju sinni og leggi meira á sig með hliðsjón af ólympíuverkefninu sem er fram undan. Hæfileikarnir eru til staðar að fara áfram og þegar kviknar á vélinni getur allt gerst. Ef menn eru ekki meðvitaðir og horfa ekki fram í tímann þá getur komið eitthvað óvænt upp á. Þetta snýst um metnað og að setja pressu á sig. Ef menn tapa þá geta þeir í það minnsta huggað sig við að hafa gert allt sem þeir gátu til að ná markmiðinu,“ sagði Ólafur. Nokkur nöfn eru uppi á borðinu þessa dagana sem mögulegir landsliðsþjálfarar. Bogdan Kowalczyk sagði við Vísi að hann væri til í að hjálpa Íslandi og tveir aðrir fyrrum landsliðsþjálfarar – Guðmundur Guðmundsson og Viggó Sigurðsson – hafa ekki viljað loka hurðinni á að koma inn aftur. „Það væri allt í lagi að fá Gumma en ég set spurningarmerki við Viggó. Mér finnst Guðmundur vera betri kostur en Viggó. Við erum enn að spila svolítinn Gummabolta. Ég segi nei við Bogdan því ég held að hann sé vel á eftir en ég tek samt ekkert frá honum það sem hann gerði fyrir handboltann á Íslandi sem var frábært,“ sagði Ólafur. Íslenski handboltinn Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
Ólafur Stefánsson landsliðsfyrirliði hefur ákveðnar skoðanir á landsliðsþjálfaramálum íslenska landsliðsins. Hann mælir með Óskari Bjarna Óskarssyni í starfið en segir fleiri kosti koma til greina. Honum hugnast ágætlega að fá Guðmund Guðmundsson aftur en setur spurningarmerki við Viggó Sigurðsson. Aðspurður segir hann ekki koma til greina að þjálfa liðið sjálfur þó svo að það væri tímabundið. „Dagur og Geir hefðu verið góðir í starfið að mínu mati og ég persónulega vildi fá Dag. Ég held að Patrekur eigi eftir að verða flottur þjálfari eftir nokkur ár en kannski ekki tilbúinn núna. Óskar Bjarni gæti komið inn að mínu mati og ekki væri verra ef hann hefði góðan mann með sér. Hann er vel að sér og frábær persónuleiki,“ sagði Ólafur við Fréttablaðið en hann segist hafa verið misskilinn þegar fólk taldi að hann vildi útlending í starfið er hann óskaði eftir manni með nýjar hugmyndir og ferska strauma. Liðið má ekki við of miklum breytingum„Ég vil þjálfara með heildarsýn og helst íslenskan. Ekki útlending sem ætlar að breyta öllu því það er of seint. Liðið má ekki við of miklum breytingum á þessum tímapunkti. Það gæti orðið hættulegt enda finnst mér ekki vanta mikið upp á hjá liðinu. Þjálfarinn þarf að vera virkur, í góðu sambandi við leikmennina og sífellt að halda mönnum við efnið og peppa þá upp fyrir ólympíuverkefnið. Nú er undirbúningstímabilið hjá okkur í landsliðinu fyrir ólympíuleikana hafið að mínu mati. Menn eiga að vera byrjaðir að undirbúa sig í hausnum og vera með fókus á verkefninu. Ég vil að menn byrji að undirbúa sig hjá sínum félagsliðum og geri örlítið betur hverju sinni og leggi meira á sig með hliðsjón af ólympíuverkefninu sem er fram undan. Hæfileikarnir eru til staðar að fara áfram og þegar kviknar á vélinni getur allt gerst. Ef menn eru ekki meðvitaðir og horfa ekki fram í tímann þá getur komið eitthvað óvænt upp á. Þetta snýst um metnað og að setja pressu á sig. Ef menn tapa þá geta þeir í það minnsta huggað sig við að hafa gert allt sem þeir gátu til að ná markmiðinu,“ sagði Ólafur. Nokkur nöfn eru uppi á borðinu þessa dagana sem mögulegir landsliðsþjálfarar. Bogdan Kowalczyk sagði við Vísi að hann væri til í að hjálpa Íslandi og tveir aðrir fyrrum landsliðsþjálfarar – Guðmundur Guðmundsson og Viggó Sigurðsson – hafa ekki viljað loka hurðinni á að koma inn aftur. „Það væri allt í lagi að fá Gumma en ég set spurningarmerki við Viggó. Mér finnst Guðmundur vera betri kostur en Viggó. Við erum enn að spila svolítinn Gummabolta. Ég segi nei við Bogdan því ég held að hann sé vel á eftir en ég tek samt ekkert frá honum það sem hann gerði fyrir handboltann á Íslandi sem var frábært,“ sagði Ólafur.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira