Eiður: Ekkert El Clásico án Ronaldinho 20. desember 2007 15:43 Eiður og Ronaldinho eru góðir félagar NordicPhotos/GettyImages Eiður Smári Guðjohnsen segist vonast til að fá tækifæri til að koma við sögu í "El Clásico" á sunnudaginn, en það er risaslagur Barcelona og Real Madrid í spænska boltanum. Í samtali við Sport á Spáni kemur fram að Eiður hafi tileinkað vini sínum Ronaldinho mark sitt gegn Valencia á dögunum, en Brasilíumaðurinn hefur reyndar oft leikið betur en undanfarið. Leo Messi mun missa af leiknum vegna meiðsla og þá er Thierry Henry tæpur. "Allir vita hvað mér finnst um Ronaldinho og það er mjög erfitt að ímynda sér þennan leik án hans," sagði Eiður, sem enn hefur ekki náð að vinna sigur á þeim hvítklæddu eftir að Barcelona tapaði og gerði jafntefli í rimmunum tveimur í deildinni á síðustu leiktíð. "Einu sinni er allt fyrst," sagði Eiður og glotti. "Auðvitað vona ég að ég fái að spila a.m.k. nokkrar mínútur í þessum leik og ég er ekki einn um það. Allir vilja taka þátt í þessum leik," sagði Eiður. Nú er bara að bíða og sjá hvort Eiður fær tækifæri um helgina, en meiðslalisti Barcelona hefur heldur verið að styttast undanfarið og menn eins og Toure, Deco, Eto´o og Henry allir að koma til. Eiður var líka spurður að því hvaða leikmaður spilaði stærsta hlutverkið í liði Real Madrid fyrir leikinn um helgina og nefndi þar markvörðinn Iker Casillas sem hefur verið í fínu formi undanfarið. "Real er með frábært lið og valinn mann í hverju rúmi. Styrkleiki liðsins er líka sá að liðið virðist geta náð að vinna leiki þrátt fyrir að vera ekki að spila sérstaklega vel," sagði Eiður. "Casillas er einn áhrifamesti leikmaðurinn í þeirra liði," sagði hann og bætti við að leikmenn Barcelona myndu "berjast til síðasta manns" um helgina. Spænskir fjölmiðlar hallast frekar að því að Eiður Smári fái jafnvel tækifæri í byrjunarliðinu í stórleiknum um helgina og byggja þá kenningu á því sem þeir hafa séð á æfingum hjá Katalóníuliðinu í dag. Þar virtust þeir Deco og Ronaldinho ekki vera inni í myndinni hjá þjálfaranum Frank Rijkaard og blaðamenn ytra leiða líkum að því að annar eða jafnvel báðir verði á tréverkinu á sunnudaginn. Leikurinn á sunnudaginn verður sýndur beint á Sýn klukkan 17:50 og þar ættu heimamenn að vera sigurstranglegir ef tekið er mark af sögunni, því liðið er með 100% árangur þar á leiktíðinni og hefur aðeins tvisvar tapað fyrir Real á heimavelli á síðustu 24 árum. Spænski boltinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen segist vonast til að fá tækifæri til að koma við sögu í "El Clásico" á sunnudaginn, en það er risaslagur Barcelona og Real Madrid í spænska boltanum. Í samtali við Sport á Spáni kemur fram að Eiður hafi tileinkað vini sínum Ronaldinho mark sitt gegn Valencia á dögunum, en Brasilíumaðurinn hefur reyndar oft leikið betur en undanfarið. Leo Messi mun missa af leiknum vegna meiðsla og þá er Thierry Henry tæpur. "Allir vita hvað mér finnst um Ronaldinho og það er mjög erfitt að ímynda sér þennan leik án hans," sagði Eiður, sem enn hefur ekki náð að vinna sigur á þeim hvítklæddu eftir að Barcelona tapaði og gerði jafntefli í rimmunum tveimur í deildinni á síðustu leiktíð. "Einu sinni er allt fyrst," sagði Eiður og glotti. "Auðvitað vona ég að ég fái að spila a.m.k. nokkrar mínútur í þessum leik og ég er ekki einn um það. Allir vilja taka þátt í þessum leik," sagði Eiður. Nú er bara að bíða og sjá hvort Eiður fær tækifæri um helgina, en meiðslalisti Barcelona hefur heldur verið að styttast undanfarið og menn eins og Toure, Deco, Eto´o og Henry allir að koma til. Eiður var líka spurður að því hvaða leikmaður spilaði stærsta hlutverkið í liði Real Madrid fyrir leikinn um helgina og nefndi þar markvörðinn Iker Casillas sem hefur verið í fínu formi undanfarið. "Real er með frábært lið og valinn mann í hverju rúmi. Styrkleiki liðsins er líka sá að liðið virðist geta náð að vinna leiki þrátt fyrir að vera ekki að spila sérstaklega vel," sagði Eiður. "Casillas er einn áhrifamesti leikmaðurinn í þeirra liði," sagði hann og bætti við að leikmenn Barcelona myndu "berjast til síðasta manns" um helgina. Spænskir fjölmiðlar hallast frekar að því að Eiður Smári fái jafnvel tækifæri í byrjunarliðinu í stórleiknum um helgina og byggja þá kenningu á því sem þeir hafa séð á æfingum hjá Katalóníuliðinu í dag. Þar virtust þeir Deco og Ronaldinho ekki vera inni í myndinni hjá þjálfaranum Frank Rijkaard og blaðamenn ytra leiða líkum að því að annar eða jafnvel báðir verði á tréverkinu á sunnudaginn. Leikurinn á sunnudaginn verður sýndur beint á Sýn klukkan 17:50 og þar ættu heimamenn að vera sigurstranglegir ef tekið er mark af sögunni, því liðið er með 100% árangur þar á leiktíðinni og hefur aðeins tvisvar tapað fyrir Real á heimavelli á síðustu 24 árum.
Spænski boltinn Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Sjá meira