Eiður: Ekkert El Clásico án Ronaldinho 20. desember 2007 15:43 Eiður og Ronaldinho eru góðir félagar NordicPhotos/GettyImages Eiður Smári Guðjohnsen segist vonast til að fá tækifæri til að koma við sögu í "El Clásico" á sunnudaginn, en það er risaslagur Barcelona og Real Madrid í spænska boltanum. Í samtali við Sport á Spáni kemur fram að Eiður hafi tileinkað vini sínum Ronaldinho mark sitt gegn Valencia á dögunum, en Brasilíumaðurinn hefur reyndar oft leikið betur en undanfarið. Leo Messi mun missa af leiknum vegna meiðsla og þá er Thierry Henry tæpur. "Allir vita hvað mér finnst um Ronaldinho og það er mjög erfitt að ímynda sér þennan leik án hans," sagði Eiður, sem enn hefur ekki náð að vinna sigur á þeim hvítklæddu eftir að Barcelona tapaði og gerði jafntefli í rimmunum tveimur í deildinni á síðustu leiktíð. "Einu sinni er allt fyrst," sagði Eiður og glotti. "Auðvitað vona ég að ég fái að spila a.m.k. nokkrar mínútur í þessum leik og ég er ekki einn um það. Allir vilja taka þátt í þessum leik," sagði Eiður. Nú er bara að bíða og sjá hvort Eiður fær tækifæri um helgina, en meiðslalisti Barcelona hefur heldur verið að styttast undanfarið og menn eins og Toure, Deco, Eto´o og Henry allir að koma til. Eiður var líka spurður að því hvaða leikmaður spilaði stærsta hlutverkið í liði Real Madrid fyrir leikinn um helgina og nefndi þar markvörðinn Iker Casillas sem hefur verið í fínu formi undanfarið. "Real er með frábært lið og valinn mann í hverju rúmi. Styrkleiki liðsins er líka sá að liðið virðist geta náð að vinna leiki þrátt fyrir að vera ekki að spila sérstaklega vel," sagði Eiður. "Casillas er einn áhrifamesti leikmaðurinn í þeirra liði," sagði hann og bætti við að leikmenn Barcelona myndu "berjast til síðasta manns" um helgina. Spænskir fjölmiðlar hallast frekar að því að Eiður Smári fái jafnvel tækifæri í byrjunarliðinu í stórleiknum um helgina og byggja þá kenningu á því sem þeir hafa séð á æfingum hjá Katalóníuliðinu í dag. Þar virtust þeir Deco og Ronaldinho ekki vera inni í myndinni hjá þjálfaranum Frank Rijkaard og blaðamenn ytra leiða líkum að því að annar eða jafnvel báðir verði á tréverkinu á sunnudaginn. Leikurinn á sunnudaginn verður sýndur beint á Sýn klukkan 17:50 og þar ættu heimamenn að vera sigurstranglegir ef tekið er mark af sögunni, því liðið er með 100% árangur þar á leiktíðinni og hefur aðeins tvisvar tapað fyrir Real á heimavelli á síðustu 24 árum. Spænski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Sport Fleiri fréttir Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen segist vonast til að fá tækifæri til að koma við sögu í "El Clásico" á sunnudaginn, en það er risaslagur Barcelona og Real Madrid í spænska boltanum. Í samtali við Sport á Spáni kemur fram að Eiður hafi tileinkað vini sínum Ronaldinho mark sitt gegn Valencia á dögunum, en Brasilíumaðurinn hefur reyndar oft leikið betur en undanfarið. Leo Messi mun missa af leiknum vegna meiðsla og þá er Thierry Henry tæpur. "Allir vita hvað mér finnst um Ronaldinho og það er mjög erfitt að ímynda sér þennan leik án hans," sagði Eiður, sem enn hefur ekki náð að vinna sigur á þeim hvítklæddu eftir að Barcelona tapaði og gerði jafntefli í rimmunum tveimur í deildinni á síðustu leiktíð. "Einu sinni er allt fyrst," sagði Eiður og glotti. "Auðvitað vona ég að ég fái að spila a.m.k. nokkrar mínútur í þessum leik og ég er ekki einn um það. Allir vilja taka þátt í þessum leik," sagði Eiður. Nú er bara að bíða og sjá hvort Eiður fær tækifæri um helgina, en meiðslalisti Barcelona hefur heldur verið að styttast undanfarið og menn eins og Toure, Deco, Eto´o og Henry allir að koma til. Eiður var líka spurður að því hvaða leikmaður spilaði stærsta hlutverkið í liði Real Madrid fyrir leikinn um helgina og nefndi þar markvörðinn Iker Casillas sem hefur verið í fínu formi undanfarið. "Real er með frábært lið og valinn mann í hverju rúmi. Styrkleiki liðsins er líka sá að liðið virðist geta náð að vinna leiki þrátt fyrir að vera ekki að spila sérstaklega vel," sagði Eiður. "Casillas er einn áhrifamesti leikmaðurinn í þeirra liði," sagði hann og bætti við að leikmenn Barcelona myndu "berjast til síðasta manns" um helgina. Spænskir fjölmiðlar hallast frekar að því að Eiður Smári fái jafnvel tækifæri í byrjunarliðinu í stórleiknum um helgina og byggja þá kenningu á því sem þeir hafa séð á æfingum hjá Katalóníuliðinu í dag. Þar virtust þeir Deco og Ronaldinho ekki vera inni í myndinni hjá þjálfaranum Frank Rijkaard og blaðamenn ytra leiða líkum að því að annar eða jafnvel báðir verði á tréverkinu á sunnudaginn. Leikurinn á sunnudaginn verður sýndur beint á Sýn klukkan 17:50 og þar ættu heimamenn að vera sigurstranglegir ef tekið er mark af sögunni, því liðið er með 100% árangur þar á leiktíðinni og hefur aðeins tvisvar tapað fyrir Real á heimavelli á síðustu 24 árum.
Spænski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Sport Fleiri fréttir Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Sjá meira