Auðmenn og almenningur Björgvin Guðmundsson skrifar 8. desember 2007 00:01 Fólk mun ekki græða mikið á hlutabréfakaupum í ár. Hækkun á verði hlutabréfa stærstu fyrirtækja í Kauphöll Íslands, sem mynda úrvalsvísitöluna, hefur að mestu leyti gengið til baka. Það er mikil breyting frá því sem verið hefur síðustu ár. Margir spáðu að hlutabréfaverð myndi hækka um allt að fjörutíu prósent á árinu. Umfjöllun um fall hlutabréfa tengist sjálfkrafa stærstu eigendum skráðra félaga. Þeir eiga mestra hagsmuna að gæta. Athafnamenn hafa því verið áberandi í fjölmiðlum undanfarna daga. Verðmæti eigna þeirra hefur minnkað um tugi milljarða króna. Og ekki sér fyrir endann á lækkununum. Óvissan um framtíðina á hlutabréfamörkuðunum er enn mikil. Það hlakkar í sumum yfir þessari þróun. Það er kannski eðlilegt. Mikil umræða hefur verið um misskiptingu í íslensku þjóðfélagi undanfarin ár. Mjög margir einstaklingar hafa orðið sterkefnaðir. Stjórnmálamenn stökkva oft fram þegar rætt er um laun æðstu stjórnenda. Sagðar eru fréttir af húsum sem eru rifin til að byggja ný og flottari hús. Fólk er orðið ónæmt fyrir tölum og nú skipta milljónir ekki máli heldur er talað um milljarða. Fyrirtæki sýna betri afkomu ár eftir ár. Fjárfestar innleysa milljarða í hagnað af fjárfestingum sínum. Þetta hefur verið góður tími fyrir þá sem eiga peninga. Er þá ekki bara ágætt að menn fari loksins að tapa peningum fyrst þeir hafa grætt svona mikið undanfarin ár? Það má vel vera að einhverjum líði betur þegar fólk verður fátækara en áður. Lífsgæðakapphlaupið hefur alltaf snúist um hlutfallslegan samanburð. Fólk er ánægt með fjölskyldubílinn þangað til nágranninn fær sér flottari bíl. Það er ekki alltaf augljóst hvernig hagsmunir almennings og athafnamanna fara saman. Athafnamennirnir byggja upp og stjórna fyrirtækjum sem almenningur getur fjárfest í. Lífeyrissjóðir kaupa einnig í fyrirtækjum þegar þeir ávaxta peninga tugþúsunda sjóðsfélaga. Fyrirtæki veita fólki spennandi störf og góð laun. Tækifæri hafa skapast fyrir fjölmarga að nýta menntun sína á Íslandi í stað þess að starfa erlendis. Stórfyrirtæki eiga í viðskiptum við smærri fyrirtæki. Hagsmunir eigenda og almennings eru samofnir. Aukin umsvif og hagnaður fyrirtækja auka líka tekjur hins opinbera. Aðeins þannig geta stjórnmálamenn hrint í framkvæmd mörgum verkefnum sem þeir telja nauðsynleg. Alþingis- og sveitarstjórnarmenn búa ekki til neina peninga. Þeir fá peninga frá einstaklingum og fyrirtækjum. Sem dæmi borguðu einstaklingar rúma sextán milljarða í fjármagnstekjuskatt í fyrra. Fyrirtæki í Reykjavík greiddu tuttugu milljarða í opinber gjöld. Sá einstaklingur sem greiddi mest, Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri Kaupþings, greiddi um 400 milljónir króna í fyrra. Velferðarkerfið er fjármagnað að hluta með öllum þessum greiðslum. Búast má við að þessar greiðslur hækki ekki eins mikið í ár og búist var við. Óhagstæð þróun á hlutabréfamörkuðum í heiminum hefur áhrif þar á. Það eru ekki bara einstaka auðmenn sem tapa peningum við þessar aðstæður. Þetta hefur áhrif á lífskjör alls almennings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun
Fólk mun ekki græða mikið á hlutabréfakaupum í ár. Hækkun á verði hlutabréfa stærstu fyrirtækja í Kauphöll Íslands, sem mynda úrvalsvísitöluna, hefur að mestu leyti gengið til baka. Það er mikil breyting frá því sem verið hefur síðustu ár. Margir spáðu að hlutabréfaverð myndi hækka um allt að fjörutíu prósent á árinu. Umfjöllun um fall hlutabréfa tengist sjálfkrafa stærstu eigendum skráðra félaga. Þeir eiga mestra hagsmuna að gæta. Athafnamenn hafa því verið áberandi í fjölmiðlum undanfarna daga. Verðmæti eigna þeirra hefur minnkað um tugi milljarða króna. Og ekki sér fyrir endann á lækkununum. Óvissan um framtíðina á hlutabréfamörkuðunum er enn mikil. Það hlakkar í sumum yfir þessari þróun. Það er kannski eðlilegt. Mikil umræða hefur verið um misskiptingu í íslensku þjóðfélagi undanfarin ár. Mjög margir einstaklingar hafa orðið sterkefnaðir. Stjórnmálamenn stökkva oft fram þegar rætt er um laun æðstu stjórnenda. Sagðar eru fréttir af húsum sem eru rifin til að byggja ný og flottari hús. Fólk er orðið ónæmt fyrir tölum og nú skipta milljónir ekki máli heldur er talað um milljarða. Fyrirtæki sýna betri afkomu ár eftir ár. Fjárfestar innleysa milljarða í hagnað af fjárfestingum sínum. Þetta hefur verið góður tími fyrir þá sem eiga peninga. Er þá ekki bara ágætt að menn fari loksins að tapa peningum fyrst þeir hafa grætt svona mikið undanfarin ár? Það má vel vera að einhverjum líði betur þegar fólk verður fátækara en áður. Lífsgæðakapphlaupið hefur alltaf snúist um hlutfallslegan samanburð. Fólk er ánægt með fjölskyldubílinn þangað til nágranninn fær sér flottari bíl. Það er ekki alltaf augljóst hvernig hagsmunir almennings og athafnamanna fara saman. Athafnamennirnir byggja upp og stjórna fyrirtækjum sem almenningur getur fjárfest í. Lífeyrissjóðir kaupa einnig í fyrirtækjum þegar þeir ávaxta peninga tugþúsunda sjóðsfélaga. Fyrirtæki veita fólki spennandi störf og góð laun. Tækifæri hafa skapast fyrir fjölmarga að nýta menntun sína á Íslandi í stað þess að starfa erlendis. Stórfyrirtæki eiga í viðskiptum við smærri fyrirtæki. Hagsmunir eigenda og almennings eru samofnir. Aukin umsvif og hagnaður fyrirtækja auka líka tekjur hins opinbera. Aðeins þannig geta stjórnmálamenn hrint í framkvæmd mörgum verkefnum sem þeir telja nauðsynleg. Alþingis- og sveitarstjórnarmenn búa ekki til neina peninga. Þeir fá peninga frá einstaklingum og fyrirtækjum. Sem dæmi borguðu einstaklingar rúma sextán milljarða í fjármagnstekjuskatt í fyrra. Fyrirtæki í Reykjavík greiddu tuttugu milljarða í opinber gjöld. Sá einstaklingur sem greiddi mest, Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri Kaupþings, greiddi um 400 milljónir króna í fyrra. Velferðarkerfið er fjármagnað að hluta með öllum þessum greiðslum. Búast má við að þessar greiðslur hækki ekki eins mikið í ár og búist var við. Óhagstæð þróun á hlutabréfamörkuðum í heiminum hefur áhrif þar á. Það eru ekki bara einstaka auðmenn sem tapa peningum við þessar aðstæður. Þetta hefur áhrif á lífskjör alls almennings.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun