Körfubolti

TCU tapaði í framlengingu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Helena skoraði níu stig í leiknum.
Helena skoraði níu stig í leiknum. Mynd/TCU/Keith Robinson
Helena Sverrisdóttir skoraði níu stig þegar lið hennar í bandaríska háskólaboltanum, TCU, tapaði fyrir Florida Gators á útivelli í gær.

Adrianne Ross bætti persónulegt met þegar hún skoraði 38 stig í leiknum en engu að síður dugði það ekki til.

Helena var í byrjunarliðinu sem fyrr sem er vitanlega frábært afrek hjá nýliða í svo sterku liði. Hún lék í 30 mínútur í leiknum og hitti alls úr þremur af níu skotum sínum, þar af úr einu af sex þriggja stiga skotum sínum.

Helena gaf flestar stoðsendingar hjá TCU í leiknum, fimm talsins, og tók einnig næstflest fráköst, samtals sex. Hún stal einnig einum bolta og tapaði einum.

TCU tapaði sínum fjórða leik á útivelli í gær í jafn mörgum útileikjum. Samtals hefur liðið unnið fjóra leiki en tapað sex.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×