Innlent

Pósturinn kominn í jólastuð

Bréfberar og aðrir starfsmenn Íslandspóst segja mjög mikið farið að bera á jólaösinni nú þegar einungis vika er til jóla. „Ég myndi nú samt ekki segja að bréfberarnir okkar væru að kikna undan álagi. Við fáum auðvitað skólafólk til okkar í afleysingum í jólamánuðinum," segir Ágústa Hrund Steinarsdóttir, forstöðumaður markaðsdeildar Íslandspósts.

Ágústa segir að fólk komist oft í mikið jólaskap við að bera út jólakortin. „Þetta er auðvitað mjög gaman og mikil stemning," segir hún. Síðasti skiladagur böggla fyrir innanlandssendingar er 19. desember, en daginn eftir þurfa jólakortin að vera komin til skila. Ef sendingar berast eftir þann tíma er ekki víst að þær skili sér á áfangastað fyrir jól.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×