Frábær Mayweather rotaði Hatton 9. desember 2007 06:25 Mayweather kláraði dæmið í 10. lotu NordicPhotos/GettyImages Bandaríkjamaðurinn Floyd Mayweather sýndi og sannaði yfirburði sína sem einn besti hnefaleikari heimsins í nótt þegar hann rotaði Englendinginn Ricky Hatton í 10. lotu í risabardaga þeirra í Las Vegas í Bandaríkjunum. Þetta var fyrsta tap Hatton á ferlinum og þýðir að Mayweather getur bætt WBC beltinu í veltivigt í glæsilegt verðlaunasafn sitt. Hatton var mjög grimmur í byrjun bardagans en dómarinn Joe Cortez blandaði sér meira í návígin en góðu hófi gegndi og lagði strangar línur í byrjun. Hatton pressaði stíft fyrstu loturnar og komst ágætlega frá þeim, en hinn kjaftfori en hæfileikaríki Mayweather gekk á lagið um miðbik bardagans. Hann var duglegur við að læsa á Hatton og ná sér í hvíld inn á milli þess sem hann sótti með fallegum flettum í lok hverrar lotu og skoraði stig hjá dómurunum. Mayweather fór svo fyrst að landa stóru höggunum í áttundu og níundu lotunum og á þeim tímapunkti var hann búinn að ná tökum á bardaganum. Það var svo í þeirri tíundu sem hann veitti Manchester-manninum náðarhöggið með glæsilegum og föstum vinstri krók sem sendi Hatton af krafti út í hornið og í strigann. Þá var allur vindur úr Hatton og augnablikum síðar var hann kominn aftur í gólfið og Cortez dómari stöðvaði bardagann. Hatton sá stjörnur í 10. lotunniNordicPhotos/GettyImages Hnefaleikasérfræðingar voru margir hverjir á því að Cortez dómari hefði farið illa að ráði sínu í bardaganum og gert Mayweather lífið auðveldara með því að brjóta návígi þeirra upp ítrekað, en það breytir ekki þeirri staðreynd að Bandaríkjamaðurinn háværi sýndi að hann er sá besti í heiminum pund fyrir pund. Mayweather hrósaði andstæðingi sínum í hástert eftir bardagann og þakkaði sérstaklega bresku stuðningsmönnunum sem mættu til Las Vegas fyrir þátttöku þeirra í fjörinu. Bretarnir settu svip sinn á bardagann með sífelldum söngvum og fagnaðarlátum ekki ósvipuðum þeim sem heyrast á knattspyrnuleikjum á Englandi og á meðal áhorfenda voru allar helstu stjörnurnar í bransanum eins og t.d. David Beckham, Sylvester Stallone og Denzel Washington svo fáir séu nefndir. Hatton tók tapinu með sinni alkunnu auðmýkt og skopskyni og viðurkenndi yfirburði andstæðings síns. Hann sagðist ef til vill hafa farið aðeins út af sporinu í bardagaáætlun sinni. Hann var spurður út í dómgæsluna og sagðist ósáttur við að Mayweather hefði notað nokkur af bellibrögðunum úr bókinni til að landa góðum höggum á sig - en sagði að þegar upp væri staðir væri þetta bardagi en ekki kitlukeppni. Það er óhætt að segja að bardagi ársins hafi því staðið fyllilega undir væntingum. Box Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Floyd Mayweather sýndi og sannaði yfirburði sína sem einn besti hnefaleikari heimsins í nótt þegar hann rotaði Englendinginn Ricky Hatton í 10. lotu í risabardaga þeirra í Las Vegas í Bandaríkjunum. Þetta var fyrsta tap Hatton á ferlinum og þýðir að Mayweather getur bætt WBC beltinu í veltivigt í glæsilegt verðlaunasafn sitt. Hatton var mjög grimmur í byrjun bardagans en dómarinn Joe Cortez blandaði sér meira í návígin en góðu hófi gegndi og lagði strangar línur í byrjun. Hatton pressaði stíft fyrstu loturnar og komst ágætlega frá þeim, en hinn kjaftfori en hæfileikaríki Mayweather gekk á lagið um miðbik bardagans. Hann var duglegur við að læsa á Hatton og ná sér í hvíld inn á milli þess sem hann sótti með fallegum flettum í lok hverrar lotu og skoraði stig hjá dómurunum. Mayweather fór svo fyrst að landa stóru höggunum í áttundu og níundu lotunum og á þeim tímapunkti var hann búinn að ná tökum á bardaganum. Það var svo í þeirri tíundu sem hann veitti Manchester-manninum náðarhöggið með glæsilegum og föstum vinstri krók sem sendi Hatton af krafti út í hornið og í strigann. Þá var allur vindur úr Hatton og augnablikum síðar var hann kominn aftur í gólfið og Cortez dómari stöðvaði bardagann. Hatton sá stjörnur í 10. lotunniNordicPhotos/GettyImages Hnefaleikasérfræðingar voru margir hverjir á því að Cortez dómari hefði farið illa að ráði sínu í bardaganum og gert Mayweather lífið auðveldara með því að brjóta návígi þeirra upp ítrekað, en það breytir ekki þeirri staðreynd að Bandaríkjamaðurinn háværi sýndi að hann er sá besti í heiminum pund fyrir pund. Mayweather hrósaði andstæðingi sínum í hástert eftir bardagann og þakkaði sérstaklega bresku stuðningsmönnunum sem mættu til Las Vegas fyrir þátttöku þeirra í fjörinu. Bretarnir settu svip sinn á bardagann með sífelldum söngvum og fagnaðarlátum ekki ósvipuðum þeim sem heyrast á knattspyrnuleikjum á Englandi og á meðal áhorfenda voru allar helstu stjörnurnar í bransanum eins og t.d. David Beckham, Sylvester Stallone og Denzel Washington svo fáir séu nefndir. Hatton tók tapinu með sinni alkunnu auðmýkt og skopskyni og viðurkenndi yfirburði andstæðings síns. Hann sagðist ef til vill hafa farið aðeins út af sporinu í bardagaáætlun sinni. Hann var spurður út í dómgæsluna og sagðist ósáttur við að Mayweather hefði notað nokkur af bellibrögðunum úr bókinni til að landa góðum höggum á sig - en sagði að þegar upp væri staðir væri þetta bardagi en ekki kitlukeppni. Það er óhætt að segja að bardagi ársins hafi því staðið fyllilega undir væntingum.
Box Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sjá meira