Frábær Mayweather rotaði Hatton 9. desember 2007 06:25 Mayweather kláraði dæmið í 10. lotu NordicPhotos/GettyImages Bandaríkjamaðurinn Floyd Mayweather sýndi og sannaði yfirburði sína sem einn besti hnefaleikari heimsins í nótt þegar hann rotaði Englendinginn Ricky Hatton í 10. lotu í risabardaga þeirra í Las Vegas í Bandaríkjunum. Þetta var fyrsta tap Hatton á ferlinum og þýðir að Mayweather getur bætt WBC beltinu í veltivigt í glæsilegt verðlaunasafn sitt. Hatton var mjög grimmur í byrjun bardagans en dómarinn Joe Cortez blandaði sér meira í návígin en góðu hófi gegndi og lagði strangar línur í byrjun. Hatton pressaði stíft fyrstu loturnar og komst ágætlega frá þeim, en hinn kjaftfori en hæfileikaríki Mayweather gekk á lagið um miðbik bardagans. Hann var duglegur við að læsa á Hatton og ná sér í hvíld inn á milli þess sem hann sótti með fallegum flettum í lok hverrar lotu og skoraði stig hjá dómurunum. Mayweather fór svo fyrst að landa stóru höggunum í áttundu og níundu lotunum og á þeim tímapunkti var hann búinn að ná tökum á bardaganum. Það var svo í þeirri tíundu sem hann veitti Manchester-manninum náðarhöggið með glæsilegum og föstum vinstri krók sem sendi Hatton af krafti út í hornið og í strigann. Þá var allur vindur úr Hatton og augnablikum síðar var hann kominn aftur í gólfið og Cortez dómari stöðvaði bardagann. Hatton sá stjörnur í 10. lotunniNordicPhotos/GettyImages Hnefaleikasérfræðingar voru margir hverjir á því að Cortez dómari hefði farið illa að ráði sínu í bardaganum og gert Mayweather lífið auðveldara með því að brjóta návígi þeirra upp ítrekað, en það breytir ekki þeirri staðreynd að Bandaríkjamaðurinn háværi sýndi að hann er sá besti í heiminum pund fyrir pund. Mayweather hrósaði andstæðingi sínum í hástert eftir bardagann og þakkaði sérstaklega bresku stuðningsmönnunum sem mættu til Las Vegas fyrir þátttöku þeirra í fjörinu. Bretarnir settu svip sinn á bardagann með sífelldum söngvum og fagnaðarlátum ekki ósvipuðum þeim sem heyrast á knattspyrnuleikjum á Englandi og á meðal áhorfenda voru allar helstu stjörnurnar í bransanum eins og t.d. David Beckham, Sylvester Stallone og Denzel Washington svo fáir séu nefndir. Hatton tók tapinu með sinni alkunnu auðmýkt og skopskyni og viðurkenndi yfirburði andstæðings síns. Hann sagðist ef til vill hafa farið aðeins út af sporinu í bardagaáætlun sinni. Hann var spurður út í dómgæsluna og sagðist ósáttur við að Mayweather hefði notað nokkur af bellibrögðunum úr bókinni til að landa góðum höggum á sig - en sagði að þegar upp væri staðir væri þetta bardagi en ekki kitlukeppni. Það er óhætt að segja að bardagi ársins hafi því staðið fyllilega undir væntingum. Box Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Floyd Mayweather sýndi og sannaði yfirburði sína sem einn besti hnefaleikari heimsins í nótt þegar hann rotaði Englendinginn Ricky Hatton í 10. lotu í risabardaga þeirra í Las Vegas í Bandaríkjunum. Þetta var fyrsta tap Hatton á ferlinum og þýðir að Mayweather getur bætt WBC beltinu í veltivigt í glæsilegt verðlaunasafn sitt. Hatton var mjög grimmur í byrjun bardagans en dómarinn Joe Cortez blandaði sér meira í návígin en góðu hófi gegndi og lagði strangar línur í byrjun. Hatton pressaði stíft fyrstu loturnar og komst ágætlega frá þeim, en hinn kjaftfori en hæfileikaríki Mayweather gekk á lagið um miðbik bardagans. Hann var duglegur við að læsa á Hatton og ná sér í hvíld inn á milli þess sem hann sótti með fallegum flettum í lok hverrar lotu og skoraði stig hjá dómurunum. Mayweather fór svo fyrst að landa stóru höggunum í áttundu og níundu lotunum og á þeim tímapunkti var hann búinn að ná tökum á bardaganum. Það var svo í þeirri tíundu sem hann veitti Manchester-manninum náðarhöggið með glæsilegum og föstum vinstri krók sem sendi Hatton af krafti út í hornið og í strigann. Þá var allur vindur úr Hatton og augnablikum síðar var hann kominn aftur í gólfið og Cortez dómari stöðvaði bardagann. Hatton sá stjörnur í 10. lotunniNordicPhotos/GettyImages Hnefaleikasérfræðingar voru margir hverjir á því að Cortez dómari hefði farið illa að ráði sínu í bardaganum og gert Mayweather lífið auðveldara með því að brjóta návígi þeirra upp ítrekað, en það breytir ekki þeirri staðreynd að Bandaríkjamaðurinn háværi sýndi að hann er sá besti í heiminum pund fyrir pund. Mayweather hrósaði andstæðingi sínum í hástert eftir bardagann og þakkaði sérstaklega bresku stuðningsmönnunum sem mættu til Las Vegas fyrir þátttöku þeirra í fjörinu. Bretarnir settu svip sinn á bardagann með sífelldum söngvum og fagnaðarlátum ekki ósvipuðum þeim sem heyrast á knattspyrnuleikjum á Englandi og á meðal áhorfenda voru allar helstu stjörnurnar í bransanum eins og t.d. David Beckham, Sylvester Stallone og Denzel Washington svo fáir séu nefndir. Hatton tók tapinu með sinni alkunnu auðmýkt og skopskyni og viðurkenndi yfirburði andstæðings síns. Hann sagðist ef til vill hafa farið aðeins út af sporinu í bardagaáætlun sinni. Hann var spurður út í dómgæsluna og sagðist ósáttur við að Mayweather hefði notað nokkur af bellibrögðunum úr bókinni til að landa góðum höggum á sig - en sagði að þegar upp væri staðir væri þetta bardagi en ekki kitlukeppni. Það er óhætt að segja að bardagi ársins hafi því staðið fyllilega undir væntingum.
Box Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira