Innlent

Malakauskas í far­bann í stað gæsluvarðhalds

MYND/GVA

Hæstiréttur hefur numið úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Tomasi Malakauskas, Litháanum sem dæmdur var í líkfundarmálinu fyrir tveimur árum og var gripinn hér fyrir skemmstu.

Héraðsdómur Reykjavíkur hafði úrskurðað hann í gæsluvarðhald til 7. desember á meðan að mál hans er til rannsóknar hjá lögreglu en Hæstiréttur komst að því að lögregla hefði ekki sýnt fram á að þörf væri á gæsluvarðhaldi yfir Malakauskas og var hann í staðinn úrskurðaður í farbann til 7. desember.

Malakauskas hafði verið ólöglega á Íslandi í þrjá mánuði þegar að lögreglan handtók hann í nóvember og fann á honum amfetamín. Hann var í endurkomubanni vegna tveggja og hálfs árs dóms sem hann hlaut í líkfundarmálinu, það er fyrir að hafa ásamt tveimur öðrum falið lík með 400 grömmum af fíkniefnum innvortis í höfninni á Neskaupsstað árið 2004.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×