Innlent

Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir líkfundarmanni fram­lengdur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björgvin Jónsson, lögmaður Tomasar, kærði úrskurðinn.
Björgvin Jónsson, lögmaður Tomasar, kærði úrskurðinn.

Gæsluvarðhaldsúrkurður yfir Tomas Malakauskas var í dag framlengdur þangað til að dómur verður kveðinn upp i máli hans. Gert er ráð fyrir að það gerist föstudaginn 7. desember næstkomandi. Björgvin Jónsson, lögmaður hans, kærði úrskurðinn til Hæstaréttar.



Tomas Malakauskas er ákærður fyrir brot gegn útlendingalögum með því að hafa í byrjun september komið hingað til lands með farþegaflugi, þrátt fyrir að hafa verið úrskurðaður í endurkomubann næstu tíu ár. Malakauskas er einnig ákærður fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, þar sem hann hafði í fórum sínum rúm 26 grömm af amfetamíni þegar lögreglan hafði afskipti af honum.



Aðalmeðferð i máli gegn Tomas fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×