Körfubolti

Pippen spilar í sænsku deildinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pippen í treyju Chicago Bulls í febrúar síðastliðnum.
Pippen í treyju Chicago Bulls í febrúar síðastliðnum. Nordic Photos / Getty Images

Sænska úrvalsdeildarliðið Sundsvall Dragons kynnti í dag sinn nýjasta leikmann - sjálfan Scottie Pippen.

Pippen gerði garðinn frægan með Chicago Bulls við hlið Michael Jordan á tíunda áratugnum og er einn þekktasti körfuboltamaður heims. Hann mun að vísu aðeins spila einn leik með Sundsvall, gegn Akropol þann 11. janúar næstkomandi.

Á árunum 1991 til 1998 vann Pippen sex NBA-meistaratitla með Chicago Bulls og vann þar að auki til gullverðlauna á Ólympíuleikunum með landsliði Bandaríkjanna árin 1992 og 1996.

Hann lagði skóna á hilluna eftir tímabilið sem lauk vorið 2004 en reimdi á sig skóna á nýju í sýningarleik í kringum stjörnuleik NBA í febrúar síðstliðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×