Úrskurðað í máli Hamilton á morgun 15. nóvember 2007 19:24 NordicPhotos/GettyImages Á morgun kemur í ljós hvort Lewis Hamilton verður úrskurðaður heimsmeistari ökuþóra í Formúlu 1, þegar tilkynnt verður um niðurstöðu áfrýjunar McLaren liðsins. Kimi Raikkönen hjá Ferrari varð heimsmeistari eftir æsilega lokakeppni í Brasilíu um daginn, en forráðamenn McLaren vildu meina að Hamilton hefði átt að ná í nógu mörg stig til að verða heimsmeistari eftir að þeim þótti sýnt að tveir af andstæðingum þeirra hefðu brotið lög um hitastig á eldsneyti í bifreiðum sínum í lokamótinu. Lögmaður Ferrari segir að það yrði svartur blettur á íþróttina ef úrslit mótsins ættu eftir að ráðast í réttarsal, en forráðamenn McLaren eru staðráðnir í að færa Lewis Hamilton meistaratitilinn þó hann hafi sjálfur lýst því yfir að það yrði ekki sérlega skemmtilegt ef það gerðist með þessum hætti. Formúla Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Á morgun kemur í ljós hvort Lewis Hamilton verður úrskurðaður heimsmeistari ökuþóra í Formúlu 1, þegar tilkynnt verður um niðurstöðu áfrýjunar McLaren liðsins. Kimi Raikkönen hjá Ferrari varð heimsmeistari eftir æsilega lokakeppni í Brasilíu um daginn, en forráðamenn McLaren vildu meina að Hamilton hefði átt að ná í nógu mörg stig til að verða heimsmeistari eftir að þeim þótti sýnt að tveir af andstæðingum þeirra hefðu brotið lög um hitastig á eldsneyti í bifreiðum sínum í lokamótinu. Lögmaður Ferrari segir að það yrði svartur blettur á íþróttina ef úrslit mótsins ættu eftir að ráðast í réttarsal, en forráðamenn McLaren eru staðráðnir í að færa Lewis Hamilton meistaratitilinn þó hann hafi sjálfur lýst því yfir að það yrði ekki sérlega skemmtilegt ef það gerðist með þessum hætti.
Formúla Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira