Fótbolti

Lögreglumaðurinn ákærður fyrir morð

NordicPhotos/GettyImages

Lögreglumaðurinn sem banaði stuðningsmanni Lazio í átökunum sem urðu á Ítalíu um síðustu helgi verður ákærður fyrir morð. Þetta staðfestir lögmaður hans í frétt á vef breska sjónvarpsins í kvöld.

Lögregluyfirvöld hafa lýst dauða hins 26 ára gamla Gabriele Sandri sem hörmulegu slysi. Sandri var plötusnúður og hefur dauði hans valdið miklu fjaðrafoki á Ítalíu. Skot úr byssu lögreglumanns fór í hálsinn á honum með þeim afleiðingum að hann lést af sárum sínum. 40 manns voru handteknir í óeirðum víðsvegar um landið á sunnudeginum eftir að fréttir af þessu spurðust út.

Búist var við því að farið yrði með málið sem manndráp af gáleysi, en lögmaður lögreglumannsins staðfesti í dag að verið væri að höfða morðmál á hendur skjólstæðingi sínum .






Fleiri fréttir

Sjá meira


×