Viðskipti erlent

Indland í hópi ofurtölvuframleiðenda

IBM ofurtölvan Blue Pacific.
IBM ofurtölvan Blue Pacific. MYND/AFP

Tölvukerfi sem framleitt er á Indlandi hefur komist á lista yfir tíu hröðustu ofurtölvur í heimi. Tölvurisinn IBM trónar enn á toppi listans sem er endurskoðaður tvisvar á ári - með 232 af 500 ofurtölfum í heiminum.

Blue Gene/L ofurtölva IBM sem notuð er til að tryggja kjarnorkuvarabirgðir í Bandaríkjunum er áfram örugg og áreiðanleg og er efst á listanum.

Indverska tölvan, EKA er í fjórða sæti.

Blue Gene/L tölvan hefur verið uppfærð á síðasta hálfa ári. Hún getur nú afkastað 478 billjónum útreikninga á sekúndu og er næstum þrisvar sinnum fljótari en aðrar vélar á listanum.

Í öðru sæti listans er önnur tölva frá IBM, BlueGene/P tölvan sem kynnt var til sögunnar í júní.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×