Aðstoð Björgólfs Jón Kaldal skrifar 13. nóvember 2007 00:01 Þegar Sólveig Arnardóttir leikkona steig á svið til að afhenda verðlaun á Edduhátíðinni, notaði hún tækifærið og auglýsti eftir tilnefningum til Ríkissjónvarpsins í flokki leikins efnis. Enda full ástæða til. Fjarvera RÚV á þeim vettvangi var átakanlega vandræðaleg fyrir stofnun sem starfar í því eina skjóli að hún hafi menningarhlutverki að gegna í samfélagi okkar. Einkareknu sjónvarpsstöðvarnar, Skjár 1 og Stöð 2, stóðu hins vegar sína vakt og áttu tilnefningarnar í leikna flokknum algjörlega út af fyrir sig. Þetta er þó ekki beinlínis ný staða. RÚV hefur í seinni tíð ekki lagt mikla rækt við leikið efni. Nú er stofnunin þó búin að finna leið til að sinna því lögbundna hlutverki sínu að framleiða fjölbreytt innlent dagskrárefni. Björgólfur Guðmundsson athafnamaður ætlar að hlaupa undir bagga og fjármagna á móti henni gerð á leiknum sjónvarpsmyndum næstu þrjú ár. Báðir aðilar ætla að leggja fram jafnan hlut, allt að 150 milljónum hvor, á samningstímanum. Páll Magnússon útvarpsstjóri hefur hyllt samninginn og sagt að með honum tvöfaldist sú upphæð sem RÚV hefði annars getað varið til framleiðslu á innlendu efni. Til að setja þá upphæð í samhengi er rétt að rifja upp að RÚV keypti fyrr á þessu ári sýningarréttinn að Evrópukeppninni í fótbolta 2008 fyrir um 100 milljónir króna. Þar yfirbauð RÚV sjónvarpsstöðvarnar Sýn og Skjásport, sem hefðu þó þurft að sýna meginþorra leikjanna í opinni dagskrá. Kostnaðurinn við eitt Evrópumót í fótbolta jafngildir þannig því sem RÚV telur sig geta varið til leikins innlends efnis á tveggja ára tímabili. Þetta varpar ágætu ljósi á forgangsröð verkefna í Efstaleitinu þessi misserin. Það kemur ekki á óvart að samningur RÚV og Björgólfs hefur kallað fram gagnrýni af ýmsum toga. Meðal annars hefur Þorgrímur Gestsson, formaður Hollvinasamtaka Ríkisútvarpsins, lýst því yfir að hann óttist að samningurinn geti haft þau áhrif að fréttamenn RÚV muni hér eftir taka á Björgólfi með silkihönskum. Þetta er ósanngjörn gagnrýni og enn ein birtingarmynd þeirrar leiðu umræðu að blaðamenn séu svo miklar heybrækur að þeir séu tilbúnir til að leggja á hilluna prinsip sín og trúnað við lesendur og hlustendur til að þjóna auðmönnum sem kunna að tengjast miðlum þeirra. Það er ekki ástæða til að ætla að fréttamönnum á fréttastofu RÚV sé ekki treystandi til að fjalla um Björgólf með sama hætti og annað fólk. Hann á hvorki að njóta né gjalda fjárhagsaðstoðarinnar sem hann ætlar að reiða fram af hendi til vinnustaðar þeirra. Um leið er algjör óþarfi að fara mörgum orðum um einlægan áhuga Björgólfs á gerð innlends efnis eins og útvarpsstjóri hefur gert. Ef sá áhugi væri einlægur hefði Björgólfur lagt féð í sjóð sem allar sjónvarpsstöðvar hefðu getað sótt í. Fjárhagsaðstoð Björgólfs við RÚV á auðvitað að skoða í því ljósi að hann á nú þegar í grimmri samkeppni á fjölmiðlamarkaði. Hann er aðaleigandi Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins og 24 stunda, keppinauta Fréttablaðsins, sem er hluti af fyrirtækinu 365 sem aftur rekur Stöð 2 og fleiri sjónvarpsstöðvar. Björgólfur á hins vegar ekki sjónvarpsstöð en getur með þessum hætti lagt hönd á plóginn í samkeppni við fyrirtæki sem hann keppir við á dagblaðamarkaði. Ögmundur Jónasson, þingmaður vinstri grænna, hefur bent á að vafi sé á því hvort samningurinn standist lög um tekjustofna Ríkisútvarpsins ohf. Burtséð frá þeim vafa og hvað mönnum finnst um samstarf aðaleiganda Árvakurs og RÚV þá sýnir þessi nýjasti kafli í sögu ríkisfjölmiðilsins að samkeppnisstaða hans á auglýsingamarkaði er fullkomlega óleyst. Hvað á þessi geiri atvinnulífsins að þola þetta ástand lengi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun
Þegar Sólveig Arnardóttir leikkona steig á svið til að afhenda verðlaun á Edduhátíðinni, notaði hún tækifærið og auglýsti eftir tilnefningum til Ríkissjónvarpsins í flokki leikins efnis. Enda full ástæða til. Fjarvera RÚV á þeim vettvangi var átakanlega vandræðaleg fyrir stofnun sem starfar í því eina skjóli að hún hafi menningarhlutverki að gegna í samfélagi okkar. Einkareknu sjónvarpsstöðvarnar, Skjár 1 og Stöð 2, stóðu hins vegar sína vakt og áttu tilnefningarnar í leikna flokknum algjörlega út af fyrir sig. Þetta er þó ekki beinlínis ný staða. RÚV hefur í seinni tíð ekki lagt mikla rækt við leikið efni. Nú er stofnunin þó búin að finna leið til að sinna því lögbundna hlutverki sínu að framleiða fjölbreytt innlent dagskrárefni. Björgólfur Guðmundsson athafnamaður ætlar að hlaupa undir bagga og fjármagna á móti henni gerð á leiknum sjónvarpsmyndum næstu þrjú ár. Báðir aðilar ætla að leggja fram jafnan hlut, allt að 150 milljónum hvor, á samningstímanum. Páll Magnússon útvarpsstjóri hefur hyllt samninginn og sagt að með honum tvöfaldist sú upphæð sem RÚV hefði annars getað varið til framleiðslu á innlendu efni. Til að setja þá upphæð í samhengi er rétt að rifja upp að RÚV keypti fyrr á þessu ári sýningarréttinn að Evrópukeppninni í fótbolta 2008 fyrir um 100 milljónir króna. Þar yfirbauð RÚV sjónvarpsstöðvarnar Sýn og Skjásport, sem hefðu þó þurft að sýna meginþorra leikjanna í opinni dagskrá. Kostnaðurinn við eitt Evrópumót í fótbolta jafngildir þannig því sem RÚV telur sig geta varið til leikins innlends efnis á tveggja ára tímabili. Þetta varpar ágætu ljósi á forgangsröð verkefna í Efstaleitinu þessi misserin. Það kemur ekki á óvart að samningur RÚV og Björgólfs hefur kallað fram gagnrýni af ýmsum toga. Meðal annars hefur Þorgrímur Gestsson, formaður Hollvinasamtaka Ríkisútvarpsins, lýst því yfir að hann óttist að samningurinn geti haft þau áhrif að fréttamenn RÚV muni hér eftir taka á Björgólfi með silkihönskum. Þetta er ósanngjörn gagnrýni og enn ein birtingarmynd þeirrar leiðu umræðu að blaðamenn séu svo miklar heybrækur að þeir séu tilbúnir til að leggja á hilluna prinsip sín og trúnað við lesendur og hlustendur til að þjóna auðmönnum sem kunna að tengjast miðlum þeirra. Það er ekki ástæða til að ætla að fréttamönnum á fréttastofu RÚV sé ekki treystandi til að fjalla um Björgólf með sama hætti og annað fólk. Hann á hvorki að njóta né gjalda fjárhagsaðstoðarinnar sem hann ætlar að reiða fram af hendi til vinnustaðar þeirra. Um leið er algjör óþarfi að fara mörgum orðum um einlægan áhuga Björgólfs á gerð innlends efnis eins og útvarpsstjóri hefur gert. Ef sá áhugi væri einlægur hefði Björgólfur lagt féð í sjóð sem allar sjónvarpsstöðvar hefðu getað sótt í. Fjárhagsaðstoð Björgólfs við RÚV á auðvitað að skoða í því ljósi að hann á nú þegar í grimmri samkeppni á fjölmiðlamarkaði. Hann er aðaleigandi Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins og 24 stunda, keppinauta Fréttablaðsins, sem er hluti af fyrirtækinu 365 sem aftur rekur Stöð 2 og fleiri sjónvarpsstöðvar. Björgólfur á hins vegar ekki sjónvarpsstöð en getur með þessum hætti lagt hönd á plóginn í samkeppni við fyrirtæki sem hann keppir við á dagblaðamarkaði. Ögmundur Jónasson, þingmaður vinstri grænna, hefur bent á að vafi sé á því hvort samningurinn standist lög um tekjustofna Ríkisútvarpsins ohf. Burtséð frá þeim vafa og hvað mönnum finnst um samstarf aðaleiganda Árvakurs og RÚV þá sýnir þessi nýjasti kafli í sögu ríkisfjölmiðilsins að samkeppnisstaða hans á auglýsingamarkaði er fullkomlega óleyst. Hvað á þessi geiri atvinnulífsins að þola þetta ástand lengi?
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun